Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 26
. Hámarks-meðalviðarvöxtur er oft notaður til
að lýsa vexti skógar og landkostum. Línurit 2
sýnir hvernig viðarvöxtur og meðalviðarvöxtur
breytist með aldri skógar (12). Meðal-viðarvöxt-
ur nær hámarki þegar lína viðarvaxtar og meðal-
viðarvaxtar skerast (12, 27).
í Lambhaganum er viðarvöxtur um 21 m3/ha/
ári, en meðal-viðarvöxtur 7,9 m3/ha/ári. Meðal-
viðarvöxtur á því enn eftir að aukast.
Á 34. ári er yfirhæð sitkagrenis í Lambhagan-
um 13,3 m. Hámarks-meðalviðarvöxtur sam-
kvæmt breskum vaxtartöflum fyrir sitkagreni 34
ára og af yfirhæð 13,3 m er 10 mVha/ári (12). f
Lambhaganum eru 2,4 metrar á milli trjáa.
Breska vaxtartaflan R 29d fyrir sitkagreni með
2,4 m plöntubili gefur til kynna að hámarks-
meðalviðarvöxtur verði 10 til 12 m3/ha/ári (12).
Þessar töflur gefa einnig til kynna að hámarkinu
verði náð við 60 til 70 ára aldur. í töflu 4 er
útdráttur úr breskum viðarvaxtartöflum og tölur
úr Lambhaganum.
Hæðarvöxtur grenis síðustu 5 árin fyrir mæl-
ingu var 50 til 60 cm á ári. Þessi hæðarvöxtur
gefur til kynna hámarks-meðalviðarvöxt á bilinu
10 til 14 m3/ha/ári. Þessi samanburður við þrjár
mismunandi vaxtartöflur fyrir sitkagreni bendir
til að hámarks-meðalviðarvöxtur í sitkagreninu í
Lambhaganum sé á bilinu 10 til 14 m3/ha/ári og
líklega nær 10 til 12 m3/ha/ári.
Á Bretlandseyjum vex sitkagreni 6 til 24 m3/ha/
ári og algengasti vöxtur er um 12 m7ha/ári. í
Norður-Skotlandi er vöxtur sitkagrenis 11 til 18
m3/ha/ári og er þá miðað við hámarks-meðalvið-
arvöxt (4). Vöxturinn er þar mestur á frjóum
Tafla 1. Veðurfar á útbreiðslusvæði sitkagrenis og á nokkrum stöðum á íslandi
Staöur Hæö Úrkoma Hiti meðaltöl Mörk Frostlaust
Nafn m Sumar mm Árið mm Árið C Jan. C Júlí C Hæst C Lægst C dagar
Alaska
Seward 23 720 1872 4,5 -5,0 13,5 28,0 -29,0 132
Cordova 12 1664 3693 4,5 -5,0 13,0 27,5 -28,5 149
Sitka 5 864 2212 8,0 0,5 13,0 27,5 -20,5 159
Wrangell 11 787 2108 7,0 -1,5 14,5 33,5 -21,0 169
Ketchikan 0 1461 3833 8,0 0,5 14,5 35,5 -22,0 165
British Columbia
Masset 9 528 1369 8,0 2,0 14,5 29,0 -18,5 169
Vancouver 41 404 1491 9,5 2,0 17,5 33,5 -16,5 219
Washington
Ouinault 67 759 3266 10,5 3,5 17,5 40,0 -11,5 208
Aberdeen 41 475 2083 10,0 4,0 15,5 40,5 -14,5 191
Oregon
Astoria 67 432 1969 10,5 5,0 16,5 36,5 -12,0 273
Newport 47 381 1681 10,5 7,0 14,0 38,0 -17,0 248
ísland Sv.-land
Reykjavík .... 52 322 805 5,0 -0,4 11,2 23,4 -17,1 143
N.-land Akureyri 23 189 474 3,9 -1,5 10,9 28,6 -22,1 107
A.-land
Hallormsst. ... 60 219 694 4,1 -1,1 11,0 30,0 -20,6 100
Skaftafellssýslur
HólarHornaf. . 16 652 1632 4,9 0,3 10,9 * * 147
Kirkjub.kls. .. 32 799 1725 5,0 -0,4 11,6 * * 152
Veðurfari í Skaftafellssýslum svipar mjög til þess veðurfars, sem ríkir á norðanverðu útbreiðslusvæði sitkagrenisins. Víðast
annarstaðar á landinu er úrkoma með minnsta móti fyrir sitkagreni og sumur full-stutt.
24
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987