Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 28

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 28
Starfsmenn Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins hafa mælt yfirhæð sitkagrenis í nokkrum smálundum í Skaftafellsýslum. Tafla 5 sýnir aldur, yfirhæð og líklegan hámarks-meðalviðar- vöxt í fjórum lundum í Skaftafellssýslum. Breskar viðarvaxtartöflur fyrir sitkagreni voru notaðar við útreikninga. Sitkagrenið sýnir mjög góðan viðarvöxt í Skaftafellssýslum og nokkru meiri en mælst hefur á sitkagreni annarstaðar á landinu. Vöxturinn er sambærilegur við vöxt í arðskógum víða í Norður-Skotlandi (4). Sitkagrenið í Skaftafellssýslum vex á bilinu 4 til 12m3/ha/ári og algengur vöxtur er á bilinu 8 til 10 m3/ha/ári. Samsvarandi tölur frá Hallormsstað, Skorradal og Haukadal (32) gefa til kynna hámarks-meðalviðarvöxt á bilinu 4 til 6 m3/ha/ári. Vöxtur sitkagrenis á höfuðborgarsvæðinu er svip- aður (21), en hæðarvöxtur einstaka trjáa bendir þó til að viðarvöxtur geti verið allt að 10 m3/ha/ ári. KALSKEMMDIR Á SITKAGRENI í SKAFTAFELLSSÝSLUM í aprílhretinu 1963 skemmdist sitkagreni mjög mikið í Skaftafellssýslum (16). Haukur Ragnars- son bendir á í úttekt sinni að kvæmi upprunnin úr Suður-Alaska (Baranoff-eyju) hafi sloppið að mestu við skemmdir (16). Því sunnar sem tré eru sótt til gróðursetningar minnkar hætta á vorkali, en eykst á haustkali (28). Sitkagreni og sitkabast- arð kelur oft á haustin á Norðurlandi en haustkal er sjaldgæft á Suðurlandi. Sitkagrenið ákvarðar lok vaxtartímans út frá daglengd og hausthita (6, 8). í Skotlandi er hætta á vorkali mun meiri en á haustkali og haustkal sjaldgæft, jafnvel á suðlægum kvæmum (6, 8). Frostþol grenisins eykst hratt eftir að ákveðinni daglengd er náð. Tafla 6 sýnir þessa daglengd fyrir þrjú kvæmi (8). Á haustin smákólnar og frostþol eykst í um -8 til — 10°C. Við ákveðna daglengd eykst frostþol síðan hratt niður fyrir — 20°C (8). Af frostþoli sitkakvæma í Skotlandi og daglengd við fyrsta frost í mælishæð má ráða að kal á kvæminu frá Masset ætti að vera sjaldgæft í Skaftafellssýslum, en meiri kalhætta fyrir norðan og austan (tafla 7). í landi Bjarna Helgasonar í Hagavík við Þing- vallavatn er sitkagreni frá mestöllu útbreiðslu- svæði sitkagrenisins (3). Þar er lundur af sitka- greni, sem er líklega ættað frá Masset. Þessi lundur hefur vaxið áfallalítið og er nú um 8 m hár. Af framansögðu má ætla að lítil áhætta fylgi gróðursetningu kvæma frá Suður-Alaska í Skafta- fellssýslum. Hretið 1963 sýndi að kvæmi upp- runnin frá Baranoff-eyju í Suður-Alaska skemmdust lítið. Reynsla af suðlægum sitka- kvæmum og þekking á frostþoli sitkagrenis benda til þess að þessi kvæmi séu einnig frostþolin að hausti í Skaftafellssýslum. SITKAGRENISKÓGAR GETA FALLIÐ í STORMUM Við ströndina í Skaftafellssýslum er ærið vinda- samt. í nálægum löndum er algengt að stór tré rifni upp eða brotni í stórviðrum. Á skógarmörk- um til fjalla er þó sjaldgæft að tré falli í stórviðr- um (29). íslenskur jarðvegur hindrar ekki myndun djúp- stæðs rótarkerfis (23). Rótfesta á því að vera góð og lítil hætta á að tré rifni upp, nema rótarkerfið sé vanskapað (2, 11). Tafla 6. Herðingardaglcngd þriggja kvæma af sitkagreni Herðingardaglengd Kvæmi Svæði klst. Cordova Alaska * 13 Masset Queen Charlotte-eyja ** 10—11 Oregon Oregon 9 Skýringar við Töflu 6 ’Cordovakvæmið er frá Prince William Sound. Þetta kvæmi er ættað frá svipuðum slóðum og sitkagrenið í Skaftafelli. Cordovakvæmið hefur staðið sig vel í kvæmatilraunum (30, 31). **Queen Charlotte-eyja er rétt sunnan við landamæri Alaska og British Columbia í Kanada. Kvæmið Masset er algengasta kvæmi í ræktun í Skotlandi. 26 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.