Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 28
Starfsmenn Rannsóknastöðvar Skógræktar
ríkisins hafa mælt yfirhæð sitkagrenis í nokkrum
smálundum í Skaftafellsýslum. Tafla 5 sýnir
aldur, yfirhæð og líklegan hámarks-meðalviðar-
vöxt í fjórum lundum í Skaftafellssýslum. Breskar
viðarvaxtartöflur fyrir sitkagreni voru notaðar við
útreikninga.
Sitkagrenið sýnir mjög góðan viðarvöxt í
Skaftafellssýslum og nokkru meiri en mælst hefur
á sitkagreni annarstaðar á landinu. Vöxturinn er
sambærilegur við vöxt í arðskógum víða í
Norður-Skotlandi (4).
Sitkagrenið í Skaftafellssýslum vex á bilinu 4 til
12m3/ha/ári og algengur vöxtur er á bilinu 8 til 10
m3/ha/ári. Samsvarandi tölur frá Hallormsstað,
Skorradal og Haukadal (32) gefa til kynna
hámarks-meðalviðarvöxt á bilinu 4 til 6 m3/ha/ári.
Vöxtur sitkagrenis á höfuðborgarsvæðinu er svip-
aður (21), en hæðarvöxtur einstaka trjáa bendir
þó til að viðarvöxtur geti verið allt að 10 m3/ha/
ári.
KALSKEMMDIR Á SITKAGRENI
í SKAFTAFELLSSÝSLUM
í aprílhretinu 1963 skemmdist sitkagreni mjög
mikið í Skaftafellssýslum (16). Haukur Ragnars-
son bendir á í úttekt sinni að kvæmi upprunnin úr
Suður-Alaska (Baranoff-eyju) hafi sloppið að
mestu við skemmdir (16). Því sunnar sem tré eru
sótt til gróðursetningar minnkar hætta á vorkali,
en eykst á haustkali (28). Sitkagreni og sitkabast-
arð kelur oft á haustin á Norðurlandi en haustkal
er sjaldgæft á Suðurlandi.
Sitkagrenið ákvarðar lok vaxtartímans út frá
daglengd og hausthita (6, 8). í Skotlandi er hætta
á vorkali mun meiri en á haustkali og haustkal
sjaldgæft, jafnvel á suðlægum kvæmum (6, 8).
Frostþol grenisins eykst hratt eftir að ákveðinni
daglengd er náð. Tafla 6 sýnir þessa daglengd
fyrir þrjú kvæmi (8).
Á haustin smákólnar og frostþol eykst í um -8 til
— 10°C. Við ákveðna daglengd eykst frostþol
síðan hratt niður fyrir — 20°C (8). Af frostþoli
sitkakvæma í Skotlandi og daglengd við fyrsta
frost í mælishæð má ráða að kal á kvæminu frá
Masset ætti að vera sjaldgæft í Skaftafellssýslum,
en meiri kalhætta fyrir norðan og austan (tafla 7).
í landi Bjarna Helgasonar í Hagavík við Þing-
vallavatn er sitkagreni frá mestöllu útbreiðslu-
svæði sitkagrenisins (3). Þar er lundur af sitka-
greni, sem er líklega ættað frá Masset. Þessi
lundur hefur vaxið áfallalítið og er nú um 8 m hár.
Af framansögðu má ætla að lítil áhætta fylgi
gróðursetningu kvæma frá Suður-Alaska í Skafta-
fellssýslum. Hretið 1963 sýndi að kvæmi upp-
runnin frá Baranoff-eyju í Suður-Alaska
skemmdust lítið. Reynsla af suðlægum sitka-
kvæmum og þekking á frostþoli sitkagrenis benda
til þess að þessi kvæmi séu einnig frostþolin að
hausti í Skaftafellssýslum.
SITKAGRENISKÓGAR GETA FALLIÐ í
STORMUM
Við ströndina í Skaftafellssýslum er ærið vinda-
samt. í nálægum löndum er algengt að stór tré
rifni upp eða brotni í stórviðrum. Á skógarmörk-
um til fjalla er þó sjaldgæft að tré falli í stórviðr-
um (29).
íslenskur jarðvegur hindrar ekki myndun djúp-
stæðs rótarkerfis (23). Rótfesta á því að vera góð
og lítil hætta á að tré rifni upp, nema rótarkerfið
sé vanskapað (2, 11).
Tafla 6. Herðingardaglcngd þriggja kvæma af sitkagreni
Herðingardaglengd
Kvæmi Svæði klst.
Cordova Alaska * 13
Masset Queen Charlotte-eyja ** 10—11
Oregon Oregon 9
Skýringar við Töflu 6
’Cordovakvæmið er frá Prince William Sound. Þetta kvæmi er ættað frá svipuðum slóðum og sitkagrenið í Skaftafelli.
Cordovakvæmið hefur staðið sig vel í kvæmatilraunum (30, 31).
**Queen Charlotte-eyja er rétt sunnan við landamæri Alaska og British Columbia í Kanada. Kvæmið Masset er algengasta kvæmi í
ræktun í Skotlandi.
26
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987