Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 30
1. Sitkagreniþyrpingin séð að sunnan. Mynd: S.Bl., 26-
09-87.
lús er einnig líkleg til að auka vöxt grenisins og
draga úr hættu á sköðum í stórviðrum.
SITKAGRENI í BLAND VIÐ LERKI
Vegna sitkalúsar og hættu á að sitkagreni falli í
stormum þarf það að standa gisið, einkum síðari
hluta ævi sinnar. Þessu fylgir hins vegar sá
ókostur að viðurinn verður verri, bæði grófari og
kvistóttari.
í Skotlandi er mikill áhugi á ræktun blandaðra
skóga af sitkagreni og lerki. Þessi blanda hefur
reynst örva vöxt grenisins í æsku (9). Annar
kostur er að lerkið fer fyrr af stað og grenið eltir
síðar. Grenið er þá grannt og greinar smærri
neðantil á stofni en ella. Síðarmeir vex grenið yfir
lerkið, kæfir það og gildnar ört þar á eftir. Með
því að gróðursetja saman lerki og sitkagreni kann
að nást góður viður, stöðug tré, sem ekki er mjög
hætt við lús.
Rússa- og síberíulerki reynast illa í Skafta-
fellssýslum (1), en kynblendingur japanslerkis og
evrópulerkis eða þessar tegundir hreinar koma til
greina í svona blöndur.
Á Skógum undir Eyjafjöllum er smálundur af
kynblendingslerki (1). Af þrifum þess lundar má
ráða að kynblendingurinn geti notast í bland-
skóga með sitkagreni í Skaftafellssýslum.
LOKAORÐ
í Skaftafellssýslum vex sitkagreni hvað best á
íslandi. Vöxtur þess virðist sambærilegur við vöxt
sitkagrenis í arðskógum í Norður-Skotlandi.
Sitkagrenið er þekkt fyrir mikinn vöxt þar sem
því líkar lífið. Af þessum sökum er það aðalskóg-
artréð í arðskógrækt í Skotlandi og mikilvægt á
Jótlandi og í Vestur-Noregi.
Þrátt fyrir góðan vöxt er ræktun sitkagrenis
vandkvæðum bundin í Skaftafellssýslum. í
Skaftafellssýslum þarf að þróa ræktunartækni,
sem hæfir aðstæðum. í þessari grein er bent á að
fyrir Skaftafellssýslur þurfi að sækja kvæmi sitka-
grenis sunnar en gert hefur verið. Kvæmi frá
Baranoff-eyju eru líkleg til árangurs á þessu
svæði.
Ræktunartækni þarf einnig að þróa við hæfi
2. Inni á milli trjánna er kominn greniskógarbotn.
Mynd: S. BL, 26-09-87.
28
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987