Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 30

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 30
1. Sitkagreniþyrpingin séð að sunnan. Mynd: S.Bl., 26- 09-87. lús er einnig líkleg til að auka vöxt grenisins og draga úr hættu á sköðum í stórviðrum. SITKAGRENI í BLAND VIÐ LERKI Vegna sitkalúsar og hættu á að sitkagreni falli í stormum þarf það að standa gisið, einkum síðari hluta ævi sinnar. Þessu fylgir hins vegar sá ókostur að viðurinn verður verri, bæði grófari og kvistóttari. í Skotlandi er mikill áhugi á ræktun blandaðra skóga af sitkagreni og lerki. Þessi blanda hefur reynst örva vöxt grenisins í æsku (9). Annar kostur er að lerkið fer fyrr af stað og grenið eltir síðar. Grenið er þá grannt og greinar smærri neðantil á stofni en ella. Síðarmeir vex grenið yfir lerkið, kæfir það og gildnar ört þar á eftir. Með því að gróðursetja saman lerki og sitkagreni kann að nást góður viður, stöðug tré, sem ekki er mjög hætt við lús. Rússa- og síberíulerki reynast illa í Skafta- fellssýslum (1), en kynblendingur japanslerkis og evrópulerkis eða þessar tegundir hreinar koma til greina í svona blöndur. Á Skógum undir Eyjafjöllum er smálundur af kynblendingslerki (1). Af þrifum þess lundar má ráða að kynblendingurinn geti notast í bland- skóga með sitkagreni í Skaftafellssýslum. LOKAORÐ í Skaftafellssýslum vex sitkagreni hvað best á íslandi. Vöxtur þess virðist sambærilegur við vöxt sitkagrenis í arðskógum í Norður-Skotlandi. Sitkagrenið er þekkt fyrir mikinn vöxt þar sem því líkar lífið. Af þessum sökum er það aðalskóg- artréð í arðskógrækt í Skotlandi og mikilvægt á Jótlandi og í Vestur-Noregi. Þrátt fyrir góðan vöxt er ræktun sitkagrenis vandkvæðum bundin í Skaftafellssýslum. í Skaftafellssýslum þarf að þróa ræktunartækni, sem hæfir aðstæðum. í þessari grein er bent á að fyrir Skaftafellssýslur þurfi að sækja kvæmi sitka- grenis sunnar en gert hefur verið. Kvæmi frá Baranoff-eyju eru líkleg til árangurs á þessu svæði. Ræktunartækni þarf einnig að þróa við hæfi 2. Inni á milli trjánna er kominn greniskógarbotn. Mynd: S. BL, 26-09-87. 28 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.