Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 33
ÞORBERGUR HJALTI JÓNSSON
Fylgni hita og vaxtar
stafafuru á Norðurlandi
INNGANGUR
Stafafuru var fyrst plantað á íslandi árið 1940 í
Atlavíkurstekk á Hallormsstað (6). Árið 1983 var
lundurinn 44 ára. Þá var meðalhæð furunnar 11
metrar og meðalþvermál trjánna 19,9 sentimetrar
við brjósthæð (19). Árið 1957 hófust skógplant-
anir á stafafuru og er stafafuran nú eitt efnileg-
asta skógartré landsins (6, 13).
Sumarhitinn hefur lengi verið álitinn ráða úr-
slitum um vöxt og þrif trjáa á íslandi (1, 2, 4, 5, 7,
8, 9, 10, 16). Haukur Ragnarsson skipti landinu í
skógræktarsvæði eftir hita (3, 4, 5), en tiltók ekki
hve mikið skógurinn yxi á hverju svæði.
Á undanförnum árum hafa birst nokkrar viðar-
vaxtartölur, einkum fyrir lerki, stafafuru og
rauðgreni (2, 10, 13, 16, 19, 20, 21, 22). Vöxtur
lerkis og stafafuru hefur verið kannaður á landinu
öllu (1, 2, 10, 16, 17, 18). í þessum könnunum er
vöxtur trjánna mældur og landinu skipt eftir
honum án tillits til veðurfars.
f Suður-Þingeyjarsýslu fann höfundur að
reiknaður júlíhiti, landfræðilegt skjól og endur-
nýting fosfórs í trénu skýrðu 76% af mismun milli
staða í yfirhæð skógarlundanna (10). Gögnin
voru þó ónóg fyrir spálíkan byggt á júlíhita (10).
í þeirri athugun sem hér birtist er reynt að
finna hlut hitans í vexti stafafuru á Norðurlandi.
Til þess að athuga þetta er tölum úr Eyjafirði og
Vestur-Húnavatnssýslu bætt við gögnin úr Suður-
Þingeyjarsýslu. Síðan er athugað hvort marktækt
samband sé milli reiknaðs júlíhita og yfirhæðar 23
ára stafafuru af kvæminu Skagway á Norður-
landi.
RANNSÓKNARAÐFERÐ
í þessari könnun eru notuð mælingagögn frá
Eyjafirði, Suður-Þingeyjarsýslu, og Vestur-
Húnavatnssýslu, sem safnað var á árunum 1982,
1983 og 1986. Alls voru 27 mælireitir af stafafuru
af kvæminu Skagway í þessum gögnum á aldrin-
um 17 til 27 ára.
Yfirhæð stafafurulundar var notuð til að gefa
til kynna landkosti (12). Yfirhæð er hér hæð
gildasta trés á mælifletinum.
í könnuninni í Suður-Þingeyjarsýslu var 23 ára
aldur notaður til viðmiðunar fyrir yfirhæð svo að
unnt væri að bera saman reitina (10, 16). Til
samræmis er hér notaður sami aldur.
í öllum reitunum var annaðhvort skráður hæð-
arvöxtur undangenginna þriggja ára eða ein-
stakra ára síðustu tvo áratugi. Þessi hæðarvöxtur
var notaður til að færa yfirhæð einstakra reita að
23 ára aldri.
Fyrir hvern mælistað var júlíhiti áætlaður út frá
hæð yfir sjó og fjarlægð á beinni línu frá norðri til
suðurs frá næstu veðurstöð. Notuð var líking
Markúsar Á. Einarssonar, sem gefur að sumar-
hiti aukist um 2,5° C fyrir hverja 100 km, sem
innar kemur í landið og lækki um 0,6° C fyrir
hverja 100 metra er hærra dregur (11).
í töflu 1 eru upplýsingar um stafafurulundina á
Norðurlandi.
NIÐURSTÖÐUR
Á Norðurlandi reyndist marktækt línulegt sam-
band milli sumarhita og yfirhæðar 23 ára stafa-
ARSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
31