Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 37
SNORRI SIGURÐSSON
Skógræktarþing 1987
Á aðalfundi Skógræktarfélags íslands 1984 var
kosin nefnd til þess að endurskoða og gera
tillögur um breytingar á skipulagi og starfsháttum
Skógræktarfélags íslands og héraðsskógræktar-
félaganna í næstu framtíð. Nefndina skipuðu:
Andrés Kristjánsson, Ólafía Jakobsdóttir,
Magdalena Sigurðardóttir, Jóhann Porvaldsson
og Stefán Jasonarson. Nefndin kom saman
nokkrum sinnum og veitti Magdalena Sigurðar-
dóttir henni forustu.
Meðal annarra mála, sem komu til umræðu hjá
nefndinni var á hvaða hátt væri hægt að ýta undir
og nýta almennan skógræktaráhuga, þannig að
skógræktin yrði ekki aðeins áhugamál fárra fé-
lagsbundinna áhugamanna heldur þjóðarmál á
víðari vettvangi. Því væri nauðsyn á að brjóta
hugmyndina um opið skógræktarþing til mergjar
og leita álits og samstarfs við ýmis félagasamtök,
stofnanir og einstaklinga um framkvæmd slíkrar
hugmyndar. Aimenn skógræktarþing hefðu
mikið kynningargildi fyrir skógræktina og gætu
betur en flest annað fest þann skilning í sessi, að
hún væri mál alþjóðar.
Um miðjan marsmánuð 1985 skilaði nefndin af
sér störfum, - tillögum með greinargerð til félags-
stjórnar. Þar er m.a. að finna tillögu hennar
varðandi skógræktarþing, sem var svohljóðandi:
Vegna mjög vaxandi skógræktaráhuga
meðal þjóðarinnar og í mörgum félagasam-
tökum sem (sum hver) hafa eflingu skóg-
ræktar á starfsskrá, þótt meginhlutverk
þeirra sé annað, verði kannað hvort ekki sé
unnt og æskilegt að efna til opins skógrækt-
arþings, þegar ástæða þykir til, eða á
ákveðnu árabili, þar sem fjallað verði um
skógræktina sem þjóðarmál (sem alþjóð
varðar).
Það er skemmst frá að segja að stjórn Skóg-
ræktarfélags íslands lagði tillöguna fyrir aðalfund
félagsins 1985, þar sem hún var samþykkt án
efnisiegrar breytingar.
Tillagan var því næst rædd á stjórnarfundum
Skógræktarfélags íslands, og þann 10. október
1986 voru tilnefndir menn í undirbúningsnefnd
fyrir skógræktarþing, sem halda skyldi fyrri hluta
árs 1987. Nefndina skipuðu: Hulda Valtýsdóttir
og Sveinbjörn Dagfinnsson frá Skógræktarfélagi
íslands og frá Skógrækt ríkisins þeir Sigurður
Blöndal og Arnór Snorrason. Snorri Sigurðsson
var ritari nefndarinnar.
Eitt hið fyrsta, sem nefndin gerði, var að skrifa
líklegum þátttakendum að skógræktarþingi bréf,
þar sem kynnt var markmið og drög að dagskrá
þess. Við val á þátttökuaðilum var lögð áhersla á
að bjóða til þingsins stofnunum, félögum og
félagasamtökum, sem á einn eða annan hátt
tengdust skógræktinni í landinu. Einnig þótti
sjálfsagt að bjóða forustumönnum stjórnmála-
flokka þátttöku í þinginu og þeim stofnunum og
félögum sem stutt höfðu „Ár trésins 1980“.
Þann 10.12.1986 voru fyrrnefndir aðilar boðað-
ir til fundar að Hótel Sögu í Reykjavík þar sem
þeim voru kynnt störf undirbúningsnefndar —
drög að þingdagskrá, fyrirhugaður fundartími og
síðast en ekki síst markmið þingsins. Fram kom
að menn voru á einu máli um það að þingið ætti
framar öllu að fjalla um möguleika og markmið
skógræktar á fslandi og brýna fjárþörf hennar. Þá
var ákveðið að þingið skyldi haldið að Hótel Sögu
laugardaginn 21. mars 1987 og var fundartími
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
35