Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 42
ÍISP
B. Eþópía, Wollr. A/eð
friðun frá beit vex aftur upp
náttúrlegur skógur. Þessar
fjallahlíðar hafa notið frið-
unar í 9 ár. Trén eru allt að
10 m há. Ársúrkoman er
um 1000 mm.
stjórnvöld þar gerðu sér grein fyrir því, að hinar
600 milljónir Kínverja voru ekki vandamál, held-
ur auðlind. Zambía og Úganda ættu auðveldlega
að geta framleitt og flutt út iandbúnaðarafurðir,
en ríkisstjórnir þessara landa geta ekki nýtt þá
auðlind, sem er sjálft fólkið.
SKÓGEYÐING
_ 4 RÆI,UB.AObREKJA TIL:
LANDNÝTINGAR
RANYRKJA
OVERTILL
OFBEIT
OVERGRAZE
OFFJOLGUN
OVERPOPUL
RÁNHOGG
OVERCUT
Fyrir 150 árum var Svíþjóð þróunarland. Auð-
lindir landsins voru vannýttar eða rangnýttar og
afleiðingin var hungur og eymd.
í þessum skilningi er ísland kannski þróunar-
land: Til er í landinu auðlind, sem menn hafa ekki
komið auga á eða haft skilning á, að væri til.
Þetta er sá möguleiki sem landið býður upp á í
skógrækt til viðarframleiðslu. Er hægt að nýta
hann?
Það er alls ekki sjálfgefið, að raunverulega sé
hægt að nýta þessa möguleika til viðarfram-
leiðslu. Það kann að vera annar og betri kostur til
þess að nýta sama landið, sem best væri fallið til
skógræktarinnar eða: það gæti orðið dýrt — og
þar með óhagkvæmt — að nýta auðlindina (til
dæmis gengur ágætlega að rækta grænmeti í
Sahara, ef hægt er að bera á og vökva. En þessi
auðlind er ekki nýtt vegna þess að þetta hvort
tveggja er of dýrt).
Flugtakið „þróunarland“ getur þannig falið í
sér mismunandi merkingu. Lítum t.d. á eftirfar-
andi lýsingu á ástandi í þróunariandi:
„Næstu aldir voru myrkar og erfiðar og ollu því
margir örlagaríkir atburðir. Drepsóttir eins og
bóla herjuðu 1306, 1347-48, 1431, 1510-12, 1555,
1616 og 1707. Þetta síðasta ár dó fjöldi fólks,
kannski þriðjungur þjóðarinnar. Pestin 1402-
1405 lagði líka þriðjung þjóðarinnar í gröfina.
Margs kyns óáran bættist við, eins og kólnandi
40
ÁRSRIT SKÓGR.CKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987