Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Side 51
Landgrœðsluskógur.
miklu milli héraða og landshluta og eftir landslagi
og jarðgrunni (klöpp eða laus jarðlög), eins og
áður er á minnst.
Að þessu leyti er jarðvegurinn ákvarðandi fyrir
möguleika í skógrækt. Trjátegundir gera ákaflega
mismiklar kröfur til jarðraka. Þcssi eigind jarð-
vegsins segir okkur þannig fyrir, hvers konar skóg
má rækta hér og þar. Eftir því getum við þurft að
setja markmið í ræktuninni.
Gróðurlendi er næsti þáttur náttúrufars, sem
gefa þarf gaum, en er að nokkru ákvarðað af
jarðvegi og landslagi eins og hér var rakið.
Það þekur nú um 25 þús, km2, en var ekki
minna en 60 þús. km2 fyrir landnám.
Birki þekur nú 1.250 km2, en a.m.k. 25 þús.
km2 fyrir landnám.
Birkilendið er hámarksgróður í flóru ísiands á
þurrlendi. Birkilendið er nú aðeins svipur hjá
sjón þess, sem áður var. Um 80% þess er
lágvaxið kræklukjarr undir 2 m á hæð, en aðeins
1,7% skógur 8-12 m hár. Á 1. mynd er sýnd
núverandi útbreiðsla birkis.
Af öllum íslenskum gróðri er birkið besta
jarðvegsverndin, en birkiskógarjarðvegurinn er
líka viðkvæmur fyrir rofi, ef trjálaginu er svipt
burt. Hann hefir það umfram jarðveg í öðrum
gróðurlendum utan mýra, að hann er óþreyttur.
Það sannast á því, að botngróður í birkilendi
eykst skjótt við friðun frá beit. Birkiskógarjarð-
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
vegurinn er lausari en jarðvegur á skóglausu
landi. Það merkir, að í honum er meira loft en í
graslendisjarðvegi. Birkiskógarjarðvegur er ríkur
af lífrænum efnum, sem eru mikilvæg næring
plöntum.
Auka má birkilendið með friðun frá beit einni
saman. Með því verða landgæði endurheimt. En
afturkoma birkis við friðun tekur víða langan
tíma. Það fer m.a. eftir því, hvort birkirætur
leynast lifandi í jörðu og hvort fræ getur borist úr
nálægum birkiskógi eða -kjarri.
Á ýmsum stöðum á landinu má sjá glæsileg
dæmi um endurheimt birkis við friðun frá beit.
Upptalning á þeim stöðum er þáttur, sem ekki
verður skrifaður hér.
Veðurfar mótar ræktunarskilyrðin fyrir tré
meira en nokkuð annað. Hitastigið skiptir mestu
máli. Þvínæst vindurinn, sem aftur veldur miklu
um hitastigið. Úrkoma skiptir líka miklu máli, þó
minna en hitastig og vindur hér á íslandi.
Úrkoma er samt of lítil yfir vaxtartímann í
sumum innsveitum norðan- og austanlands og
getur takmarkað vöxt sumra trjátegunda.
Ræktunarskilyrði skógar — einkum erlendra
trjátegunda — eru háð þessum veðurfarsþáttum.
Á 2. mynd er kort, sem sýnir ræktunarskilyrði
erlendra trjátegunda. Það sýnir að sjálfsögðu
aðeins stærstu drættina, er frumsmíð sem vafa-
laust á eftir að breytast eitthvað með frekari
49
4