Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 51

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 51
Landgrœðsluskógur. miklu milli héraða og landshluta og eftir landslagi og jarðgrunni (klöpp eða laus jarðlög), eins og áður er á minnst. Að þessu leyti er jarðvegurinn ákvarðandi fyrir möguleika í skógrækt. Trjátegundir gera ákaflega mismiklar kröfur til jarðraka. Þcssi eigind jarð- vegsins segir okkur þannig fyrir, hvers konar skóg má rækta hér og þar. Eftir því getum við þurft að setja markmið í ræktuninni. Gróðurlendi er næsti þáttur náttúrufars, sem gefa þarf gaum, en er að nokkru ákvarðað af jarðvegi og landslagi eins og hér var rakið. Það þekur nú um 25 þús, km2, en var ekki minna en 60 þús. km2 fyrir landnám. Birki þekur nú 1.250 km2, en a.m.k. 25 þús. km2 fyrir landnám. Birkilendið er hámarksgróður í flóru ísiands á þurrlendi. Birkilendið er nú aðeins svipur hjá sjón þess, sem áður var. Um 80% þess er lágvaxið kræklukjarr undir 2 m á hæð, en aðeins 1,7% skógur 8-12 m hár. Á 1. mynd er sýnd núverandi útbreiðsla birkis. Af öllum íslenskum gróðri er birkið besta jarðvegsverndin, en birkiskógarjarðvegurinn er líka viðkvæmur fyrir rofi, ef trjálaginu er svipt burt. Hann hefir það umfram jarðveg í öðrum gróðurlendum utan mýra, að hann er óþreyttur. Það sannast á því, að botngróður í birkilendi eykst skjótt við friðun frá beit. Birkiskógarjarð- ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987 vegurinn er lausari en jarðvegur á skóglausu landi. Það merkir, að í honum er meira loft en í graslendisjarðvegi. Birkiskógarjarðvegur er ríkur af lífrænum efnum, sem eru mikilvæg næring plöntum. Auka má birkilendið með friðun frá beit einni saman. Með því verða landgæði endurheimt. En afturkoma birkis við friðun tekur víða langan tíma. Það fer m.a. eftir því, hvort birkirætur leynast lifandi í jörðu og hvort fræ getur borist úr nálægum birkiskógi eða -kjarri. Á ýmsum stöðum á landinu má sjá glæsileg dæmi um endurheimt birkis við friðun frá beit. Upptalning á þeim stöðum er þáttur, sem ekki verður skrifaður hér. Veðurfar mótar ræktunarskilyrðin fyrir tré meira en nokkuð annað. Hitastigið skiptir mestu máli. Þvínæst vindurinn, sem aftur veldur miklu um hitastigið. Úrkoma skiptir líka miklu máli, þó minna en hitastig og vindur hér á íslandi. Úrkoma er samt of lítil yfir vaxtartímann í sumum innsveitum norðan- og austanlands og getur takmarkað vöxt sumra trjátegunda. Ræktunarskilyrði skógar — einkum erlendra trjátegunda — eru háð þessum veðurfarsþáttum. Á 2. mynd er kort, sem sýnir ræktunarskilyrði erlendra trjátegunda. Það sýnir að sjálfsögðu aðeins stærstu drættina, er frumsmíð sem vafa- laust á eftir að breytast eitthvað með frekari 49 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.