Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 54

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 54
í þessum kafla hafa verið ræddar í mjög stórum dráttum forsendur fyrir skógrækt, sem byggjast á náttúrufari. í því sambandi verður að minna lesendur rækilega á, að útbreiðsla náttúrlegs birkigróðurs segir ekkert um skilyrði til skógræktar. íslenska birkið getur dregið fram lífið sem lágvaxið kræklukjarr við ákaflega erfið vaxtarskilyrði. Á það við bæði um jarðveg og loftslag. Nægir að minna á, að það finnst í allt að 600 m hæð y.s. og á mjög rýrum jarðvegi niðri við sjávarmál, þar sem veðurharka er mikil og víða á Vestfjörðum vex skriðult birkikjarr upp undir brúnir í fjöllun- um, 3-400 m y.s. Á slíkum svæðum getur það vart orðið nema iágvaxið kjarr, en hefir reginþýðingu til verndar jarðvegi og myndar vistkerfi, sem er hliðstætt hávöxnum birkiskógi. Slíkan skóg er að finna, þar sem jarðvegur er góður og alllangt frá sjó. TÆKNILEGIR MÖGULEIKAR Trjátegundir og kvæmi. Skógrækt byggist á því, að við eigum trjátegundir og kvæmi af þeim til þess að ná þeim markmiðum, sem ræktuninni eru sett: - sem standast íslenska veðráttu — íslenskar ög innfluttar — óháð vaxtarhraða, - sem þurfa að hafa lágmarksvaxtarhraða til viðarframleiðslu í þeim landshlutum, þar sem viðrar til þess. Að því er síðara atriðið varðar er þessi skýring: Lágmarkskrafa um vöxt ræktaðs skógar til viðarframleiðslu er 3 mVha/ári að meðaltali í einni vaxtarlotu (70-120 ár). Á norðurslóðum telja menn unnt að nýta náttúrlegan skóg, sem vex aðeins 1 m3/ha/ári (Noregur, Kanada, Sovétríkin t.d.). En þetta er skógur, sem nýttur er sem hlunnindi, og engu kostað til ræktunar. Hann getur verið mun eldri en ræktaður skógur er látinn verða. Hugum næst að því, hve margar trjátegundir koma til greina í skógrækt, eins og þekking okkar er nú: Þrjár íslenskar trjátegundir má nota í skógrækt (ekki þó til viðarframleiðslu): Birki, reyni, blæösp, auk víðitegunda. Eitt hundrað erlendar trjátegundir hafa verið reyndar og yfir 600 kvæmi af þeim. Um 20 þeirra Nytjaskógur. a.m.k. má nota í ýmiss konar skógrækt. Einar 10 gætu komið til greina í viðarframleiðslu, en einkanlega þó 5. Þessar tegundir og kvæmi af þeim eru sóttar til ýmissa heimshluta á norður- hveli jarðar. Mynd 3. gefur gróft yfirlit um það. Ræktunartækni. Aðferðir við - uppeldi plantna, - ræktun skógar og - meðferð hans verða í aðalatriðum að teljast á valdi íslenskra skógræktarmanna, en eru í sífelldri þróun. Eldri skógræktarmenn hafa öðlast dýrmæta reynslu í starfi og reyna eftir megni að fylgjast með nýj- ungum erlendis, en ungir menn koma um þessar mundir heim frá námi í ýmsum skógræktar- löndum og bera með sér nýja strauma. Við tökum þátt í og njótum góðs af tæknilegri sam- vinnu við skógvísindamenn á Norðurlöndum. Fjárhagslegur stuðningur frá ráðheiranefnd Norðurlanda gerir okkur þetta kleift. Það er 52 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.