Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Side 57
þessu, en ég heid samt, að í reynd sé skipting af
þessu tagi líkleg. í nágrannalöndum okkar er
þetta svona í aðalatriðum. Á síðustu missirum,
eftir að farið var hér á landi að horfa í alvöru á
skógrækt sem kost í atvinnuuppbyggingu sveit-
anna sem mótvægi gegn minnkandi kvikfjárrækt,
hafa ýmsir haldið því fram, að nytjaskógrækt ætti
að vera í höndum bænda. Slíkt myndi aldrei
gerast nema með miklu fjárframlagi ríkisins, eins
og dæmi eru um í nálægum löndum. Hins vegar
hefir ríkið sjálft forystu í ræktuninni í þessum
löndum þegar um nýskógrækt er að ræða. Besta
dæmi um þetta er frá Skotlandi, þar sem verið er
að rækta upp skóg á ný, þar sem honum hafði
næstum verið eytt. Það er bjargföst trú mín, að
hér á íslandi verði ríkið að vera forystuaðili í
ræktuninni. Enda eðlilegt, að ríkið telji skynsam-
legt að eiga uppskeruna, þegar það kostar hvort
sem er ræktunina að nær öllu leyti.
Hvernig á að ná markmiðum?
Hvort sem skógrækt verður stunduð í litlum
eða ríkum mæli — það fer eftir áhuga þjóðarinnar
og pólitískum vilja stjórnvalda — verða
æskilegustu vinnubrögð til þess að ná settum
markmiðum eins og nú skal greina:
Undirbúningur ræktunar á að hefjast með
- könnun landkosta, sem felst í gerð skógrækt-
arkorta, þar sem gróðurhverfi og jarðvegur
eru greind og landslagi lýst,
- rannsóknum á trjátegundum og kvæmum,
sem henta
- á hinum ýmsu veðurfarssvæðum,
- á mismunandi jarðvegi,
- rannsóknum á ræktunaraðferðum,
þessar rannsóknir eru nauðsynlegar, hvert
sem markmiðið er með ræktuninni,
- rannsóknum á meðferð skógar (áburðargjöf,
grisjun, vörnum gegn meindýrum og
sveppum),
- rannsóknum á skógarhöggi og flutningum
hráefnis úr skógi á vinnslustað,
- rannsóknum á nýtingu afurða.
Pessi tvö síðustu atriði eiga við, þegar mark-
miðið er ræktun nytjaskógar.
Skógræktaráætlanir eru síðan gerðar. Þær
- byggjast á könnun landkosta og rannsókn-
um, sem taldar voru hér að ofan,
- segja fyrir um, hvernig megi ná markmiðum,
- fela í sér forsögn um
- tíma,
- kostnað - tekjur,
- aðföng (fjármagn, mannafla),
- eru vinnubrögð framtíðarinnar, sem hér er
nú verið að byrja á fyrir alvöru og eru í
rauninni fyrst nú möguleg með okkar litla
mannafla vegna tilkomu tölvutækni.
Vinnubrögð í skógrækt á íslandi hingað til
- hafa verið ein stór tilraun, sem þó hefir fært
heim sanninn um, að ég get nú fullyrt, að
skógrækt skili árangri, ef menn setja sér
markmið, sem eru við hæfi á hverjum stað,
enda þótt hún hafi ekki byggt á þeim undir-
búningi, sem lýst var hér að framan né
heldur á skógræktaráætlunum,
- hafa því kostað ýmisleg mistök og iðulega
vonbrigði, en
- hafa samt í miklu fleiri tilvikum leitt í ljós
óvæntan og oft óskiljanlegan árangur, sem
veitir skógræktarmönnum á íslandi þá til-
finningu og færir þeim þá vissu, að þeir geti
- gefið íslandi nýja ásýnd og
- fært hluta af því úr tötrum í skrúðklæði.
Ljósmyndir: Sigurður Blöndal.
ARSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
55