Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 57

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 57
þessu, en ég heid samt, að í reynd sé skipting af þessu tagi líkleg. í nágrannalöndum okkar er þetta svona í aðalatriðum. Á síðustu missirum, eftir að farið var hér á landi að horfa í alvöru á skógrækt sem kost í atvinnuuppbyggingu sveit- anna sem mótvægi gegn minnkandi kvikfjárrækt, hafa ýmsir haldið því fram, að nytjaskógrækt ætti að vera í höndum bænda. Slíkt myndi aldrei gerast nema með miklu fjárframlagi ríkisins, eins og dæmi eru um í nálægum löndum. Hins vegar hefir ríkið sjálft forystu í ræktuninni í þessum löndum þegar um nýskógrækt er að ræða. Besta dæmi um þetta er frá Skotlandi, þar sem verið er að rækta upp skóg á ný, þar sem honum hafði næstum verið eytt. Það er bjargföst trú mín, að hér á íslandi verði ríkið að vera forystuaðili í ræktuninni. Enda eðlilegt, að ríkið telji skynsam- legt að eiga uppskeruna, þegar það kostar hvort sem er ræktunina að nær öllu leyti. Hvernig á að ná markmiðum? Hvort sem skógrækt verður stunduð í litlum eða ríkum mæli — það fer eftir áhuga þjóðarinnar og pólitískum vilja stjórnvalda — verða æskilegustu vinnubrögð til þess að ná settum markmiðum eins og nú skal greina: Undirbúningur ræktunar á að hefjast með - könnun landkosta, sem felst í gerð skógrækt- arkorta, þar sem gróðurhverfi og jarðvegur eru greind og landslagi lýst, - rannsóknum á trjátegundum og kvæmum, sem henta - á hinum ýmsu veðurfarssvæðum, - á mismunandi jarðvegi, - rannsóknum á ræktunaraðferðum, þessar rannsóknir eru nauðsynlegar, hvert sem markmiðið er með ræktuninni, - rannsóknum á meðferð skógar (áburðargjöf, grisjun, vörnum gegn meindýrum og sveppum), - rannsóknum á skógarhöggi og flutningum hráefnis úr skógi á vinnslustað, - rannsóknum á nýtingu afurða. Pessi tvö síðustu atriði eiga við, þegar mark- miðið er ræktun nytjaskógar. Skógræktaráætlanir eru síðan gerðar. Þær - byggjast á könnun landkosta og rannsókn- um, sem taldar voru hér að ofan, - segja fyrir um, hvernig megi ná markmiðum, - fela í sér forsögn um - tíma, - kostnað - tekjur, - aðföng (fjármagn, mannafla), - eru vinnubrögð framtíðarinnar, sem hér er nú verið að byrja á fyrir alvöru og eru í rauninni fyrst nú möguleg með okkar litla mannafla vegna tilkomu tölvutækni. Vinnubrögð í skógrækt á íslandi hingað til - hafa verið ein stór tilraun, sem þó hefir fært heim sanninn um, að ég get nú fullyrt, að skógrækt skili árangri, ef menn setja sér markmið, sem eru við hæfi á hverjum stað, enda þótt hún hafi ekki byggt á þeim undir- búningi, sem lýst var hér að framan né heldur á skógræktaráætlunum, - hafa því kostað ýmisleg mistök og iðulega vonbrigði, en - hafa samt í miklu fleiri tilvikum leitt í ljós óvæntan og oft óskiljanlegan árangur, sem veitir skógræktarmönnum á íslandi þá til- finningu og færir þeim þá vissu, að þeir geti - gefið íslandi nýja ásýnd og - fært hluta af því úr tötrum í skrúðklæði. Ljósmyndir: Sigurður Blöndal. ARSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.