Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 62

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 62
RÁÐSTÖFUN FJÁRMAGNS TIL SKÓG- RÆKTAR AUK LANDGRÆÐSLUÁÆTL- UNAR 1970—1987 E3 Landgræðsluáætlun □ Skógrækt ríkisins B£ Skógræktarfélög og án Skógræktar ríkisins Skógrækt Reykja- víkur Millj.kr. á verðlagi í ársbyrjun 1987 250 _ir___.rLi.a.u.L^.L^—i— ,-i.........i. 1970 1972 1974 1976 1978 1980 1982 1984 1986 *Tölur fyrir Skógrækt ríkisins, skógrœktarfélög og Skógrœkt Reykjavikur árið 1986 eru bráðabirgðatölur. 1987 eru tölur fyrir Skógrækt ríkisins og Landgræðslu- áœtlun fjárlagatölur og um áœtlun er að ræða hvað skógræktarfélög og Skógrækt Reykjavíkur varðar. FELST ARÐUR í SKÓGRÆKT? Athugun var gerð á vegum svokallaðrar fram- tíðarnefndar um arðsemi skógræktar í stórum stíl. Þar er m.a. komið inn á fjárhagslega arðsemi annars vegar og svo þjóðhagslega hins vegar. En hér þarf að draga skýr mörk á milli. Með leyfi höfunda hef ég fengið aðgang að gögnum og ætla að draga fram nokkur valin atriði úr umfjöllun þeirra. Það sem þar segir lýtur beinlínis að hugmyndum um stórfellda skógrækt í ábataskyni. í utreikningum er gert ráð fyrir tvítegunda nytjaskógi, grenis og aspar. Miðað er við að hvor skógur fyrir sig verði byggður upp með 300 ha. gróðursetningu árlega, asparskógurinn í 35 ár og greniskógurinn í 100 ár. Að þeim tíma liðnum yrðu um 105 ferkm. undir asparskógi og um 300 ferkm. undir greniskógi. Á grundvelli upplýsinga um vaxtarhraða hvorrar tegundar er álitið að hæfilegur tími fyrir skógarhögg aspar sé eftir 35 ár og grenis að 80-100 árum liðnum. Nokkrar afurð- ir falla þó til áður vegna grisjunar. Arðsemis- reikningar miðast við um 200 ára tímabil. Það jafngildir 6 asparlotum og 2 grenilotum. Skógrækt sem þessi mun ávallt kalla á töluvert fjármagn meðan verið er að koma upp skóginum. Álit höfunda er að árlega þurfi að leggja fram 60- 80 milljónir króna fyrstu 35 árin. Á ári hverju jafngildir þetta um 0,5% af allri fjárfestingu landsmanna. Einstaklingum hefur svo sem ekki hrosið hugur við að festa svo mikið fé í hótelum, fiskeldi eða annarri starfsemi væri það líklegt til að skila ávöxtun. Fjárhæðin sem bundin yrði í skóginum fram til þess tíma að skógarhögg hæfist er aftur á móti dálagleg eða um 2,5 milljarðar króna. Fáum við fjárhagslega ávöxtun á þessu fé sem við fellum okkur við? Það er stóra spurn- ingin. Niðurstöður athugunarinnar benda til þess að ávöxtunin gæti verið um 2,5-3,0% á ári þegar litið er yfir 200 ára tímabil, með allri þeirri óvissu sem um svo langt tímabil ríkir. Ávöxtunin er ekki svo slæm en hún gæti verið hærri. Við mat á arðsemi fjárfestingar má ekki aðeins líta á það hvort ávöxtun er jákvæð. Við verðum fyrir alla muni að bera saman þá ávöxtunarkosti sem standa til boða. í nýjum atvinnugreinum eins og fiskeldi og loðdýrarækt liggja nú þegar umtals- verðir fjármunir. í fiskeldi hafa landsmenn fjár- fest um 6-700 milljónir króna og í loðdýrarækt fyrir töluvert háar upphæðir. í fiskeldinu er gerð mjög há krafa um arðgjöf eða á bilinu 20-25%. Svo há arðkrafa er m.a. skýrð með mikilli áhættu í eldinu. í opinberri starfsemi eins og vegagerð er miðað við arðgjöf er nemi 6%, þó svo að allir vegir séu ekki lagðir eftir þeirri formúlu. Aðalatriðið er það að okkur er gjarnt að taka þann kostinn sem færir okkur skjótfenginn arð þó svo hann þurfi ekki að vera sá mesti þegar til lengri tíma er litið. Þetta er skiljanlegt ef við höfum það í huga að þjóðin er meira fyrir það að taka áhættu um skjótfenginn gróða, og hann mikinn, heldur en að koma upp höfuðstól sem skilar jöfnum og traustum tekjum. Þetta á sér- staklega við um skógrækt. Ég gat um það áður að nýrri atvinnustarfsemi fylgir alltaf nokkur áhætta. Því minni því betra. Að fá uppskeru af skógrækt eftir 35 ár er býsna löng bið. Eitt er áhætta í ríki náttúrunnar eins og sjúkdómar og skorkvikindi, að ógleymdu kulda- kasti eins og var 1963. Atriði sem þessi geta á augabragði eyðilagt margra ára starf en gegn 60 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.