Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Side 64
gefur mér tilefni til að segja það, annað en sjálfur
vaxtartími trjánna. Samfélagsgerðin er stöðugt að
breytast, vinnutími er 40 stundir á viku núna en
hann gæti þess vegna verið kominn niður í 20
stundir eftir 50 ár og e.t.v. fyrr. Tíminn í tilveru
einstaklingsins fær þannig allt annan tilgang. Pví
held ég í rauninni að allir verðmiðar á vinnu,
vélum, plægðum viði eða óplægðum svo eitthvað
sé nefnt hafi takmarkaða þýðingu fyrir umfjöllun
um skógrækt og eigi ekki að beita til þess að
ákveða hvort hefja skuii hér skógrækt eða ekki.
Það eru ræktunarskilyrði og trú manna á það efni
sem í trjánum vex auk ráðstöfunar lands sem allt
málið veltur á.
Aðrir þættir mæla eindregið með því að skóg-
rækt og skógræktarstarf verði eflt í landinu. Þar á
ég við huglæga þætti eins og fegrun iands, bætta
aðstöðu til útivistar og e.t.v. skyldu okkar að
bæta fyrir fyrri not af landinu. Ég held jafnframt
að sumarhúsabyggð, hvort sem hún verður í
núverandi formi eða ekki, muni aukast. Ef við
líkjumst frændum okkar í nálægum löndum þá
hefur ásókn í athvarf í náttúrulegu umhverfi vaxið
í réttu hlutfalli við aukna veimegun og aukinn
frítíma. Allt mun þetta feia í sér nytjar, þjóðhags-
legar nytjar, sem ég geri ekki tilraun til að meta í
prósentum eins og fjárhagslega arðsemi. En ég
held að hún sé há.
Hér stendur hnífurinn e.t.v. í kúnni því skóg-
rækt með fjárhagslegan arð að markmiði og
skógrækt til þess að bæta landið er tvennt ólíkt.
Finnst ásættanlegur meðalvegur þannig að lönd
séu valin, skipulögð og ræktuð skógi með þarfir
íbúanna í huga og einnig hitt að í fyllingu tímans
megi fella skóg með peningalegan hag í huga þá
er ég sáttur við hugtakið „efnislegar nytjar" en
það hefur valdið mér nokkrum heilabrotum. Ég
legg ótvírætt meira upp úr fyrra atriðinu heldur
en því síðara.
AÐ HVERS KONAR SKÓGRÆKT BER
AÐ STEFNA?
Fyrir þann sem ekkert veit um skógrækt annað
en það sem hún amma mín sagði mér, eins og
skáldið sagði, þá las ég til undirbúnings máli mínu
erindi eftir Vilhjálm Lúðvíksson sem flutt var á
skógræktarþingi fyrir ári síðan. Þar dró hann fram
á mynd samhengi hlutanna: markmið skóg-
ræktar, trjátegundir, samstarfsaðila og ræktunar-
aðferðir. Með svipuðum hætti hefi ég sett inn
atriði eins og markmið og kröfur til skógræktar-
innar, það fé sem leggja skal í starfið og fjár-
mögnun og umfang.
Tilgangurinn með skógræktinni hlýtur að ráða
mjög miklu um það hvernig hana á að skipuleggja
og fjármagna, hvaða kröfu á að gera til starfsem-
innar og hvað umfangsmikil hún á að vera,
samanber eftirfarandi yfirlitsmynd.
LOKAORÐ
Þá er komið að því að draga saman og álykta út
frá orðum mínum.
Umræða um skógrækt sem hluta af almennri
landvernd stendur á krossgötum um þessar
mundir. Við teljum okkur hafa í höndunum
fjöregg þótt smátt sé. Samfélagsaðstæður eru nú
aðrar en oft áður og þekkingu og færni teljum við
okkur ekki skorta. Landeigendur hafa að vísu
fram á síðustu ár talið hag sínum betur borgið
með því að nýta lendur sínar til hefðbundins
búskapar og einungis valdar skákir hafa verið
ætlaðar til sumarbústaða og afþreyingar fyrir þá
sem á mölinni búa. Ég held að mál sem krefst
slíkrar framsýni og skógrækt gerir þurfi gagnrýna
skoðun og umfjöllun í víðasta samhengi. Ég hef
efasemdir um að í landinu skuli hefja skógrækt
sem byggist á rökum um arðvænlega atvinnustarf-
semi í venjubundnum skilningi þess orðs. Fjár-
hagsleg verðmæti eru eitt og þjóðhagsleg annað.
Ég er þeirrar skoðunar að fjárhagslegur ávinning-
ur af skógrækt sé reistur á mjög umdeilanlegum
forsendum. Ég deili ekki um lífrænar aðstæður til
skógræktar, til þess skortir mig þekkingu. Og um
notkun á landinu held ég að verði keppt. Því er
nú einu sinni þannig varið að mörg þau lönd sem
best eru til skógræktar fallin eru jafnframt ákjós-
anlegustu búskaparsvæðin. Því má ekki gleyma í
framtíðarsýn sem skógrækt er, að þó svo mat-
vælaframleiðsla sé ekki arðvænleg starfsemi nú á
tímum þarf það ekki að vera um aldur og ævi.
Örlítil sveifla í hita getur t.d. valdið því að land
verði enn eftirsóttara en það er nú til kvikfjár-
ræktar. Þá er ekki úr vegi að hafa f huga að
tilfinning manna er einnig með þeim jarðarbúum
sem hvorki hafa til hnífs né skeiðar.
Ég virði allar tilraunir til þess að meta fjárhags-
62
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987