Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 67
VILHJÁLMUR LÚÐVÍKSSON
Markmið skógræktar
INNGANGUR
Vorið 1979 var ég í lest á leið frá Stokkhólmi til
Örebro í Suður-Svíþjóð að hitta bróður minn og
fjölskyldu hans, sem þar bjó þá.
Leiðin lá í gegnum mikinn birkiskóg. Það
stirndi á bústna, hvítberkta stofnana í síðdegissól-
inni og dökkar brumþrútnar greinar teygðu sig,
grannar og þokkafullar, upp í himininn hátt yfir
lestarteinana, sitt hvorumegin við sporið. Par
sem sólargeislar náðu niður í skógarbotninn glitti
í nýútsprungnar skógsóleyjar á milli slitranna af
snjó sem nýlega hafði fallið, en bráðnaði ört í
vorblíðunni. Vorskógurinn var að vakna og ég
teygaði ímyndaðan, höfgan ilm inn um lokaða
lestargluggana.
í þessari stemningu fór ég eins og oft áður að
velta fyrir mér, af hverju við íslendingar værum
ekki fyrir löngu búnir að kynbæta birkið okkar og
koma okkur upp stofnum af fagurlimuðu hvít-
stofna og beinvöxnu birki til nota fyrir hina
mörgu áhugasömu frístundaræktarmenn sem,
eins og ég og tengdafaðir minn, eru áð reyna að
koma upp skjólríkum og fjölbreytilegum skógi til
að mýkja línur landsins og græða upp örfoka og
sundurrofið landið í kringum okkur.
„Af hverju í andskotanum hafði Skógræktin
ekki gert eitthvað í ræktun birkisins, þessarar
dýrlegu trjátegundar, sem þrátt fyrir allt er bæði
harðger og nægjusöm, er kurteis og vinsamleg
öðrum gróðri og drepur ekki allt undir sér eins og
helvítis barrtrén," hugsaði ég! — Svo reif ég upp
blýant og blokk úr töskunni og skrifaði vini
mínum Sigurði Blöndal innblásið skammabréf.
„Nú yrði hann, sko, nýorðinn skógræktarstjóri
landsins, að gera eitthvað í málinu og hætta
Pað stirndi á bústna, hvít-
berkta stofnana í síðdegis-
sólinni ...
65
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
5