Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 71
Þriðja umhugsunaratriðið er, að miðað við
þann viðarvöxt, sem hér hefur mælst, má rækta
allan þann trjávið, sem við þurfum, á um 400
ferkílómetrum lands og þegar jafnvægi er komið
á skógarhögg og nýgræðslu, þarf aðeins að um-
setja nálægt 6 ferkílómetra á ári. Þegar hugsað er
til þess að hér á landi er um 14.000 km2 af algrónu
ræktarlandi undir 200 m hæð yfir sjó, og aðeins
1/10 hluti þess, 1400 ferkílómetrar, undir ræktun í
dag, er erfitt að skilja af hverju við erum ekki
löngu byrjaðir á nytjaskógrækt af alvöru og af
hverju verið er að blanda nytjaskógrækt saman
við þá hugsjón að klæða landið skógi? Að rækta
skóg til innanlandsnota með arðsemi í huga hefur
nákvæmlega ekkert að gera með skóggræðslu á
65 stöðum út um allt land! Það er hreina bull!
Nú liggur fyrir samkvæmt mælingum Hauks
Ragnarssonar að besta skógræktarlandið á ís-
landi er um 3000 ferkílómetrar.
Langmestur hluti þess er í uppsveitum Árnes-
sýslu, þar sem jarðvegur, jarðraki og iofthiti
leggjast á eitt til að skapa hagstæð skilyrði. Á
þessu svæði mætti án efa rækta allan nytjaskóg
sem við þurfum, án árekstra við önnur Iandnot og
til stórkostlegra hagrænna áhrifa á þessu svæði.
Fyrir utan vaxtarskilyrðin er nálægðin við jarð-
hita og aðalmarkaðssvæði landsins mjög mikil-
vægt hagræðingaratriði, sem auðvelt er að sýna
fram á að auki hagkvæmni skógræktar og timbur-
iðnaðar á þessu svæði.
Athugun, sem Edgar Guðmundsson verkfræð-
ingur, Einar Gunnarsson skógtæknifræðingur og
Ragnar Árnason lektor hafa nýlega gert að ósk
Framtíðarnefndar forsætisráðherra í samvinnu
við S.R. og Iandbúnaðarráðuneytið, sýnir, að því
er ég hygg, í fyrsta sinn, hvað við er átt þegar sagt
er að nytjaskógrækt geti verið hagkvæm, og
hvaða forsendur séu því til grundvallar.
Nytjaskógrækt í eiginlegri merkingu getur
þannig verið ræktun 400 ferkílómetra skóglendis
af t.d. sitkagreni og alaskaösp eða tegundum sem
uppfylla viðartæknilegar kröfur, á mesta vildar-
svæði landsins til skógræktar, í nálægð við mark-
að og orku til viðariðnaðar. Þetta kostar um 60—
80 milljónir á ári í fjárfestingu og getur farið að
standa undir sér eftir 35 ár. Þessi fjárfesting gefur
svo af sér 2,5—3,0% raunvexti. í þetta verkefni
fóru á árinu 1984 í raun aðeins 297 þús. kr. af 22,3
m.kr. fjárveitingu til Skógræktar ríkisins eða
1,3%. Þetta erí mínum huga einungis starfsemin í
Haukadal!
En hvað þá um allt hitt? Er það þá einskis
virði? Nei sannarlega ekki. En það er bara ekki
nytjaskógrækt á arðsemismælikvarða — og þarf
ekki að vera það. Um tvö markmið er að ræða —
annars vegar landgræSslu og auðgun gróður-
lendis, en hins vegar umhverfis- og útivistarskóg-
rækt. Þetta getur að nokkru leyti farið saman en
ekki að öllu leyti — og það fer ekki nema að mjög
takmörkuðu leyti saman við nytjaskógrækt. Ein-
hæfur nytjaskógur sem ræktaður er með hag-
kvæmustu tækni við jarðvinnslu og umhirðu í
huga er ekki aðlaðandi umhverfi nema með því
skjóli sem hann getur skapað á opnum svæðum í
nágrenni sínu. Nytjaskógrækt er heldur ekki
álitlegt að stunda á landeyðingarsvæðunum. í
... sem virkilega gæti gefið úrvals vöxt...
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
69