Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Side 78

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Side 78
Lerkikollur. Mynd H. Hg. 26.08.1986. hnúf, og springur barðið þá oftast. Hann er þakinn af gulbrúnni háraklæðningu, sem oft myndar fíngerðar flösur utantil og á barðinu, þegar sveppurinn eldist. Liturinn er nokkuð mis- munandi eftir vaxtarstöðum, eða allt frá ljósgul- brúnu yfir í dökkgul-rauðbrúnt, en í sprungum grisjar í gulhvítt hattholdið. Fanirnar allbreiðar, fremur gisnar, oftast bug- stafa með dálítilli staftönn, en stundum nærri alstafa, ljósgular (gulhvítar) fyrst, en verða síðan dökkgular eða ljósgulbrúnar og fá oft brúna eða rauðbrúnleita bletti með aldrinum, einkum næst egginni. Stafurinn 5-10 (15) cm langur, með svipuðum lit og hatturinn, nema gulhvítur og fínmélugur efst, og oft með vatnsdropum, en neðar er hann alsettur dökkgulbrúnum eða allt að rauðbrúnum flösum, sem grisjar þó á milli ofantil, en þekja hann alveg neðantil og eru þar líkari háraklæðn- ingu hattsins. Fóturinn oftast dálítið gildari, dökkrauðbrúnn, stundum með gulbrúnum ullhár- um, holur á eldri eintökum. Holdið nærri hvítt í fyrstu, þó oftast brúnleitt næst hatthúðinni, síðar gulbrúnleitt á blettum eða grábrúnt (vatnslitað), jafnvel rauðbrúnt í fætin- um. Lykt dauf, stundum þó dálítið rykkennd, bragð dauft eða aðeins biturt. Gróin hvít, breiðegglaga 4,5-6 x 3-4,5 mikron, slétt. Þumlur lítið áberandi. Vex í grasi og mosa í nánd við lerki (Larix spp.), oftast nokkur eintök saman. íslensku eintökin af þessum svepp virðast vera dæmigerð að flestu leyti, nema gróin eru ívið minni en oftast er upp gefið. Tegundin mun vera algeng og útbreidd um allan hinn gamla heim, þar sem lerki er upprunalegt eða hefur verið gróður- sett. Hún er þekkt í Suður- og Vestur-Noregi og í Þrændalögum norður til Namsos, en í Svíþjóð talin heldur sjaldgæf. Getur það bent til þess að hún sé fremur suðræn í eðli sínu, og þurfi því góðan sumarhita til að ná aldinþroska. Latneska heitið psammopus þýðir eiginlega sandfótur, og höfðar til hins flösótta stafs svepps- ins, sem er eitt helsta einkenni hans, og skilur hann frá flestum öðrum Tricholoma-tegundum. Líklegt er að þessi sveppur eigi eftir að skjóta upp kollinum víðar hér á landi, einkum austan- og sunnanlands, og eru skógræktarmenn hér með beðnir að hafa auga með honum og tilkynna undirrituðum nýja fundarstaði. Þess má að lokum geta, að lerkikollur er ekki talinn nothæfur til matar, en þó er ekki vitað til að hann sé neitt eitraður. Hér má bæta við, að nokkrar aðrar Tricho- /oma-tegundir eru þekktar hér á landi, og vaxa þær yfirleitt aðeins í skógum eða kjarrlendi, enda líklega tengdar birki eða öðrum trjátegundum. Algengust þeirra er birkikollurinn (Tricholoma 76 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.