Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 81

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 81
DON HINRICHSEN Mengun og hnignun skóga Skógadauði er þegar vel þekkt fyrirbæri. Þrátt fyrir það hefur lítið verið gert til þess að takast á við þetta vandamál. Stafar það m.a. af því að vís- indamenn eru ekki sammála um það hver frum- orsök hans sé. Að minnsta kosti sex mismunandi kenningar hafa verið settar fram og verður fjallað um þær hér. Það er viðurkennd staðreynd að skógum í Evrópu og N.-Ameríku hefur hnignað. Svo virð- ist sem mengun svo og eðlilegt álag, þar með talið veðurfar og sjúkdómar, ógni skógum í Evrópu. Nýjar rannsóknir benda til að sömu ástæður séu fyrir hnignun barrskóga á hálendissvæðum í austanverðri N.-Ameríku. Þrátt fyrir rannsóknir V.-Þjóðverja á undanförnum árum hefur ekki tekist að komast að frumorsök skógadauðans og a. m. k. sex kenningar eru uppi um hver frumor- sök hans sé. Allar þessar kenningar eiga þó sameiginlega ákveðna grunnþætti: — Eins og krabbamein ber að líta á skógadauða sem sjúkdómseinkenni, sem stafar af mörgum þáttum, m. a. þáttum sem auka næmi og þáttum sem vaida álagi og hafa í för með sér ýmis áhrif af lífrænum og ólífrænum toga (1). — Frumorsakirnar verða ekki raktar til skordýra eða þekktra sjúkdómsvalda, þótt hvort tveggja komi við sögu síðar. — Veðurfar, svo sem langvarandi þurrkur eða frost, getur átt hlut að máli en er þó líklega ekki frumorsök. — Mengun andrúmsloftsins af eiturefnum og efnum sem hafa áhrif á vöxt trjánna eru meðal frumorsakanna. SEX KENNINGAR UM HNIGNUN SKÓGA AF VÖLDUM LOFTMENGUNAR A undanförnum fimm árum hafa mótast sex meginkenningar sem skýra þátt loftmengunar í þeirri hnignun skóga sem vart hefur orðið í Evrópu (og að vissu marki einnig í N.-Ameríku). Þessar kenningar eru: 1. Almennt álag. 2. Aukin sýra í jarðvegi — áleitrun. 3. Skaðleg áhrif ósons. 4. Magnesíumskortur. 5. Ofgnótt næringarefna eða köfnunarefnis. 6. Lífræn efnasambönd sem hafa áhrif á vöxt (!)• ALMENNT ÁLAG Þessi kenning var sett fram af hópi grasafræð- inga, plöntusjúkdómafræðinga og lífeðlisfræðinga við háskólann í Miinchen. Dr. Peter Schutt segir: „Loftmengun og meðfylgjandi úrfelli nær- ingarefna, eiturefna og efna sem hafa áhrif á vöxt, hefur á undanförnum árum dregið úr ljóstil- lífun og haft þau áhrif að í stað nýtanlegs kolvetn- is myndast skaðleg og jafnvel eitruð efnasam- bönd“ (1). Með öðrum orðum þá leiðir þetta til þess að orkan í rótarkerfum rýrnar og meira verður um skaðleg efni í ársprotum. Þessi flókna samverkun getur valdið næringarskorti í fíngerð- ustu rótunum svo og svepprótum trjánna ásamt því að lauf eða barr fellur af trjánum. Þar sem orka trjánna rýrnar þola þau verr annað álag svo sem þurrk, frost og vind svo og hvers kyns lífræna sjúkdómsvalda (1) (rétt eins og hungraður maður bugast af almennum sjúkdómi eða sýkingu áður en hann deyr úr hungri). AUKIN SÝRA f JARÐVEGI — ÁLEITRUN Dr. Bernhard Ulrich og starfsbræður hans í háskólanum í Göttingen í V.-Þýskalandi settu þessa kenningu fram. Hún er byggð á rannsókn- um Ulrichs á hringferli næringarefna á Solling- hásléttunni skammt frá Göttingen. Samkvæmt kenningu Ulrichs flýta súr eða sýrumyndandi efni úr andrúmslofti fyrir því að jarðvegur súrni ARSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.