Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 82

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 82
umfram það sem eðlilegt er (vegna fjölda ferla, m. a. niðurbrots jarðvegs) (1). Aukin sýra hefur veruleg áhrif á efnasamsetningu jarðvegs og plantna. í vistkerfi sem er í sífelldu „sýrubaði“ skolast næringarefni sem eru nauðsynleg fyrir vöxtinn, svo sem kalk, magnesíum og kalíum, úr jarðveginum, en ál, sem er í öllum jarðvegi, losnar úr samböndum og veldur eitrun. Rétt eins og áleitrun drepur ferskvatnsfiska og aðrar lífver- ur í vatni, ræðst álið á rætur trjánna og veldur drepi. Það leiðir til aukins raka-og/eða næringar- efnaskorts og að lokum „þorna“ trén og deyja, einkum í þurrkatíð (1). Vegna þess hve rótarkerf- in eru sködduð geta trén hvorki tekið til sín nægileg næringarefni úr jarðveginum né nægilegt vatn til að halda lífi. Á grundvelli þessara rannsókna sagði dr. Ulrich fyrir um hnignun skóga í Evrópu þegar árið 1979. SKAÐLEG ÁHRIF ÓSONS OG BRENNI- STEINSDÍOXÍÐS í ANDRÚMSLOFTI Einn helsti talsmaður þessarar kenningar er dr. B. Prinz við „Landesanstalt fúr Immissions- schutz" í Essen í V.-Þýskalandi. Hún byggir á mörgum athugunum og mælingum á ósoni og brennisteinsdíoxíði í andrúmslofti í V.-Þýskalandi og áhrifum þeirra á kímplöntur (1). Við tilraunir í rannsóknastofum hefur enn ekki tekist að fá lauf- blöð eða barrnálar til þess að gulna eða verða brúnar. Þótt vitað sé að víða í Evrópu sé mikið óson í andrúmslofti, er vitneskja um það og áhrif þess enn mjög gloppótt. í N.-Ameríku hefur komið í ljós að óson er frumorsök þeirrar hnignunar sem orðið hefur á furuskógum undanfarin tuttugu ár (2>: MAGNESÍUMSKORTUR Það er einkum Karl Rehfuess við jarðvegsvís- indadeild háskólans í Múnchen sem hefur haldið þessari kenningu fram. Hún er byggð á athugun- um á laufi og efnagreiningum á greni sem vex á hálendissvæðum (1). Rehfuess telur að magnesí- umskortur valdi því að nálarnar á greninu gulni og af því dregur hann þá ályktun að: „súrt regn. . . geti átt þátt í þessum vaxtartruflunum; það auki köfnunarefni í vistkerfinu og geti valdið því að magnesíum og kalk skolist úr nálum og jarðvegi. Líklegt er að óson og frostskemmdir á frumuhimnum flýti þessari útskolun" (1). OFGNÓTT KÖFNUNAREFNIS OG ANN- ARRA NÆRINGAREFNA Þessi kenning er byggð á rannsóknum undan- farinna ára en hún byggist á þeirri forsendu að með tilkomu iðnbyltingarinnar — og mikillar mengunar af mannavöldum — hafi vistkerfi skóg- anna fengið of mikið af þeim 16 næringarefnum sem talin eru nauðsynleg fyrir allan jurtagróður (1). Trén geta tekið öll þessi frumefni til sín með laufi og rótarkerfum. Einkum hefur úrfelli köfnunarefnis úr and- rúmsloftinu aukist á stórum svæðum eftir síðari heimsstyrjöldina og gæti það átt þátt í skóga- dauðanum í Evrópu svo og hnignun skóga í N.- Ameríku. Schútt og Cowling skrifa: „Vitað er að ofgnótt köfnunarefnis veldur eftirfarandi skað- legum áhrifum: auknum vexti og þá um leið aukinni þörf á öllum öðrum nauðsynlegum nær- ingarefnum en það getur leitt til skorts á þeim; hömlunar eða dreps í svepprótum (mycorrhizae); minna frostþols, minna þols gegn sveppasýking- um á rótum; breytinga á rótarvexti og truflandi áhrifa á efnahvörf köfnunarefnis í jarðvegi“ (1). Með öðrum orðum, líkt og hægt er að bera of mikinn áburð á nytjaplöntur þannig að þær „brenna upp“, geta skógarnir orðið fórnarlömb of mikils áburðar sem berst þeim sem úrfelli úr andrúmslofti. LÍFRÆN EFNASAMBÖND SEM HAFA ÁHRIF Á VÖXT Fritz Fúhr prófessor, forstöðumaður „Radioa- gronomy“ í Júlich, skammt frá Bonn í V.- Þýskalandi setti þessa langsóttu hugmynd fram. Fúhr heldur því fram að meðal þúsunda lífrænna efnasambanda sem framleidd eru á hverju ári í Evrópu og N.-Ameríku geti nokkur, ein sér eða ásamt öðrum, framkallað nokkrar af þeim vaxtar- breytingum sem áður hefur verið lýst (1) (Tafla 1). Etylen og anilín eru dæmi um slík efnasam- bönd. 80 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.