Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Qupperneq 91
JÓHANN GUÐBJARTSSON
OG SVANUR PÁLSSON
Skógræktarfélag
Hafnarfjarðar
og Garðabæjar 40 ára
Hinn 25. október síðastliðinn voru 40 ár liðin
frá stofnun Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, sem
nú heitir Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og
Garðabæjar, en nafni félagsins var breytt á ári
trésins 1980. Þegar rifja á upp atriði úr 40 ára
sögu félagsins, er af ýmsu að taka, því að margt
hefur á dagana drifið. Skipst hafa á skin og
skúrir, enda hafa ýmsir erfiðleikar komið upp,
þegar áhugasamir brautryðjendur hófust handa
við að klæða landið trjágróðri að nýju og reyna
þar með að bæta fyrir það tjón, sem ellefu alda
búseta hefur valdið. Margt varð að reyna, bæði
aðferðir og trjátegundir, enda hefur starfsemin
að miklu leyti verið brautryðjendastarf, sem leitt
hefur af sér drjúga reynslu og þekkingu á aðferð-
um og trjátegundum, sem vænlegar eru til að
skila góðum árangri.
AÐDRAGANDI AÐ STOFNUN FÉLAGSINS
Aðdragandann að stofnun félagsins má rekja
til þess, að haustið 1946 var Skógræktarfélag
íslands, sem stofnað var á Alþingishátíðinni á
Þingvöllum 1930, gert að sambandsfélagi héraðs-
skógræktarfélaga, en áður gátu bæði félög og
einstaklingar verið aðilar að félaginu. Þá voru um
100 Hafnfirðingar félagar í Skógræktarfélagi ís-
lands. Til þess að þeir gætu verið áfram í skóg-
ræktarfélagi þurfti að stofna héraðsskógræktarfé-
lag í Hafnarfirði. Til gamans má geta þess, að
daginn áður, 24. október, var Skógræktarfélag
Reykjavíkur stofnað, og gengu þeir Reykvíking-
ar, sem verið höfðu í Skógræktarfélagi íslands, í
það félag.
Rétt er að geta þess, að 1927 eða 1928 hafði
Hafnarfjarðarbær að frumkvæði nokkurra áhuga-
samra Hafnfirðinga undir forystu Ingvars Gunn-
arssonar kennara girt landspildu í Undirhlíðum,
og gróðursetti Ingvar þar furur árið 1930. Síðan
var farið þangað með skólabörn til gróður-
setningar í nokkur ár. Er þar nú kominn upp hinn
fegursti lundur, sem kallaður hefur verið Skóla-
lundur, og vitnar hann um framsýni og bjartsýni
þessara brautryðjenda, enda má líta á þetta sem
undanfara skógræktarfélagsins.
Stofnfundur skógræktarfélagsins var haldinn í
fundarhúsi sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði að
kvöldi föstudagsins 25. október 1946. Til fundar-
ins var boðað af stjórn Skógræktarfélags íslands,
en Ingvar Gunnarsson átti sæti í stjórn þess.
Á fundinum voru samþykkt lög félagsins og
kosin stjórn og endurskoðendur. Eftir að stjórnin
hafði skipt með sér verkum á fyrsta stjórnarfund-
inum, var hún þannig skipuð: Ingvar Gunnarsson
formaður, Jón Gestur Vigfússon ritari, Jón
Magnússon féhirðir og Þorvaldur Árnason og
Gunnlaugur Kristmundsson meðstjórnendur.
Formennsku í félaginu frá upphafi hafa gegnt
Ingvar Gunnarsson 1946—49, Þorvaldur Árna-
son 1949—54, Jón Gestur Vigfússon 1954—58,
séra Garðar Þorsteinsson 1958—65 og Ólafur
Vilhjálmsson frá 1965. Auk Ólafs eiga nú sæti í
stjórn skógræktarfélagsins Svanur Pálsson ritari,
Hólmfríður Finnbogadóttir gjaldkeri, Björn
Árnason varaformaður og Jóhann Guðbjartsson,
Pétur Sigurðsson og Viðar Þórðarson meðstjórn-
endur.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
89