Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Side 92

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Side 92
/ Skólalundi haustið 1984. Ljósm. Svanur Pálsson. GIRÐINGAR FÉLAGSINS Um veturinn 1947—48 fór stjórnin að huga að landi ofan við Hafnarfjörð, sem heppilegt væri til gróðursetningar. Fyrir valinu urðu Lækjarbotnar og neðsti hluti Gráhelluhrauns. Hafnarfjarðar- bær lét félaginu þetta landsvæði í té og veitti því auk þess kr. 20.000,00 í styrk, en félagið sá um að girða svæðið, en samvinna félagsins og Hafnar- fjarðarbæjar hefur alltaf verið náin og góð og bærinn styrkt starfsemina æ síðan. Hinn 27. maí 1947 var svo farið í fyrstu gróður- setningarferðina og gróðursetti formaður félags- ins, Ingvar Gunnarsson, fyrstu plöntuna. Sumar- ið 1949 lét bæjarstjórn Hafnarfjarðar skógræktar- félaginu í té mun stærra land til viðbótar ofan við girðinguna í Gráhelluhrauni og var það girt um haustið sama ár. Árið 1957 kom félagið upp girðingu við Hval- eyrarvatn, milli vatnsins og Kaldárselsvegar, svokallaðri Hvaleyrarvatnsgirðingu, þar sem nú er gróðrarstöð félagsins. Árið 1958 var svo girt svæði í Undirhlíðum frá Markrakagili norðaustur- undir svokallaða Bungu, en um Bungu liggur nú nýi Bláfjallavegurinn. Þessi girðing hefur verið kennd við fagran hvamm, Stóraskógarhvamm, sem er innan hennar, og verið nefnd Stóraskógar- hvammsgirðing. Þremur árum seinna, 1961, girti félagið annað svæði í Undirhlíðum norðanverð- um. Hefur sú girðing hlotið nafnið Kúa- dalsgirðing og varð Skólalundur, sem áður var nefndur, þá innan hennar. Rétt er að láta þess getið, að Skógræktarsjóður Gunnlaugs og Guð- mundar Kristmundssona og Ingibjargar Krist- mundsdóttur gerði félaginu kleift að koma upp þessum girðingum í Undirhlíðum. Þegar hér var komið sögu, voru orðnir rúmlega 200 hektarar innan girðinga félagsins. GRÓÐRARSTÖÐ Eitt af stærstu framfarasporum í sögu félagsins má rekja til vorsins 1975, en þá gekkst formaður félagsins, Ólafur Vilhjálmsson, fyrir því að byrjað var að brjóta land til ræktunar við Húshöfða í Hvaleyrarvatnsgirðingu með það fyrir augum að koma þar upp gróðrarstöð fyrir félagið, þar sem sáð var trjáfræi í sólreiti og plöntunum síðan dreifplantað í beð þar til þær höfðu náð þeirri stærð, að hægt væri að gróðursetja þær í girðing- unum. Einnig hafa þar verið aldar upp trjá- plöntur af græðlingum. Nokkrum sinnum hefur farið þar fram sýnikennsla í sáningu trjáfræs og uppeldi trjáplantna í þeim tilgangi, að þeir, sem hafa áhuga og aðstöðu, geti fengist við slíkt heima hjá sér. Þessi gróðrarstöð hefur á liðnum árum verið að smástækka og er nú svo komið, að félagið getur nú tekið þar mest af þeim plöntum, sem það þarf að nota og er auk þess farið að selja lítilsháttar af 90 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.