Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 92
/ Skólalundi haustið 1984.
Ljósm. Svanur Pálsson.
GIRÐINGAR FÉLAGSINS
Um veturinn 1947—48 fór stjórnin að huga að
landi ofan við Hafnarfjörð, sem heppilegt væri til
gróðursetningar. Fyrir valinu urðu Lækjarbotnar
og neðsti hluti Gráhelluhrauns. Hafnarfjarðar-
bær lét félaginu þetta landsvæði í té og veitti því
auk þess kr. 20.000,00 í styrk, en félagið sá um að
girða svæðið, en samvinna félagsins og Hafnar-
fjarðarbæjar hefur alltaf verið náin og góð og
bærinn styrkt starfsemina æ síðan.
Hinn 27. maí 1947 var svo farið í fyrstu gróður-
setningarferðina og gróðursetti formaður félags-
ins, Ingvar Gunnarsson, fyrstu plöntuna. Sumar-
ið 1949 lét bæjarstjórn Hafnarfjarðar skógræktar-
félaginu í té mun stærra land til viðbótar ofan við
girðinguna í Gráhelluhrauni og var það girt um
haustið sama ár.
Árið 1957 kom félagið upp girðingu við Hval-
eyrarvatn, milli vatnsins og Kaldárselsvegar,
svokallaðri Hvaleyrarvatnsgirðingu, þar sem nú
er gróðrarstöð félagsins. Árið 1958 var svo girt
svæði í Undirhlíðum frá Markrakagili norðaustur-
undir svokallaða Bungu, en um Bungu liggur nú
nýi Bláfjallavegurinn. Þessi girðing hefur verið
kennd við fagran hvamm, Stóraskógarhvamm,
sem er innan hennar, og verið nefnd Stóraskógar-
hvammsgirðing. Þremur árum seinna, 1961, girti
félagið annað svæði í Undirhlíðum norðanverð-
um. Hefur sú girðing hlotið nafnið Kúa-
dalsgirðing og varð Skólalundur, sem áður var
nefndur, þá innan hennar. Rétt er að láta þess
getið, að Skógræktarsjóður Gunnlaugs og Guð-
mundar Kristmundssona og Ingibjargar Krist-
mundsdóttur gerði félaginu kleift að koma upp
þessum girðingum í Undirhlíðum. Þegar hér var
komið sögu, voru orðnir rúmlega 200 hektarar
innan girðinga félagsins.
GRÓÐRARSTÖÐ
Eitt af stærstu framfarasporum í sögu félagsins
má rekja til vorsins 1975, en þá gekkst formaður
félagsins, Ólafur Vilhjálmsson, fyrir því að byrjað
var að brjóta land til ræktunar við Húshöfða í
Hvaleyrarvatnsgirðingu með það fyrir augum að
koma þar upp gróðrarstöð fyrir félagið, þar sem
sáð var trjáfræi í sólreiti og plöntunum síðan
dreifplantað í beð þar til þær höfðu náð þeirri
stærð, að hægt væri að gróðursetja þær í girðing-
unum. Einnig hafa þar verið aldar upp trjá-
plöntur af græðlingum. Nokkrum sinnum hefur
farið þar fram sýnikennsla í sáningu trjáfræs og
uppeldi trjáplantna í þeim tilgangi, að þeir, sem
hafa áhuga og aðstöðu, geti fengist við slíkt heima
hjá sér.
Þessi gróðrarstöð hefur á liðnum árum verið að
smástækka og er nú svo komið, að félagið getur
nú tekið þar mest af þeim plöntum, sem það þarf
að nota og er auk þess farið að selja lítilsháttar af
90
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987