Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 96

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 96
HERMANN SVEINBJÖRNSSON Skógrækt Hermanns Jónassonar að Kletti í Reykholtsdal Hermann Jónasson forsætisráðherra var að- sópsmikill athafnamaður á mörgum sviðum. Til viðbótar við ævistarf hans á vettvangi stjórnmála var hann afreksmaður í íþróttum á yngri árum og stundaði útilíf og veiðar alla ævi meðan heilsa leyfði. En sú tómstundaiðja Hermanns sem eftir stendur sem lifandi minnisvarði í dag er hið mikla starf hans á sviði skógræktar. Hann sagði eitt sinn við mig að í stjórnmálum væru menn fyrst og fremst að vinna fyrir framtíðina. Sama sagði hann að gilti einnig um skógrækt. Skógræktin sam- ræmdist köllun hans um að vinna fyrir framtíðina, en á mun áþreifanlegri og persónulegri hátt en stjórnmálin auk þess að vera hvíld frá daglegu amstri. í opinberu starfi hygg ég að hann hafi ætíð leitast við að gera veg skógræktarinnar eins mikinn og efni og aðstæður frekast leyfðu á hverjum tíma. Átti hann ætíð náið og gott sam- starf við Hákon Bjarnason skógræktarstjóra og aðra forsvarsmenn skógræktarmála. Árið 1932 gerðist Hermann Jónasson ævifélagi Skógræktarfélags íslands og voru það fyrstu kynni þeirra Hákonar Bjarnasonar. Þau kynni áttu eftir að eflast eftir því sem árin liðu, báðum til uppörvunar við sameiginlegt hugsjónastarf þeirra. Árið 1940 tók Hermann á leigu með erfðafestu talsvert landsvæði í Fossvogi, þegar stofnað var til nýbýla þar. Þetta land er nú að miklu leyti athafnasvæði Skógræktarfélags Reykjavíkur, en mestallur skógur á svæðinu, fyrir utan grenilundinn við gróðrarstöðina, var gróður- settur á vegum Hermanns um 1950. í Fossvogi starfrækti Hermann myndarlega gróðrarstöð fyrir trjáplöntur fyrir sig og aðra á árunum 1940— 1955, og hafði þar 1—3 menn í vinnu, en mest var að sjálfsögðu umleikis þar á vorin. Var þar 1. Hermann Jónasson í faðmi eigin skógar að Kletti á sólbjörtum degi sumarið 1965 (Ljósm. Kári Jón- asson). 94 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.