Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 123

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 123
flokkun lands fyrir nýskógrækt. Eftir þeirri flokk- un eru svo teiknuð kort, sem ræktunaráætlanir byggjast á. Arnór vann að þessum undirbúningi í Skorradal, meðan fært var að vinna úti. Lauk hann kortlagningu skógarjarðanna í dalnum, nema Stálpastaða (þ.e. útivinnunni). Hann not- aði gróðurflokkun Steindórs Steindórssonar fyrir gróðurkortagerð RALA sem grundvöll ásamt gróðurflokkun Steindórs og Hauks Ragnarssonar í birkiskógi á Hallormsstað. Akveðið var að lokinni útivinnu Arnórs þetta sumar, að hann byggi til fyrirmynd (módel) að flokkun lands og meðfylgjandi kortum á einni jörð Skógræktar ríkisins í Skorradal. Valdi hann Bakkakot. Lauk hann á árinu að teikna kortin, sem er (1) grunnkort byggt á loftljósmyndum, (2) yfirlitskort og (3) sex sérkort. Yfirlitskortið sýnir flokkun landsins í sex flokka, en sérkortin eru yfir (1) gróðurhverfi, skv. ofangreindu kerfi, (2) skiptingu í land fyrir stafafuru og sitkagreni (eða trjátegundir í nytja- skógrækt í Skorradal), (3) kort yfir trjátegundir, sem þegar hafa verið gróðursettar, (4) gróður- þekju frá 10%—70% (5) framtíðarútlit nytja- skóga og (6) birkilendið með gróðursetningu barrtrjáa þar. Framhald verksins að Bakkakotsdæminu er svo (1) lýsing á gagnasöfnum og (2) dæmi um notkun og framsetningu korta og gagnasafna. Því var ekki Iokið fyrir áramót. Sú vinna, sem Arnór hefur nú hafið, táknar tímamót í starfi Skógræktar ríkisins. Hún táknar að fyrsta skrefið er tekið frá tiltölulega óskipu- lögðum vinnubrögðum við nýrækt skógar yfir í markviss vinnubrögð, sem byggjast á vel útfærð- um ræktunaráætlunum. í tengslum við áætlanagerðina eða til þess að treysta undirstöður hennar var haldið áfram Iandskönnun á vexti trjátegunda, sem hófst með lerkikönnun Arnórs Snorrasonar 1985 og hann hefir skrifað um gagnmerka kandídatsritgerð. í þetta sinn var stafafura valin og tókst Aðalsteinn Sigurgeirsson þá könnun á hendur á svipuðum grundvelli og Arnór árið á undan. Var að sjálf- sögðu haft samráð við Rannsóknastöðina á Mó- gilsá. Aðalsteinn lauk BS-prófi í skógrækt frá háskólanum í Edmonton í Albertafylki, Kanada vorið 1986. Hann ákvað að halda áfram námi í skógerfðafræði og valdi skógræktarháskólann í Umeá í Svíþjóð, þar sem hann stefnir að dokt- orsprófi. Leiðbeinandi hans er Dag Lindgren, sem er einn fremsti skógerfðafræðingur Svía af yngri kynslóðinni. Skýrsla Aðalsteins um stafa- furuna kemur á árinu 1987. BREYTINGAR Á SKIPULAGI OG REKSTRI SKÓGRÆKTAR RÍKISINS í framhaldi af því, sem skýrt var frá í síðustu skýrslu, gerðist þetta: Miklum tíma var varið í þetta starf frá ára- mótum og fram að hinum árlega starfsmanna- fundi í mars og leiddi Leifur Eysteinsson það með sinni styrku hendi. Var þá í rauninni komið að því að koma á nýju skipulagi stofnunarinnar í sam- ræmi við niðurstöður starfshópa um einstaka málaflokka, einkanlega hópsins, sem fjallaði um skipulagið. Frá starfsmannafundi og fram á haust lá vinna að miklu leyti niðri, en á haustdögum var aftur tekið til við að reka smiðshöggið á skipulagið og koma starfsmönnum fyrir innan ramma þess. Hófust aftur fundahöld, sem í fór mikill tími og orka hjá þorra fastra starfsmanna. Þeirri lotu lauk með því, að 20. okt. 1986 ritaði skógræktar- stjóri landbúnaðarráðuneytinu bréf með tillögu að skipulagi og verkaskiptingu milli starfsmanna og starfslýsingu. Var óskað staðfestingar ráðu- neytisins á tillögunum með eða án breytinga. Landbúnaðarráðuneytið samþykkti svo tillögurn- ar í aðalatriðum með bréfi, dags. 22. des. 1986. Tók skipulagið gildi frá 1. jan. og á að gilda til 1. apríl 1988. Pá verður tekin ákvörðun um fram- hald. Myndir af skipuritum eru birtar hér með. Meginhugsunin í skipulaginu er þessi: (1) Gera verkaskiptingu og ábyrgðarsvið manna skýrara en var. (2) Stuðla að skipulögðum vinnu- brögðum, byggðum á áætlanagerð með setningu fagmálastjóra og umdæmis (áætlana) fulltrúa. (3) Stækka og jafna rekstrareiningar og ætla skógar- vörðum fyrst og fremst eignaumsýslu og rekstur stöðva Skógræktar ríkisins. Áætlanafulltrúum er ætlað að hafa á hendi samskipti og faglega ráðgjöf til skógræktarfélaga og einstaklinga. ARSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.