Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 123
flokkun lands fyrir nýskógrækt. Eftir þeirri flokk-
un eru svo teiknuð kort, sem ræktunaráætlanir
byggjast á. Arnór vann að þessum undirbúningi í
Skorradal, meðan fært var að vinna úti. Lauk
hann kortlagningu skógarjarðanna í dalnum,
nema Stálpastaða (þ.e. útivinnunni). Hann not-
aði gróðurflokkun Steindórs Steindórssonar fyrir
gróðurkortagerð RALA sem grundvöll ásamt
gróðurflokkun Steindórs og Hauks Ragnarssonar
í birkiskógi á Hallormsstað.
Akveðið var að lokinni útivinnu Arnórs þetta
sumar, að hann byggi til fyrirmynd (módel) að
flokkun lands og meðfylgjandi kortum á einni
jörð Skógræktar ríkisins í Skorradal. Valdi hann
Bakkakot. Lauk hann á árinu að teikna kortin,
sem er (1) grunnkort byggt á loftljósmyndum, (2)
yfirlitskort og (3) sex sérkort.
Yfirlitskortið sýnir flokkun landsins í sex
flokka, en sérkortin eru yfir (1) gróðurhverfi,
skv. ofangreindu kerfi, (2) skiptingu í land fyrir
stafafuru og sitkagreni (eða trjátegundir í nytja-
skógrækt í Skorradal), (3) kort yfir trjátegundir,
sem þegar hafa verið gróðursettar, (4) gróður-
þekju frá 10%—70% (5) framtíðarútlit nytja-
skóga og (6) birkilendið með gróðursetningu
barrtrjáa þar.
Framhald verksins að Bakkakotsdæminu er svo
(1) lýsing á gagnasöfnum og (2) dæmi um notkun
og framsetningu korta og gagnasafna. Því var
ekki Iokið fyrir áramót.
Sú vinna, sem Arnór hefur nú hafið, táknar
tímamót í starfi Skógræktar ríkisins. Hún táknar
að fyrsta skrefið er tekið frá tiltölulega óskipu-
lögðum vinnubrögðum við nýrækt skógar yfir í
markviss vinnubrögð, sem byggjast á vel útfærð-
um ræktunaráætlunum.
í tengslum við áætlanagerðina eða til þess að
treysta undirstöður hennar var haldið áfram
Iandskönnun á vexti trjátegunda, sem hófst með
lerkikönnun Arnórs Snorrasonar 1985 og hann
hefir skrifað um gagnmerka kandídatsritgerð. í
þetta sinn var stafafura valin og tókst Aðalsteinn
Sigurgeirsson þá könnun á hendur á svipuðum
grundvelli og Arnór árið á undan. Var að sjálf-
sögðu haft samráð við Rannsóknastöðina á Mó-
gilsá. Aðalsteinn lauk BS-prófi í skógrækt frá
háskólanum í Edmonton í Albertafylki, Kanada
vorið 1986. Hann ákvað að halda áfram námi í
skógerfðafræði og valdi skógræktarháskólann í
Umeá í Svíþjóð, þar sem hann stefnir að dokt-
orsprófi. Leiðbeinandi hans er Dag Lindgren,
sem er einn fremsti skógerfðafræðingur Svía af
yngri kynslóðinni. Skýrsla Aðalsteins um stafa-
furuna kemur á árinu 1987.
BREYTINGAR Á SKIPULAGI OG REKSTRI
SKÓGRÆKTAR RÍKISINS
í framhaldi af því, sem skýrt var frá í síðustu
skýrslu, gerðist þetta:
Miklum tíma var varið í þetta starf frá ára-
mótum og fram að hinum árlega starfsmanna-
fundi í mars og leiddi Leifur Eysteinsson það með
sinni styrku hendi. Var þá í rauninni komið að því
að koma á nýju skipulagi stofnunarinnar í sam-
ræmi við niðurstöður starfshópa um einstaka
málaflokka, einkanlega hópsins, sem fjallaði um
skipulagið.
Frá starfsmannafundi og fram á haust lá vinna
að miklu leyti niðri, en á haustdögum var aftur
tekið til við að reka smiðshöggið á skipulagið og
koma starfsmönnum fyrir innan ramma þess.
Hófust aftur fundahöld, sem í fór mikill tími og
orka hjá þorra fastra starfsmanna. Þeirri lotu
lauk með því, að 20. okt. 1986 ritaði skógræktar-
stjóri landbúnaðarráðuneytinu bréf með tillögu
að skipulagi og verkaskiptingu milli starfsmanna
og starfslýsingu. Var óskað staðfestingar ráðu-
neytisins á tillögunum með eða án breytinga.
Landbúnaðarráðuneytið samþykkti svo tillögurn-
ar í aðalatriðum með bréfi, dags. 22. des. 1986.
Tók skipulagið gildi frá 1. jan. og á að gilda til 1.
apríl 1988. Pá verður tekin ákvörðun um fram-
hald. Myndir af skipuritum eru birtar hér með.
Meginhugsunin í skipulaginu er þessi: (1) Gera
verkaskiptingu og ábyrgðarsvið manna skýrara
en var. (2) Stuðla að skipulögðum vinnu-
brögðum, byggðum á áætlanagerð með setningu
fagmálastjóra og umdæmis (áætlana) fulltrúa. (3)
Stækka og jafna rekstrareiningar og ætla skógar-
vörðum fyrst og fremst eignaumsýslu og rekstur
stöðva Skógræktar ríkisins. Áætlanafulltrúum er
ætlað að hafa á hendi samskipti og faglega
ráðgjöf til skógræktarfélaga og einstaklinga.
ARSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
121