Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Qupperneq 124
Raunin er þó sú, meðan áætlanafulltrúi er aðeins
einn, að þetta starf hvílir á skógarvörðum eftir
sem áður.
Að þessu sinni tókst ekki að stækka allar
rekstrardeildir með sameiningu, eins og hugsað
var í upphafi. En deildirnar á Mógilsá í Kollafirði,
á Norðurlandi eystra og vestra og Suðurland og
Haukadalur voru sameinaðar, svo að nú eru
rekstrardeildirnar 9 í stað 12 áður.
LANDNÝTINGARSKÝRSLAN
Skógræktarstjóri tók þátt í vinnunni við að
undirbúa þessa skýrslu, sem kom út á vegum
landbúnaðarráðuneytisins í júní 1986. Var hann
einn þeirra embættismanna, sem skrifuðu undir
skýrsluna. Auk þess sem skógrækt er nú tekin
með sem alvöruþáttur í framtíðarlandnýtingu, var
eitt merkast við þátttöku Skógræktar ríkisins í
undirbúningnum:
í fyrsta skipti birtust kort, sem sýna (1) Birki-
skóga og kjarrlendi á íslandi, (2) Girðingar
Skógræktar ríkisins og (3) Ræktunarskilyrði er-
lendra trjátegunda á íslandi. Sérdeilis mikilvægt
var að koma út hinu síðastnefnda, sem gert er af
Hauki Ragnarssyni og byggist á skiptingu þeirri,
sem hann setti fram árið 1977 í Skógarmálum.
Hér er landinu skipt í 4 skógræktarsvæði, þar sem
hið 4. telst vart koma til greina fyrir skógrækt.
Hins vegar eru hin 3 svæðin alls um 10 þús. km2,
þar sem rækta má skóg með einhverju markmiði.
Hafandi slíkar tölur í höndunum gerir umræðu
auðveldari en var og er viðspyrna til alvarlegrar
sóknar fyrir skógrækt í landinu.
NÁMSKEIÐ UM VÉLSAGIR
í febrúar kom hingað forstjóri fyrirtækisins Jo
Bu í Noregi, sem hefur selt okkur vélsagir og
varahluti í þær frá upphafi. Hann flutti Skógrækt
ríkisins það rausnarlega boð að senda tvo
leiðbeinendur í viðhaldi og meðferð vélsaga til
þess að þjálfa íslenska skógarverkamenn og verk-
stjóra. Einar Gunnarsson undirbjó námskeiðið
hér heima og var það haldið í Hvammi í Skorradal
20.—25. apríl og sóttu það svo margir, sem hinir
norsku þjálfarar töldu fært að hafa í einu, eða 7
menn frá Skógrækt ríkisins. Skógræktin þakkar
Leslie A. Viereck og Charles Slaughter frá Skóg-
rannsóknastofnuninni í Fairbanks, Alaska, við fjallaþin
frá Norður-Ameríku, sem vex í Hvammi í Skorradal.
Mynd: S.BI., 10-09-87.
Mordt forstjóra Jo Bu og piltum hans af alhug
fyrir þessa hugulsemi.
SKIPTIFERÐ NORSK-ÍSLENSKRA SKÓG-
RÆKTARMANNA
var farin 29. júlí — 11. ágúst. Reyndar komu
hingað að þessu sinni þátttakendur frá öðrum
Norðurlöndum. Skógrækt ríkisins hafði mestan
vanda af dvöl hópsins hér. Stærsti hlutinn bjó í
Alviðru og gróðursetti á Laugarvatni, en minni
hópur var í Borgarfirði á Hreðavatni og í Hvammi
og loks var þriðji hópurinn á Hólum í Hjaltadal.
Með skiptihópnum komu að vanda fulltrúar
þess skógræktarfélags í Noregi, sem tekur næst á
móti íslendingum. Að þessu sinni voru það
Þelmerkingar: Fylkisskógræktarstjórinn Torleiv
Omtveit og stjórnarmenn, en auk þeirra formað-
122
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987