Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 126
Rétt á eftir komu í heimsókn rektor og kon-
rektor Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar. Þeir eru
Márten Carlsson prófessor í garðyrkjufræðum,
rektor, og Hilmar Holmen prófessor í skógjarð-
vegsfræði, vararektor. Þeir heimsóttu nokkrar
stöðvar Skógræktar ríkisins á SV- og Suðurlandi
og áttu fund með forsvarsmönnum Skógræktar-
innar og Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins
og skólastjóra Garðyrkjuskólans sameiginlega.
Grétar Unnsteinsson skólastjóri var leiðsögu-
maður þeirra hérlendis.
26. ág.—1. sept. dvaldi hér Vibeke Koch
safnvörður við danska skógminjasafnið til þess að
undirbúa þátttöku íslendinga í skógminjasýning-
unni „Hið græna gull Norðurlanda", sem áform-
að var að opna í Hdrsholm, Danmörku, í febrúar
1987. Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélag ís-
lands ákváðu að vera aðiljar að sýningunni eftir
að það lá fyrir, að þessir aðiljar þyrftu ekki að
greiða þátttökugjald, sem hefði orðið þeim of-
viða. Sigurður Blöndal og Snorri Sigurðsson
höfðu ailan vanda af undirbúningi hérlendis
ásamt Lilju Árnadóttur á Þjóðminjasafni íslands.
Nánar verður sagt frá þessari sýningu í næstu
skýrslu.
Dagana 8.—12. sept. gekkst Comité arctique
internationale fyrir mikilli alþjóðlegri ráðstefnu í
Reykjavík um efnið „Restoration of alpine and
arctic ecosystems“. Islenska undirbúningsnefndin
var skipuð fulltrúum frá Háskóla íslands, Land-
græðslu ríkisins, Náttúrufræðistofnun, Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins og Skógrækt ríkis-
ins. Dr. Sturla Friðriksson var formaður undir-
búningsnefndarinnar. Sigurður Blöndal var full-
trúi Skógræktarinnar og hélt hann einnig erindi
um skógrækt á Islandi, sem birt verður í skýrslu
um ráðstefnuna. Um 70 manns sóttu þessa ráð-
stefnu, sem tvímælalaust var hin ágætasta. Flestir
komu frá Norður-Ameríku og var einkar ánægju-
legt að hitta marga þátttakendur frá Alaska.
Meðal þeirra voru Charles Slaughter og Leslie
Viereck frá Skógrannsóknarstofnuninni í Fair-
banks. Slaughter dvaldi hér lengi sumarið 1985 og
hyggur á rannsóknaverkefni hér, en Leslie Vier-
eck er annar höfundur Alaskatrjáflórunnar, sem
um árabil hefir verið eins konar biblía okkar
skógræktarmanna um trjágróðurinn í Alaska. Við
Imatra í Kirjálahéraði, Finnlandi: Lerkifrœgarður stór-
fyrirtœkisins Enzo-Gutzeit, sem vaxinn er upp af Rai-
vola-kvœmi. Þaðan höfum við fengið fræ að undan-
förnu. Mynd: S.bl., 02-07-87.
Óli Valur Hansson fórum með þeim í Skorradal
daginn eftir ráðstefnuna og tel ég ómetanlegt að
fá tækifæri til að skoða hinar mörgu trjátegundir
frá Alaska með Leslie Viereck.
Annars var fjöldi skógræktarmanna á ráðstefn-
unni, sem ákaflega gagnlegt var að kynnast. í
ferð um Suðurland komu gestirnir við í Þjórs-
árdal.
í lok september kom hingað Barbara Kalen frá
Skagway í Alaska og dóttir hennar. Barbara hefir
safnað miklu af því stafafurufræi við Skagway,
sem hér hefir verið notað í meira en aldarfjórð-
ung. Var því einstaklega ánægjulegt að fá hana í
heimsókn. Fékk hún tækifæri til að skoða „börnin
sín“ víða um land. Enginn vafi er á því, að það
hafði mikið gildi, að Barbara gæti séð hinn góða
árangur, sem víðast er hér á landi í ræktun
stafafurunnar — og er í rauninni árangur af
124
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987