Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 136
fmg ; Y
*L. M i
Pau voru öll á aðalfundun-
um 1956 og 1986:
Neðri röð frá vinstri: Sig-
urður Blöndal, Sigurlaug
Sveinsdóttir, Jóhann Por-
valdsson, Helga Guðmunds-
dóttir, Porsteinn Davíðsson,
Snorri Sigurðsson.
Efri röð frá vinstri: Ólafur
Vilhjálmsson, ísleifur Sum-
arliðason, Haukur Ragn-
arsson, Jón Birgir Jónsson,
Brynjar Skarphéðinsson.
Mynd: Jónas Jónsson.
— Mörk: Ólafía Jakobsdóttir.
— Neskaupstaðar: Jón Einarsson.
— N.-Þingeyinga: Hildur Halldórsdóttir.
— Ólafsvíkur: Sigurlaug Jóhannsdóttir.
— Rangæinga: Markús Runólfsson.
— Reykjavíkur: Jón B. Jónsson, Vilhjálmur Sig-
tryggsson, Þórður Þorbjarnarson, Þorvaldur
S. Þorvaldsson, Björn Ófeigsson, Kjartan
Sveinsson, Reynir Vilhjálmsson, Þorsteinn
Tómasson, Ólafur Sæmundsen, Bjarni Kr.
Bjarnason og Óli Valur Hansson.
— Skagfirðinga: Ingibjörg Hafstað, Jónas Snæ-
björnsson, Óskar Magnússon og Jón Bjarna-
son.
— Siglufjarðar: Anton V. Jóhannsson.
— Stykkishólms: Sigurður Ágústsson.
— S.-Þingeyinga: Hólmfríður Pétursdóttir, Frið-
geir Jónsson, Indriði Ketilsson og Þórey Að-
alsteinsdóttir.
— V.-ísfirðinga: Sigrún Guðmundsdóttir.
— íslands: Hulda Valtýsdóttir, Jónas Jónsson,
Baldur Helgason, Ólafur Vilhjálmsson, Krist-
inn Skæringsson, Tómas Ingi Olrich, Þorvald-
ur S. Þorvaldsson og Snorri Sigurðsson.
Boðsgestir Skógræktarfélags íslands: Wilhelm
Elsrud, Jón Helgason og frú, Sveinbjörn Dag-
finnsson, Jóhann Þorvaldsson og Vilhjálmur
Lúðvíksson.
Starfsmenn Skógræktar ríkisins: Sigurður
Blöndal, Ágúst Árnason, Guðmundur Örn Árna-
son, Haukur Ragnarsson og Arnór Snorrason.
Formaður félagsins setti fundinn og bauð full-
trúa og gesti velkomna. Sérstaklega bauð hún
velkominn Wilhelm Elsrud fyrrv. framkvæmda-
stj. Norska skógræktarfélagsins. Þá tilnefndi hún
fundarstjóra þá Björn Árnason og Indriða Ketils-
son, og fundarritara þau Gísla B. Kristjánsson og
Sædísi Guðlaugsdóttur.
Jón Helgason landbúnaðarráðherra ávarpaði
því næst fundinn. Kom þar fram að ferðamál á
fslandi væru nú í örum vexti og að skógrækt gæti
komið þar við sögu. Skógarreitir þrifust vel
víðsvegar um land og mætti nýta þá betur en gert
er til útivistar og framdráttar í ferðamálum.
Ráðherra minntist einnig á aukin samskipti ná-
grannaþjóða við okkur um ýmis skógræktarmál,
og mætti búast við því að þessi samvinna ykist í
framtíðinni. Þá gat hann skýrslu þeirrar um
landnýtingaráætlun sem gerð var á vegum land-
búnaðarráðuneytisins, en í henni væri bent á ýmis
landsvæði, sem álitleg eru til skógræktar.
Hólmfríður Pétursdóttir, formaður Skóg-
ræktarfélags S.-Þingeyinga, bauð gesti og fulltrúa
velkomna til fundar í Reynihlíð og kvað alltaf
ánægjulegt að fá aðalfund Skógræktarfélags ís-
lands í héraðið.
Hulda Valtýsdóttir flutti því næst skýrslu
134
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987