Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 138
Snorra Sigurðssyni framkvæmdastjóra félagsins
færð gjöf frá félaginu í tilefni af því að 30 ár voru
liðin frá því að hann réðst til starfa hjá Skóg-
ræktarfélagi íslands.
Fyrir hádegi á sunnudag hófst fundur með
afgreiðsiu tillagna (sjá meðfylgjandi tillögur).
Urðu um þær nokkrar umræður. Að lokinni af-
greiðslu tillagna hófst stjórnarkosning. Ur stjórn
áttu að ganga Kristinn Skæringsson og Baldur
Helgason. Kristinn baðst undan endurkjöri og
voru kosnir í aðalstjórn þeir Baldur Helgason
með 31 atkv. og Sveinbjörn Dagfinnsson með 38
atkv. í varastjórn voru kosin Jón Bjarnason og
Ólafía Jakobsdóttir. Endurskoðendur voru
kjörnir Björn Ófeigsson og Jóhannes Helgason.
Þegar kosningu var lokið tók formaður félags-
ins til máls og þakkaði Kristni Skæringssyni langt
og gott samstarf í stjórn félagsins. Einnig þakkaði
hann Ásgrími Halldórssyni fyrir setu í varastjórn
félagsins, en hann gaf ekki kost á sér til endur-
kjörs.
Að lokum þakkaði formaður fulltrúum og
gestum ánægjulega fundarsetu og heimamönnum
fyrir ágætar móttökur.
Tillögur samþykktar á aðalfundi Skógræktarfé-
lags íslands 1986
FRÁ ALLSHERJARNEFND:
Till. 1. Umfriðun lands á Reykjanesskaga
Aðalfundur Skógræktarfélags íslands 1986 fel-
ur stjórn félagsins að vinna að því við viðkomandi
sveitarfélög að girt verði af og friðað fyrir lausa-
göngu búfjár land allt á Reykjanesskaga, sem
liggur utan línu úr Krýsuvíkurbjargi í Kleifarvatn
og úr Kleifarvatni norðanverðu í girðingu Skóg-
ræktarfélags Hafnarfjarðar í Undirhlíðum.
Svæði það, sem hér um ræðir, er allt innan
marka Reykjanessfólkvangs, og skal á það bent
að þar er samræmingar- og framkvæmdaaðili,
sem gæti haft forgöngu í málinu ásamt stjórn
Skógræktarfélags íslands.
77//. 2. Um brunavarnir og brunatryggingar skóg-
lenda
Aðalfundur Skógræktarfélags íslands 1986
samþykkir að fela stjórn Skógræktarfélags ís-
lands að vinna að eftirfarandi:
1. Gera tillögur um viðbúnað á skógræktar-
svæðum til þess að fást við eldsvoða (bruna-
varnastaðall).
2. Með hliðsjón af slíkum brunavarnastaðli, að
leita eftir tilboðum í brunatryggingar skóg-
lenda.
Till. 3. Um hreindýr á Reykjanesskaga
Aðalfundur Skógræktarfélags íslands 1986 var-
ar eindregið við því að hreindýr verði flutt á
Reykjanesskaga.
Fundurinn telur að slíkt geti ekki samþýðst því
landbóta- og skógræktarstarfi, sem þar hefur
verið unnið að, eða er fyrirhugað.
777/. 4. Um árgjald til Skógrœktarfélags íslands
Aðalfundur Skógræktarfélags íslands, haldinn
á Hótel Reynihlíð dagana 5.—7. september,
samþykkir að árgjöld 1986 verði kr. 50,- á hvern
félaga, enda verði þessum auknu tekjum varið til
að rækja betur samstarf við skógræktarfélögin í
landinu.
777/. 5. Um garðinn Skrúð að Núpi, Dýrafirði
Aðalfundur Skógræktarfélags íslands, haldinn
5.—7. september 1986 að Hótel Reynihlíð við
Mývatn, felur stjórn Skógræktarfélags íslands að
vinna að því við sýslunefnd ísafjarðarsýslna og
skólayfirvöld að tryggt verði fjármagn og starfs-
kraftar til að endurnýja og viðhalda þeim gróðri,
sem skólastjórahjónin Hjaltlína og Sigtryggur á
Núpi komu upp í garðinum Skrúði að Núpi í
Dýrafirði.
FRÁ SKÓGRÆKTARNEFND:
77//. 1. Um ríkisstyrktan erindrekstur
Aðalfundur Skógræktarfélags íslands, haldinn
á Hótel Reynihlíð við Mývatn dagana 5.—7.
september 1986, telur brýnt að ráðinn verði
erindreki (ráðunautur) fyrir Skógræktarfélag ís-
lands og að ríkissjóður greiði % hluta launa hans
og % hluta ferðakostnaðar, en Skógræktarfélag
íslands Vs launa og ferðakostnaðar.
136
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987