Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Síða 6
Hann sýndi fram á að sakir einangrunar var
gróðurríkið hér einhæfara og fáskrúðugra en
loftslag og lega landsins gefa tilefni til. Pví þyrfti
að rjúfa þessa einangrun og flytja inn nýjan
gróður. Að því vann hann ötullega eins og síðar
verður vikið að. Hann sá að skógrækt og hvers
konar landgræðsla mundi aldrei verða öflugur
þáttur í samfélaginu nema með þvf að rækta
þjóðarsálina. Til þess þurfti að fræða, kenna og
prédika til að vekja áhuga og síðan að efla sam-
tök þeirra sem tekið höfðu við neistanum.
Hann sá að glóðin mundi samt fljótlega kulna
ef verkin sýndu ekki merkin og að því vann hann
ódeigur og einstaklega ötull á hverju sem gekk.
Að öllum ólöstuðum, áhugamönnum og fag-
mönnum á Skógræktarfélag íslands sennilega
engum meira að þakka en Hákoni Bjarnasyni.
Hann var fyrsti framkvæmdastjóri þess og gegndi
því starfi á fjórða áratug. Hann vann að stofnun
margra skógræktarfélaga, þar á meðal þess
stærsta og öflugasta, Skógræktarfélags Reykja-
víkur. Hann var ritstjóri Arsrits Skógræktarfé-
lags íslands í 23 ár og hefur enginn einn maður
lagt því til jafnmikið efni.
Því er sérstök ástæða til þess að minnast hans í
ritinu með virðingu og þökk.
I Arsritið skrifaði hann þorrann af sínum
veigamestu greinum um skógræktarmál, gróður-
sögu og gróðurverndarmál. Það geymir því ein-
mitt margt það, sem varanlegast mun reynast af
hugverkum hans. Skógar framtíðarinnar á ís-
landi munu samt, vonandi, halda merki hans
lengst á lofti.
Eftir að Hákon tók við starfi skógræktarstjóra
var hann í reynd foringi sem fór fyrir tveimur
fylkingum sem sóttu að sama marki, liði áhuga-
mannanna og hópi fagmanna. Hann gætti þess
jafnan að liðin væru samstillt. Fyrir hans tilstilli
ekki hvað síst var samvinnan jafnan svo náin og
góð að lítill greinarmunur var oft gerður á því
hvað var ríkisstofnunin og hvað félög áhuga-
manna.
Fyrir allt þetta voru Hákon og Guðrún bæði
kjörin heiðursfélagar Skógræktarfélags íslands á
aðalfundi þess 1977. Það var ekki að ástæðulausu
að þau hjónin voru heiðruð bæði við opinber
starfslok Hákonar, svo vel stóðu þau saman, það
þekktu allir skógræktarfélagar.
Hér skulu nú rakin í stuttu máli helstu æviatriði
Hákonar Bjarnasonar.
Hann var fæddur í Reykjavík 13. júlí 1907.
Foreldrar hans voru merkishjónin Ágúst H.
Bjarnason prófessor í heimspeki við Háskóla
Islands og Sigríður Jónsdóttir kennari við
Kvennaskólann og Verslunarskólann í Reykja-
vík. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1926 og hóf síðan nám í
skógræktarfræðum við Landbúnaðarháskólann í
Kaupmannahöfn. Þaðan brautskráðist hann
fyrstur íslendinga í þeim fræðum 1932. Næsta
vetur vann hann sem aðstoðarmaður við rann-
sóknir í lífeðlisfræði plantna við sama háskóla.
Hann kom heim til starfa vorið 1933 og gerðist þá
framkvæmdastjóri Skógræktarfélags íslands og
fyrsti starfsmaður þess en það var stofnað 1930.
Hann kom þá strax á fót gróðrarstöð á vegum
félagsins í Fossvogi og hafði umsjón með henni
þar til nýstofnað Skógræktarfélag Reykjavíkur
tók við henni 1946.
Hákon var skipaður skógræktarstjóri 1. mars
1935 og gegndi því starfi í 42 áreðatil 1. júlí 1977.
Á þessari löngu starfsævi mótaði hann skógrækt-
arstarfið á íslandi svo sem reynt er að gefa hug-
mynd um hér að framan. Veturinn 1936-1937
dvaldist Hákon við framhaldsnám í tilrauna-
fræðum í jarðrækt við hina þekktu tilraunastöð í
Rothamsted í Englandi og að hluta í Svíþjóð.
Eftir heimkomuna var hann ráðinn forstöðu-
maður Mæðiveikivarna, sem næstu árin höfðu
mikið umleikis, m.a. við að koma upp varnar-
girðingum á milli héraða og landshluta. Því starfi
gegndi hann með skógræktarstjórastarfinu til árs-
ins 1941.
Hákon vann ötullega að stofnun Landgræðslu-
sjóðs í tengslum við lýðveldisstofnunina 1944.
Landssöfnun fór fram samfara kosningum um
stofnun lýðveldisins undir vígorðinu „greiðið
skuld ykkar við landið“. Vel safnaðist og náði
málflutningurinn eyrum þjóðarinnar. Hákon var
formaður sjóðstjórnarinnar frá upphafi til ársins
1977. Hann bar Landgræðslusjóð ætíð mjög fyrir
brjósti og sýndi það m.a. í verki er hann gaf
4
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989