Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 7

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 7
sjóðnum nær 200 hektara lands í Straumshrauni sunnan Hafnarfjarðar. Hákon Iét sig að vonum hvers konar náttúruvernd skipta og átti sæti í Náttúruverndarráði frá stofnun þess til 1977. Hákon tók þegar í upphafi starfs síns þá stefnu að byggja skógræktina á íslandi að verulegu leyti á innfluttum trjátegundum. Um þetta reit hann í Ársritið 1933-34 grein er nefndist „Framtíðartré íslenskra skóga“. í þessu studdist hann við skrif og reynslu Norðmanna á þessum tíma, sem þá unnu að skóggræðslu í Vestur- og Norður-Noregi og litu einkum til Alaska til fræöflunar. Leitin að nýjum trjátegundum sem henta mundu á íslandi var síðan einn meginþátturinn í störfum Skógræktar ríkisins. Þar var Hákon stöðugt að við að afla sambanda og útvega fræ frá ýmsum heimshlutum. I þessu skyni fór hann margar ferðir til þeirra landa sem mikilvægast þótti að komast í tengsli við. Alaskaferð hans 1945 þótti marka tímamót í þessum efnum. Um hana skrifaði hann ítarlega og stórfróðlega frásögn í Ársritið 1946. Þá stofn- aði hann til samskipta við Alaska sem lengi entust og leiddu m.a. til þess að starfsmenn Skógræktar ríkisins fóru nokkrar fræsöfnunarferðir þangað, þar til bandarískt fræöflunarfyrirtæki lét stjórn- völd stöðva slíkar sendiferðir Islendinga. Noregsför Hákonar 1947 og Rússlandsför 1956 höfðu svipaða þýðingu fyrir samskiptin austur um haf. Rétt er að geta þess að Hákon flutti fleira til landsins en skógartré. Þekktust er alaskalúpínan af þeim tegundum sem hann kom með fyrstur manna og nú er orðin ein mikilvægasta land- græðsluplanta sem við ráðum yfir. Með þessu starfi beindi hann og augum annarra ræktunar- manna til nýrra landssvæða, einkum Alaska, en þaðan hafa m.a. komið mjög álitlegar grasteg- undir, og fjöldi víðitegunda. Fjölmargar ferðir Hákonar til annarra landa, einkum Norðurlandanna, urðu skógrækt á Islandi til styrktar á margvíslegan hátt. Hann aflaði sér og Islandi margra vina og aðdáenda í þessum ferðum vegna málflutnings og persónutöfra. Fjölmargir erlendir skógræktarmenn, sem Hákon kynntist á ferðum sínum heimsóttu síðan ísland. Þessi samskipti hafa síðan haldið áfram þó að nýir menn tækju við bæði hér og ytra og hafa orðið skógræktarmönnum og skógrækt á Is- landi til styrktar á margan hátt. Langnánust urðu tengslin við Noreg. Meðal skógræktarmanna þar var Hákon svo virtur og dáður, að hann var einn útlendinga gerður að heiðursfélaga í Skógræktarfélagi Noregs. I samskiptunum við Noreg ber vissulega hæst skiptiferðir skógræktarfólks á milli landanna, á vegum skógræktarfélaganna. Það var Torgeir Andersen-Rysst sendiherra og vinur Hákonar sem átti hugmyndina, en saman hrundu þeir henni í framkvæmd 1949 og hafa þær æ síðan verið farnar á þriggja eða fjögurra ára fresti. Þjóðargjöf Norðmanna, sem Rannsóknastöðin á Mógilsá var reist fyrir, var gefin að frumkvæði Andersen-Rysst. Frægarðurinn á Taraldsey, sem var gjöf Norðmanna til Skógræktarfélags íslands á 11 hundruð ára afmæli íslandsbyggðar er enn einn vottur vináttu norskra skógræktarmanna í garð okkar. Þegar hefur verið getið um hin miklu skrif Hákonar í Ársrit Skógræktarfélags íslands en auk þess skrifaði hann ótal greinar í blöð og önnur rit. Skrif hans fjölluðu ýmist um fagleg efni, bæði skógrækt, garðrækt, verndun lands og náttúru eða voru hvetjandi og eggjandi til meiri átaka á þessum sviðum, en oft fór þetta að sjálf- sögðu saman. Öll skrif hans voru fræðandi og hugsuð til að vinna hugsjónum hans framgang. Af greinum hans sem þóttu marka tímamót og nú þykir sígild má nefna „Ábúð og örtröð" sem birtist í Ársritinu 1942. Grein hans er hann nefndi „Gróðurrán eða ræktun" og birtist í Tímanum 1952, vakti og mikla athygli. Hann þýddi bókina „Heimur á heljarþröm“ eftir Bandaríkjamanninn Fairfield Osborn og kom sú þýðing út 1950 og var fyrsta bókin sem hér kom út um umhverfismál. Hann var því manna fyrstur til að vekja athygli landa sinna á þessu stærsta vandamáli allra jarðarbúa. Hákon flutti fjölda útvarpserinda og hann var óþreytandi við að ferðast um landið og flytja ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS fSLANDS 1989 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.