Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Qupperneq 10

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Qupperneq 10
sjá og skilja, að stórir hlutar lands eru eyddir og örfoka, að landið hefir fyrrum verið miklu kost- meira en það er nú. Hinsvegar hafa margir látið blindast af ræktun og framförum síðari áratuga, og láta sér fátt um finnast eða skeyta því engu, hvort landskemmdirnar haldi áfram og framtíð þjóðarinnar í landinu sé stefnt í voða. Hugsunarlaust segja ýmsir, að framtíðin bygg- ist á fiskveiðum og iðnaði, landbúnaður verði ekki rekinn nema með styrkjum og skógrækt talin fjarstæða ein. III Hér hafa forfeður okkar búið í nærri 1100 ár, og hér hefir til orðið sérstæð menning, sem okkur er öllum kær og sumir miklast af. En við skulurn gera okkur ljóst, að menningararfur okkar stendur á ótraustum grunni, og hann mun hvorki vaxa né þroskast, nema því aðeins að landgæðin aukist en minnki ekki í höndum okkar. Engin þjóð getur átt framtíð í gróðursnauðu og harð- býlu landi, jafnvel þótt hún veiði fisk og stundi nokkurn iðnað. Fyrir því verðum við Islendingar að gera okkur ljóst, hversvegna landgæði hafa spillst, hve mjög þau hafa minnkað og hvernig megi auka þau að nýju. Við verðum að vita hvaða gróðrarskilyrði landið hefir, hvers konar gróður megi rækta og hvernig hagfelldast sé að nytja gróður landsins. í blaðagrein er ekki kostur á að gera jafn yfir- gripsmiklu máli full skil. Samt skal þess freistað að gera því nokkur, einkunr ef það mætti verða til þess að menn geti fengið betri yfirsýn um atburða- rásina í gróðursögu landsins, þannig að þeir yrðu þá dómbærari á ýmislegt, sem fram hefur komiö í blaðaskrifum undanfarna mánuði. En sumt af því mun hafa verið skrifað meira af kappi en vand- legri íhugun. IV Vilji menn reyna að fá ofurlitla innsýn í gróður fortíðarinnar mun hentast að taka nokkur dæmi úr gróðursögunni, sem ekki verða véfengd, en af þeim getur svo lesandinn sjálfur dregið réttar ályktanir. Áður en af stað er haldið, má minna á það, sem Ari fróði skrifar í fslendingabók, þar sem hann segir að ísland hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru, er það var numið. Nútímamönnum þykir þetta að vonum íjar- stæða. Samt hafa menn talið Ara einn hinn skil- merkilegasta sagnaritara, sem uppi hefir verið, og fræðimenn hafa yfirleitt ekki rengt frásagnir hans, nema helst þessa. Sumir telja þetta rangt, og hafa viljað leiðrétta Ara og telja að hann hafi átt við víði en ekki björk. Frá náttúrufræðilegu sjónarmiði er slík skýring út í bláinn, því að allir, sem nokkuð hafa kynnst íslensku gróðurlendi og sambúð víðis og bjarkar, sjá í hendi sér að slík firra fær ekki staðist. Hér skal nú í því, sem á eftir fer, brugðið upp nokkrum myndum til þess að menn geti sjálfir dæmt um orð Ara fróða. Er þá best að byrja á þeim stað, þar sem hann sjálfur dvaldi í æsku og fram á fuliorðinsár og nam lærdóm sinn. V Haukadalur í Biskupstungum hefir frá önd- verðu og fram á 18. öld verið með allra bestu jörðum á Suðurlandi. Heimalandið var mikið og gott og heiðarnar vaxnar kjarrgróðri, þar sem útbeit var nær óþrjótandi. Þar lögðu Haukdælir hinir fornu undirstöðuna að auð sínum og veldi, þar ráku ýmsir Skálholtsbiskupar stórbú l'yrir eigin reikning, þar bjuggu ýmsir ríkis- og merkis- menn um lengri eða skemmri tíma. Ekkert af þessu hefði veriö þar, ef kostir landsins hefðu ekki verið miklu meiri áður en nú. Land Haukadals og afbýla nær frá mótum Laugaár og Tungufljóts norður að Sandvatni og Norðlingagötum, en þaðan er snertispölur að rótum Langjökuls. Alls er landið um '8.500 hekt- arar að stærð. Nyrst er landið slétt eða smáöldótt, og hallar því hægt og jafnt frá Sandvatni niður að brekkudrögum þeim, sem mynda hálfhring um dalinn, sem bærinn er kenndur við. Þetta land er í 240-320 metra hæð yfir sjó. Neðan við brekku- brúnirnar og Sandfellshlíðar er sjálft heima- landið í 120-200 metra hæð. Norðan Haukadalslands eru Sandvatnshlíðar og Jarlhettur. Hlíðarnar eru 320-360 metra yfir sjó, en inni undir Jarlhettum er sæluhús Ferðafé- lagsins í um 350 metra hæð. Nú er svo komið sögu, að allt land Haukadals 8 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.