Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 12
man eftir því, að slegið var hey inni á heiði á
stórum jarðvegstorfum, sem nýlega eru horfnar
út í veður og vind. Hefir það líka heyrt sér eldra
fólk tala um jarðveg og gróður á stöðum, sem
uppblásnir voru í minni þess. En merkasta vitnis-
burðinn um gróður landsins er að finna í Jarða-
bók Arna og Páls. Arið 1709 eru þessi orð skráð
við lýsingu Haukadals: „Sandur tekur til að
ganga norðan á land jarðarinnar, og sýnist að til
stærri skaða verða muni með tíðinni“. Ennfrem-
ur segir Jarðabókin: „Munnmæli eru að byggð
hafi verið langt fyrir norðan Haukadal og í
kringum Bláfell, og hafi þá Haukadalur átt að
standa svo sem í miðri sveit, en ekki vita menn
nein bæjarnöfnin“. Um Sandvatnshlíðar vitum
við, að þar átti Torfastaðakirkja skóg, en sá
skógur var talinn aleyddur og í sand kominn árið
1709.
Jarðabókin gefur furðu góða lýsingu af landinu
í Haukadal, ef nánar er að gætt. Sandfokið er að
hefjast nyrst í landinu, og er það í beinu fram-
haldi af eyðingu skógar og uppblásturs í Sand-
vatnshlíðum. Að öðru leyti mun landiö hafa
verið vel gróið, og kemur slíkt heim við það, er
menn vita um landið á öldinni, sem leið. Af lýs-
ingu Jarðabókarinnar er og greinilegt, að þeim
mönnum, sent tóku hana saman, hefir verið ljóst,
hvernig landskemmdir höguðu sér og eins hvers
vænta mátti í framtíðinni. Uggur þeirra hefir
fram komið, og sýnir það okkur, að til hafa verið
íslendingar á 18. öld, er sáu og skildu í hvert óefni
stefndi, þótt þeir hafi ekki verið þess um komnir
að reisa rönd við rás atburðanna.
Af þessari fáorðu lýsingu er það svo Ijóst, að
ekki verður um deilt, að um 5.000 til 6.000 hekt-
arar lands hafa blásið upp á Haukadalsheiðinni
undanfarin 240 ár. Eru slíkt geysilegar skemmdir
á einni jörð á ekki lengri tíma.
Skammt frá sæluhúsi Ferðafélagsins við Eini-
fell eru enn nokkrar jarðvegstorfur, og það hlýtur
að vekja undrun flestra að sjá þar allmikið af lág-
vöxnu birki, jarðlæga einirunna og ýmsar blóm-
plöntur, svo sem sóleyjar og blágresi, er einkum
fylgja kjarrlendi. Og þegar við vitum líka af lýs-
ingu Jarðabókarinnar, að skógur hefir fyrrum
verið í Sandvatnshlíðum í norðaustur af Hauka-
dalslandi og í beinu framhaldi þess, verður varla
hjá því komist að draga þá ályktun, að á land-
námsöld hafi verið samfelldur skógur þaðan og
niður í skógabrekkurnar ofan við Haukadal.
Landið ofan Haukadals er áþekkt mörgum
öðrum heiðalöndum í uppsveitum Suðurlands,
og gróðurskilyrði þar eru hin sömu eða jafnvel
verri en austur í Hreppum, í Landsveit, á Rang-
árvöllum, íHvolhreppi, Fljótshlíð ogundirEyja-
fjöllum, svo að nokkuð sé nefnt. Af því má enn
draga þá ályktun, að birkiskógar hafi verið furðu
víðlendir um allt Suðurland á landnámsöld og
jafnvel síðar.
í því sambandi má benda á eyjar og hólma í
Þjórsá. Allt frá Klofaey, sem liggur skammt
neðan við Tungnárósa, og niður fyrir Stóra-Núp,
eru þær eyjar og þeir hólmar kjarri og skógi
vasnir, sem ekki er kostur á að hafa sauðfé í. En
hinar eyjarnar, sem auðvelt var að nytja til beit-
ar, eru skóglausar með öllu, og sumar, eins og
Árnesið og Hagaey, mikið skemmdar af upp-
blæstri.
Auk þess vita menn, af skrifuðum gögnum og
munnlegum heimildum, að uppblásturinn í
Landsveit á rót sína að rekja til skógaskemmda
og skógaeyðinga. Flatarmál Landsveitar ofan
Skarðsfjalls er um 120 ferkílómetrar, en af því
eru 3/4 nú uppblásnir síðan uppblástur hófst þar,
sennilega á 17. öldinni. Aðalskemmdirnar urðu á
öldinni sem leið, einkum í tveim harðviðriskötl-
um, er landið lá opið og bert fyrir ofviðrum sakir
þess, að menn og skepnur höfðu eytt hinum nátt-
úrlega verndargróðri.
VI
Rúmið leyfir ekki að brugðið sé upp fleiri
dæmum af Suðurlandi, en nógu er af að taka, og
talar það allt sama máli. Til þess að sýna, að
miklar skógaskemmdir hafi átt sér víðar stað, má
benda á það, sem menn vita um Fnjóskadalinn.
Samkvæmt Jarðabókinni er talinn meiri og minni
skógur á 39 bæjum af 45, sem þá voru í byggð.
Nærri 200 árum síðar tók Sigurður Sigurðsson,
síðar búnaðarmálastjóri, saman lýsingu af
skógum í Fnjóskadal (Andvari, 25. árg.). Þá var
aðeins skógur á 6 jörðum af þeim 41, sem þá voru
byggðar. Árið 1712 eru 6 jarðir skóglausar í
dalnum, en árið 1900 er aðeins eftir skógur á 6
10
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989