Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Side 13

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Side 13
jörðum. Auk þess eru stór svæði um miðbik dals- ins orðin alveg örfoka árið 1900, en þar höfðu staðið stórskógar fram undir miðja 18. öld. Sigurður Sigurðsson segir alveg afdráttarlaust, að eyðing skóga sé óhyggilegri nytjun lands að kenna, og allt, sem síðar hefir komið fram styður mál hans, en ekkert mælir í gegn því. Af ýmsu má ráða, að fyrir 200 árum stóð breitt skógarbelti þvert yfir mynni Ljósavatnsskarðs, og gekk það alveg niður á Fnjóskárbakka. Á 8 jörðum, sem nú eru alveg skóglausar, segir Jarða- bókin að engi sé lítið, nema hvað henda má í lágum innan um skóginn. Slíkar lýsingar tala greinilegu máli. Fyrir því, hve skógaeyðingin í Fnjóskadal er ný, er auðveldara að átta sig á sambandinu milli skógaskemmda og uppblásturs á þessum slóðum en víðast hvar annars staðar. Þeir, sem vilja kynna sér orsakasamhengið milii búsetu og örtraðar, geta óvíða séð það betur en á Háls- melum í Fnjóskadal. Sömu atburðir og orðið hafa á þessum slóðum, hafa einnig orðið víðs vegar um allt Norðurland á ýmsum tímum sögu okkar. VII Dæmi þau, sem hér hafa verið nefnd um skóga- skemmdir og uppblástur, eru frá síðari öldum. Margt bendir til þess, að jarðvegseyðingin hafi verið ákaflega hröð á 18. og 19. öld, en enginn skyldi samt halda, að eyðingin hafi ekki verið farin að vinna sitt hljóðláta starf löngu fyrr. Okkur skortir aðeins heimildir til þess að rekja sögu hennar. Skagafjörður var að mestu skóglaus orðinn þegar Jarðabókin var samin. Enn eru samt til skógaleifar í Fljótum, í Hrollleifsdal og við Ljótsstaði í norðausturhorni héraðsins. Nýlega fundust mjög fallegar birkiplöntur, vaxnar af gömlum rótum, í djúpri laut í nærri 200 m hæð yfir sjó uppi í Tindastóli skammt frá Sauðár- króki. - Þar hafa einhverntíma verið fallegar skógarbrekkur. Sunnarlega í Austurdal, fjarri allri mannabyggð en í 400 m hæð yfir sjó, eru enn til meira en mannhæðar háir birkilundir, og sagt er að svipaðar leifar megi finna á Vesturdal, þótt mér sé ekki kunnugt um þær. í Jökulsárgiljum má Moldarrof. - Þykkl jarðvegs nœrri 5 melrar. Pessi mynd gæti verið hvaðanœva af hálendisbrúnum á Suðurlandi en er af Hólsfjöllum. Með áframhaldandi uppblœstri um land allt eyðileggjast ómetanleg framtíðarverðmœti um aldur og ævi. víða finna birkileifar, og eftir að mæðiveikigirð- ing var sett meðfram Jökulsá eystri hefir mjög snotur birkigróður fikrað sig upp á bakkana. í Norðurárdal var enn til nokkur birkigróður um síðustu aldamót, að sögn Jakobs Líndals, en sá gróður er nú upp urinn af hrossum. Úr því að enn má finna birkigróður hvarvetna í útjöðrum héraðsins, þar sem gróðrarskilyrði eru hvað verst, væri einkennilegt, ef birkiskógar hafi ekki verið um alian Skagafjörð, þar sem birki gat annars vaxið, í þann mund, er menn settust hér að. í Eyjafirði má enn finna birkileifar í mörgum giljum og gljúfrum, auk þess, sem birkigróður leynist enn á ýmsum stöðum svo sem í Hörgárdal, á Þorvaldsdal og víðar. Samkvæmt Jarðabókinni eru líka skógaleifar á ýmsum stöðum skömmu eftir 1700. Loks má geta þess, að birkileifar hafa fundist á einum 8 stöðum í Húnavatnssýslum á síðari árum, svo að ekki hafa þær sýslur verið með öllu skóglausar áður fyrr. ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.