Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Side 16

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Side 16
þeirra eru ljómandi fögur tré, sem náð hafa allt að 9 metra hæð á 30-40 árum og eru enn í örum vexti. Hæstu birkitrén í gömlu skógunum eru um 11 metrar, en allt bendir til þess, að hin yngri tré, sem vaxið hafa af fræi, verði enn hærri, er tímar líða. Af þessu má draga þá ályktun, að í frum- skógum landsins hafi verið hærri og viðameiri tré en hin bestu, sem við nú þekkjum. X Menn ganga þess ekki duldir, að Island hefir verið langtum kostameira og gróðurlendi þess miklu stærra, þegar landið var numið. Annað mál er, að fáir munu hafa reynt að gera sér nokkra grein fyrir, hve afturförin hafi verið mikil. En slíkt er alls ekki þýðingarlítið atriði, og háskaleg- ast væri af öllu, ef eyðingin héldi enn áfram allt í kringum okkur. Hér að framan hefir verið á það bent með sterk- um líkum, að okkur sé óhætt að leggja miklu meiri trúnað á orð Ara fróða en gert hefir verið fram að þessu. í stað þess að furða sig á lýsingu hans af landinu mættu menn frekar furða sig stór- lega á því, að hérskuli enn vera um 1.000 ferkíló- metrar kjarr- og skóglendis. Þegar að er gáð, hvar skóglendi sé helst eftir, er það ekki í veður- sælustu sveitum landsins, heldur þar, sem strjál- býli, fj arlægð frá byggðum eða snj óalög hafa veitt því mesta vernd. Sýnir það ljóst, að það er búset- an, sem rutt hefir skógunum úr vegi. Þegar skógur er eyddur breytist allt gróðurfar j arðvegsins. Blómplöntur og hágróður víkur fyrir grösum og hálfgrösum. Annaðhvort breytist land- ið í móa og valllendi eða í mýrar og hálfdeigjur, ef mikið aðrennsli hefir verið af jarðvatni. Þær munu óteljandi mýrarnar, sem myndast hafa við eyðingu skóga. Að sumu leyti er æskilegra að landið breytist á þann veg, því að slíku landi er hvergi nærri eins hætt við uppblæstri og mó- og valllendi. Hér að framan hefir og verið sýnt fram á, hvernig uppblásturinn fylgdi í kjölfar skógaeyð- inganna í Haukadal, Landsveit og í Fnjóskadal. I Fnjóskadal hefir uppblásturinn orðið svo að segja um leið og skógaspjöllin voru framin, en á hinum stöðunum kunna að hafa liðið nokkrir ára- tugir og jafnvel heil öld, áður en eyðingin varð alger. Þegar benda má á svipaða gróðureyðingu í mörgum öðrum sveitum landsins, t.d. Þjórsár- dal, Eyjafjallahreppi, Hítardal, Miðdölum, Eyjafirði, Aðaldal, Axarfirði og víðar, hlýtur að fara að þrengjast um fyrir þeim, sem fram að þessu hafa neitað því að eyðing skóganna hafi leitt til uppblásturs og gróðureyðingar. Þegar litið er á allar aðstæður með hliðsjón af sagnfræði og náttúrufræði virðist ekkert líklegra en að mestur hluti Islands, sem á annað borð hefir nokkur gróðrarskilyrði, hafi verið gróinn í þann mund, er menn settust að í landinu. Lang- mestur hluti hins gróna lands hefir verið vaxinn birkiskógi eða kjarri í einhverri mynd. Forarflóar og votlendar mýrar munu hafa verið einu gróður- löndin, þar sem birkið þreifst ekki. XI Erfitt er að segja nákvæmlega, hve mikill hluti landsins hafi verið gróinn á landnámsöld. Nokk- urn stuðning má fá af hæðaskiptingu landsins, sé þess freistað, að áætla flatarmál gróðurlendisins. Af flatarmáli landsins eru 43.500 ferkílómetrar milli sjávarmáls og 400 metra hæðar yfir sjó. Á milli 400 og 600 metra hæðar eru um 20.500 fer- kílómetrar. Varla mun ástæða til að ætla að mikill hluti landsins ofan við 400 metra hæð hafi verið gróinn, en samt munu ýmsir blettir hafa borið blómlegan en veikbyggðan gróður í þessari hæð, eins og þekkst hefir í Víðidal í Lóni. Hins vegar mun langmestur hluti hinna 43.500 ferkílómetra neðan 400 metra hæðar hafa verið vaxinn sam- felldum gróðri. Frá þessu flatarmáli verður svo að draga ár og stöðuvötn, sanda með sjó fram og eitthvað af nýjum hraunum. Þessi frádráttur nemur sennilega eins miklu eða meiru en hið sam- fellda gróðurlendi var ofan 400 metra hæðar. Til þess því að telja frekar van en of, mætti áætla flat- armál gróins lands um 40.000 ferkílómetra á landnámsöld. Því miður eru ekki til neinar mælingar á stærð hins gróðurberandi lands eins og það er nú. Er slíkt ekki vansalaust, en ekki tjáir um að sakast. Fyrir einum 12 árum gerði ég áætlun um stærð samfellds gróðurlendis á landinu og studdist þá við hæðaskiptinguna milli sjávarmáls og 100 14 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.