Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Side 19

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Side 19
löndin mundu geta haldið í horfinu, ef þau væru minna nytjuð. Það er alkunna, hvernig sauðfé heldur sig löngum í moldarrofum og við þau. ýfir þau með traðki og sparki en rótnagar allan ný- græðing á örfoka löndum. Er ekki nokkur vafi á, að sauðféð tefur mjög alla náttúrlega uppgræðslu þar sem það fær að leika lausum hala. Eyðingin fer hljótt um byggðir landsins. Menn taka lítið eftir henni, því að hún gerir ekki boð á undan sér. En hún vinnur daglangt og náttlangt og ann sér engrar hvíldar. Greindur bóndi á Suðurlandi sagði fyrir fáum árum. að moldar- barðið utan við túnfótinn hjá honum hefði færst til um 10 metra á nokkrum árum, og sér virtist sem fjöldi annarra moldarrofa þar í sveit hefðu blásið upp að sama skapi. Ef slík eyðing heldur áfram mun allt héraðið breyta um svip á nokkrum tugum ára. Á Islandi eru tugþúsundir moldarrofa, sem fýkur úr í hvert sinn, er þurrir vindar blása. Hinn forni jarðvegur landsins er óðum að hverfa á haf út. Þessu skeyta menn ákaflega lítið. Þegar friðun- argirðingar sandgræðslu og skógræktar eru undan skildar, er ekkert skeytt um þetta atriði. Þær girðingar ná ekki yfir nema 800 til 900 fer- kílómetra, eða minna en einn hundraðshluta alls landsins. Andóf þjóðarinnar til að forða gróður- lendinu er því injög skammt á veg komið. XIII Þeir, sem hampa uppblásturskenningunni og trúa á hana, hugga sig við að örfoka lönd grói skjótt aftur, og að þar komi nytjalönd á ný, sem gróður allur og jarðvegur er horfinn af. Freist- andi væri að mega treysta þessu. En þegar hið forna gróðurlendi okkar hefir senn verið í 10.000 ár að myndast, er óhugsandi að náttúran sé svo hraðvirk, að hún geti allt í einu myndað jafn- góðan jarðveg á skömmum tíma, samtímis meiri og minni beit á flestum örfoka löndum. Ég verð að játa, að ég hefi lengi treyst á sjálf- græðslu örfoka landa, enda séð ýms ágæt dæmi hennar. En ég varð óneitanlega fyrir töluverðum vonbrigðum í haust, er við Steindór Steindórsson vorum að skoða sjálfgræðsluna í Þjórsárdal. Við höfum fylgst með uppgræðslunni nú um 10 ára skeið. Því miður eru athuganir okkar of fáar og ná of skammt til þess að þær geti gefið annað en vísbendingar. En svo hefir okkur virst, að á árunum 1942 til 1948 hafi gróðri farið allmikið fram á vikrum og hraunum dalsins. Sumsstaðar virtist gróður hafa nærri tvöfaldast. En árin 1949 til 1952 hafa sumur verið bæði köld og stutt og óvenju þurr á þessum slóðum. Á þessum tíma virðist gróðri alls ekki hafa farið fram, en hins vegar mun hann hafa haldið í horfinu. Dalbotn Þjórsárdals er í 120-180 metra hæð yfir sjó á mótum byggða og afrétta á Suöurlandi. Ef sjálfgræðsla stöðvast á alfriðuðu landi í ekki verri árum en nú hafa verið, hvað mun þá um önnur lönd? Hve ör mun þá sjálfgræðsla ófrið- aðra landa, þar sem sauðartönnin nagar í sífellu? Hvað sem þessu líður er þó eitt víst: Ef sjálf- græðsla eyddra landa vegur ekki upp á móti því, sem árlega eyðist af gömlu og gróðurberandi landi, erum við enn á beinni leið í háskann. XIV Hér er mikið vandamál á ferðinni, sem menn hafa lítinn sem engan gaum gefið. Augu og athygli alÞa beinast nú að stækkun landhelginn- ar, og er það vel, að menn skuli nú vera sammála um nauðsyn og nytsemi þeirra aðgerða. Hins vegar er engin „gróðurlandhelgi" til, sem ekki er þó minni nauðsyn en hin. Þótt við höfum eytt allt að 60% af gróðurlendi landsins og hitt, sem eftir er hangi í veikum þræði, er enn ekki gert neitt tii þess að gildandi ítölulögum sé beitt. Fávísir menn vilja fjölga sauðfé landsins upp í hálfa aðra milljón eða meira, en slíkt er álíka vitlegt og ef menn opnuðu landhelgina á ný fyrir togurum allra þjóða. Urmull útigangshrossafæróátalið að spilla gróðri og sparka upp moldarbörðum um allt land, en bráðum verður það fært í annála, ef menn sjást á hestbaki í sveit á Islandi. Að lokum skulum við rifja upp eftirfarandi stað- reyndir: Búseta landsmanna í nær 1100 ár hetír eytt verndargróðri landsins, hinum fornu birkiskóg- um. Afleiðingarnar eru þær að meira en helm- ingur hins upphaflega gróðurlendis er eyddur. Hið gamla gróðurberandi land er enn að eyðast og blása upp. Enginn veit enn, hve ört sjálfgræðslu landsins ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.