Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Síða 19
löndin mundu geta haldið í horfinu, ef þau væru
minna nytjuð. Það er alkunna, hvernig sauðfé
heldur sig löngum í moldarrofum og við þau. ýfir
þau með traðki og sparki en rótnagar allan ný-
græðing á örfoka löndum. Er ekki nokkur vafi á,
að sauðféð tefur mjög alla náttúrlega uppgræðslu
þar sem það fær að leika lausum hala.
Eyðingin fer hljótt um byggðir landsins. Menn
taka lítið eftir henni, því að hún gerir ekki boð á
undan sér. En hún vinnur daglangt og náttlangt
og ann sér engrar hvíldar. Greindur bóndi á
Suðurlandi sagði fyrir fáum árum. að moldar-
barðið utan við túnfótinn hjá honum hefði færst
til um 10 metra á nokkrum árum, og sér virtist
sem fjöldi annarra moldarrofa þar í sveit hefðu
blásið upp að sama skapi. Ef slík eyðing heldur
áfram mun allt héraðið breyta um svip á nokkrum
tugum ára.
Á Islandi eru tugþúsundir moldarrofa, sem
fýkur úr í hvert sinn, er þurrir vindar blása. Hinn
forni jarðvegur landsins er óðum að hverfa á haf
út. Þessu skeyta menn ákaflega lítið. Þegar friðun-
argirðingar sandgræðslu og skógræktar eru
undan skildar, er ekkert skeytt um þetta atriði.
Þær girðingar ná ekki yfir nema 800 til 900 fer-
kílómetra, eða minna en einn hundraðshluta alls
landsins. Andóf þjóðarinnar til að forða gróður-
lendinu er því injög skammt á veg komið.
XIII
Þeir, sem hampa uppblásturskenningunni og
trúa á hana, hugga sig við að örfoka lönd grói
skjótt aftur, og að þar komi nytjalönd á ný, sem
gróður allur og jarðvegur er horfinn af. Freist-
andi væri að mega treysta þessu. En þegar hið
forna gróðurlendi okkar hefir senn verið í 10.000
ár að myndast, er óhugsandi að náttúran sé svo
hraðvirk, að hún geti allt í einu myndað jafn-
góðan jarðveg á skömmum tíma, samtímis meiri
og minni beit á flestum örfoka löndum.
Ég verð að játa, að ég hefi lengi treyst á sjálf-
græðslu örfoka landa, enda séð ýms ágæt dæmi
hennar. En ég varð óneitanlega fyrir töluverðum
vonbrigðum í haust, er við Steindór Steindórsson
vorum að skoða sjálfgræðsluna í Þjórsárdal.
Við höfum fylgst með uppgræðslunni nú um 10
ára skeið. Því miður eru athuganir okkar of fáar
og ná of skammt til þess að þær geti gefið annað
en vísbendingar. En svo hefir okkur virst, að á
árunum 1942 til 1948 hafi gróðri farið allmikið
fram á vikrum og hraunum dalsins. Sumsstaðar
virtist gróður hafa nærri tvöfaldast. En árin 1949
til 1952 hafa sumur verið bæði köld og stutt og
óvenju þurr á þessum slóðum. Á þessum tíma
virðist gróðri alls ekki hafa farið fram, en hins
vegar mun hann hafa haldið í horfinu.
Dalbotn Þjórsárdals er í 120-180 metra hæð
yfir sjó á mótum byggða og afrétta á Suöurlandi.
Ef sjálfgræðsla stöðvast á alfriðuðu landi í ekki
verri árum en nú hafa verið, hvað mun þá um
önnur lönd? Hve ör mun þá sjálfgræðsla ófrið-
aðra landa, þar sem sauðartönnin nagar í sífellu?
Hvað sem þessu líður er þó eitt víst: Ef sjálf-
græðsla eyddra landa vegur ekki upp á móti því,
sem árlega eyðist af gömlu og gróðurberandi
landi, erum við enn á beinni leið í háskann.
XIV
Hér er mikið vandamál á ferðinni, sem menn
hafa lítinn sem engan gaum gefið. Augu og
athygli alÞa beinast nú að stækkun landhelginn-
ar, og er það vel, að menn skuli nú vera sammála
um nauðsyn og nytsemi þeirra aðgerða. Hins
vegar er engin „gróðurlandhelgi" til, sem ekki er
þó minni nauðsyn en hin. Þótt við höfum eytt allt
að 60% af gróðurlendi landsins og hitt, sem eftir
er hangi í veikum þræði, er enn ekki gert neitt tii
þess að gildandi ítölulögum sé beitt. Fávísir
menn vilja fjölga sauðfé landsins upp í hálfa aðra
milljón eða meira, en slíkt er álíka vitlegt og ef
menn opnuðu landhelgina á ný fyrir togurum
allra þjóða. Urmull útigangshrossafæróátalið að
spilla gróðri og sparka upp moldarbörðum um
allt land, en bráðum verður það fært í annála, ef
menn sjást á hestbaki í sveit á Islandi.
Að lokum skulum við rifja upp eftirfarandi stað-
reyndir:
Búseta landsmanna í nær 1100 ár hetír eytt
verndargróðri landsins, hinum fornu birkiskóg-
um. Afleiðingarnar eru þær að meira en helm-
ingur hins upphaflega gróðurlendis er eyddur.
Hið gamla gróðurberandi land er enn að eyðast
og blása upp.
Enginn veit enn, hve ört sjálfgræðslu landsins
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
17