Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Qupperneq 20
miðar, og meðan svo er, skyldi enginn treysta um
of á hana.
Mikið af því landi, sem nú fer forgörðum, gæti
síðar orðið að nytjalandi, ef því væri forðað frá
eyðingu.
Við höfum enn óljósa eða enga hugmynd um,
hvernig við eigum og megum nytja beitarlönd og
úthaga, þannig að landið skemmist ekki.
Það er siðferðilega rangt af okkur fslending-
um, að heimta meiri arð af gróðri landsins en
hann getur veitt okkur að skaðlausu, og það er
glæpur gegn þeim kynslóðum, sem landið erfa, ef
við spillum og eyðum landi meira en orðið er, því
að engin nauðsyn rekur okkur lengur til þess.
Fyrir því er það ábyrgðarhluti að leyfa mönn-
um stóraukna fjárrækt að lítt breyttum ástæðum
hvað ræktun við kemur. Fyrir því er það
skemmdarstarf, að leyfa mönnum ótakmarkaða
hrossaeign. Fyrir því ætti að láta lögin um ítölu
koma til framkvæmda um allt land.
XV
Af því, sem sagt hefir verið hér að framan,
munu margir telja skoðanir mínar á þessum
málum mótast af svartsýni. Svo er þó ekki.
Flingað til hefir aðeins verið rætt um það, sem
orðið er og enn á sér stað í beinu framhaldi af
búskaparlagi fyrri tíma.
Lega íslands skapar öllum gróðri að vísu þröng
kjör. -Landið liggur á strauma- og vindamótum,
jarðvegurinn er fokjörð, sem mjög er hætt við
eyðingu, ef hann nýtur ekki góðrar gróðurvernd-
ar, og ennfremur er gróðurinn einhæfur og við-
námslítill.
Fcir Steindór Steindórsson grasafræðingur og
Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, hafa báðir
dregið svipaðar ályktanir af ólíkum forsendum í
þá átt, að mikill meiri hluti hinna íslensku plöntu-
tegunda hafi hjarað af hér á landi á síðustu ísöld.
Allmargar plöntur hafa borist hingað af manna-
völdum, en hinar eru tiltölulega fáar, sem borist
hafa til landsins af sjálfsdáðum.
Pegar við vitum auk þessa, að um norðanverða
Evrópu vaxa um tvisvar sinnum fleiri tegundir
plantna en hér eru, og að um norðanverða Amer-
íku eru um þrisvar sinnum fleiri tegundir við
svipuð veðurskilyrði, opnast fyrir okkur margt,
sem áður var hulið. Meðal annars er þetta:
1. Fæð plöntutegunda hér á landi er afleiðing af
einangrun landsins. Ástæðan til að barrskógar
uxu hér ekki á landnámsöld er eingöngu sú, að
fræ þeirra gátu ekki borist hingað.
2. Ffér á landi eru vaxtarskilyrði fyrir fjölda
tegunda, sem ekki hafa vaxið hér áður.
3. Sakir langrar einangrunar má ætla, að hinn
íslenski gróður sé veikbyggður í samanburði við
annan svipaðan gróður, sem vaxið hefir upp við
sams konar gróðrarskilyrði annars staðar, en
sífellt orðið að heyja enn harðari samkeppni fyrir
tilveru sinni.
4. Ennfremur hefir það aukið á viðkvæmni og
þróttleysi hins íslenska gróðurs, að hér voru
engar grasætur áður en land var numið.
5. Af þessum ástæðum mágeraráðfyrirþví, að
margur erlendur gróður, sem völ er á að flytja til
landsins af norðlægum slóðum, muni reynast
sterkari og harðgerari en svipaður gróður
íslenskur. Innflutningur plantna gæti því orðið til
stórkostlegra nytja og aukið mjög fjölbreytni í
ræktun landsmanna. Ekki má samt loka aug-
unum fyrir því, að sumar innfluttar tegundir geta
orðið til tjóns og trafala.
Ef menn hugsa um þessi atriði og önnur, sem
draga má af þessum ályktunum. verður Ijóst, að
hér á íslandi eigum við margra kosta völ í ræktun
landsins. Hér þarf að vinna að með skynsemi og
þekkingu.
En eitt er víst: Gróðurránið verður að hverfa
sem allra fyrst, og taka verður upp nytsamlega og
skynsamlega ræktun lands. Hugsunarháttur hirð-
ingjanna og beitarhúsamennskan verður að
hverfa úr sögunni.
Að öðrum kosti mun landið halda áfram að
blása upp og eyðast.
Aths. Þessa grein ritaöi Hákon í dagblaðið Tímann upp-
haflega. Hún birtist sérprentuð árið 1953, en birtist hér í
fyrsta skipti í Ársritinu.
18
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989