Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 28

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 28
dómunum. Þótt ítök Valþjófsstaðakirkju væru að líkindum fyrir löngu orðin ógild, vegna eyð- ingar skógarins, virðast prestarnir hafa gengið á það lag að taka skóg í Hrafnkelsstaðalandi, þar sem hann var enn til, og þá sérstaklega í Rana- skógi. í bréfum þeirra kemur fram, að séra Stefán Árnason hefur um sína daga fengið skriflegt sam- þykki klausturhaldara séra Bergvins, sem reynd- ar var aðstoðarprestur hans um tíma, til að taka „8 hesta af kalviði eða 4 hesta af tróðviði" í Rana- skógi. Séra Stefán lést 1857, og tók þá Pétur Jóns- son (sonur Jóns vefara) við prestakallinu. Vildi hann halda uppteknum hætti með skógarhöggið á Hrafnkelsstöðum, en rak sig þar brátt á ýmsa veggi. Út af því skrifaði hann stiftsyfirvöldum langt ogýtarlegt bréf, dags. 3.jan. 1861 á Valþjófsstað, þar sem hann rekur sögu skógarítaksins undan- farna áratugi og leggur fram bréf þaraðlútandi, er farið höfðu á milli fyrirrennara hans og umboðs- manna Klausturjarða. Par kemur m.a. fram, að Einar bóndi Einarsson á Hrafnkelsstöðum hefur kært séra Stefán árið 1853 fyrir að taka „meiri skóg en hann hafi haft heimild til“, samkvæmt samningi þessara aðilja. Árið 1856 hafa þeir svo gert með sér nýjan samning, sem staðfestur var af amtmanni. Pétur hefur þó ekki fengið þann samning í hendur, en segist vita um efni hans. Niðurstaða hans er sú, að aldrei hafi verið vafi á eða véfengt, að prestar hér hefðu rétt til, samkvæmt máldögum kirkjunnar, að taka skóginn, hvar helst sem verða vildi á Hrafn- kelsstaða landi... og ennfremur: Undir allri meðferð skógarmálsins, milli klausturs- ins eða umboðsmannsins og Víðivalla eigenda, hefir aldrei verið hreyft við, eða mótmælt rétti Valþjófs- staðakirkju til skógarteigsins eða skógarítaksins í Hrafnkelsstaðalandi, hvers vegna mér virðist hann standa enn óhaggaður. Pá greinir séra Pétur, í bréfi sínu, frá árekstri, sem orðið hafi vegna skógnýtingarinnar, við Einar bónda á Hrafnkelsstöðum: í fyrrahaust, þann 7da oktobrem, aðvaraði jeg Einar bónda á Hrafnkelsstöðum um, að jeg mundi taka skóginn, eins og formenn mínir, en hann snerist illa við og fyrirbauð mjer skógarítakið með öllu, án þess þó að færa nokkrar ástæður fyrir forboði sínu, nema hvað hann bar það fyrir, að klausturhaldari hefði skipað sér það munnlega. Að svo vöxnu máli, gat jeg ekki tekið forboð Einars til greina, heldur varð að álíta það þýðingarlaust og marklaust, og það því heldur sem mjer var kunnugt, að Einar hafði optastnær að undanförnu hreift þess- um mótmælum og þrasi, þegar skógurinn var hjeðan tekinn. Næstliðið vor, nálægt sumarmálum, sendi jeg út í Hrafnkelsstaðaskóg, til að taka tróðvið á 4 hesta. Kom þar þá Einar bóndi á Hrafnkelsstöðunr með húskarla sína, fyrirbauð mönnum mínum að höggva og flytja burtu skóginn, og Ijet sem hann mundi hindra þá með valdi og sýndi jafnvel að honum var full alvara, með því að hann hjó sundur ól á einni klifinni, en þegar menn mínir ljetu ekki fælast við ógnanir Einars, ljet hann þá að lyklum í friði fara, án þess að gjöra meira að. Vegna þessa atburðar hefur Björn Skúlason umbóðsmaður skrifað Norður- og Austuramtinu og það látíð Þorstein Jónsson sýslumann taka próf í málinu. Eftir að hafa fengið þetta „próf“ í hendur, skrifar amtið sýslumanni til baka og biður hann tilkynna séra Pétri, að það sjái ekki ástæðu til að halda því máli frekar áfram, en síðan segir í bréfi amtsins: Annars skal eg leyfa mér að geta þess, að Vilchins og Gísla biskups máldagar tileinka Valþjófsstaðar kirkju „skógarteig (ekki skógarhögg) í Hrafnkels- staðalandi“ og hlýtur þetta að tákna svið, með vissum ummerkjum, en sé núskógurinn á því annað- hvort upprættur af mönnum eða eyddur af náttúr- unnar völdum, eða vanti vitneskju um, hvar skógar- teigurinn hafi legið, finnst mér best að ítakið sé með öllu fallið burtu. Af því nú Valþjófsstaðar prestur hefir ekki sannað, hvar skógarteigurinn sé, en munnmæli liggja á því, að teigurinn hafi verið á Gils- áreyri, fyrir utan svonefndan Kirkjuhamar, en neðan reiðgötur, þar sem nú enginn skógur á sér stað framar, þá hefir því verið mótmælt, að umboðs- stjórnarinnar hálfu, að prestur léti höggva Hrafn- kelsstaðaskóg, en með því prófastur sál. Stephán Arnason hafði áður notið þar skógarhöggs, var með tilliti til verðugleika þessa heiðursmanns, gjörður samningur við hann, um að hann mætti árlega láta 26 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.