Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 29

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 29
Bjarkir utarlega á Rananum. Mynd: Sig. Blöndal 29- 07-80. höggva viö á nokkra hesta, og samþykkti amtið þennan samning llta Octóber 1856, þó einungis fyrir þann tíma sem hann þjónaði Valþjófsstaðar prestakalli." (Tekið eftirbréfi Þorsteins sýslumanns, dags. 1. mars 1861) (22). Svar stiftsyfirvalda við hinu fyrrumgetna langa bréfi séra Péturs er hins vegar á nokkuð annan veg. Það er dagsett 13. mars 1861 og undirritað af Þórði Jónassen stiftamtmanni og Helga Thor- dersen biskupi. Þar er í einu og öllu fallist á rök- semdir séra Péturs. Telja þcir félagar auðsætt, að dómur sá sem genginn er út af eignarétti yfir Ranaskógi, milli Skriðuklausturs og Víðivalla ytri, komi ekki Valþjófsstaðar kirkju ítaki neitt við, eða geti á nokkurn hátt hnekkt því... en þarafleiðir aptur, að það virðist ekki geta verið neitt því til fyrir- stöðu, að þér yrkið skóginn í sömu tiltölu og for- menn yðar, með vitund ábúanda Hrafnkelsstaða og sérílagi hlutaðeigandi klausturhaldara. Yngri bréf varðandi þetta ítaksmál Valþjófs- staðar í Ranaskógi hef ég ekki fundið og veit því ekki hvernig því lyktaði. Þykir mér líklegt, að Jón á Víðivöllum, sem nú var orðinn eigandi skógarins, hafi ekki látið hlut sinn í þessu máli, fremur en hinu fyrra, og því hafi ítak kirkjunnar fallið niður eftir dóminn 1866. RANASKÓGUR UM ALDAMÓTIN ÞÁTTUR JÓNS EINARSSONAR Sem fyrr getur, hafði Jón Einarsson bóndi á Víðivöllum ytri fengið sér dæmdan Ranaskóginn í Hæstarétti 1866, en hafði meðan á málaferl- unum stóð verið bannað að nýta hann. Má ætla, aö þá hafi honunt verið orðið mál á að fá eitthvað út úr þessum skógi, er hann hafði barist svo mikið fyrir að eignast og kostað hafði hann bæði fé og fyrirhöfn. Fyrir bragðið hefur Jón á Víðivöllum hlotið þau fágætu eftirmæli að vera talinn skóg- níðingur, eins og vel kemur fram í eftirfarandi klausu í Ættum Austfirðinga eftir séra Einar Jónsson: Jón Einarsson bjó á Víðivöllum ytri alla stund og var gildur bóndi, átti Víðivelli. Hann átti lengi í máli út af skógarbletti á grundinni fyrir innan Gilsá, við Lag- arfljótsbotn. Þar var einn hinn fegursti skógur um þær slóðir. Hinn aðilinn var Skriðuklaustursumboð. Jón vann að lokum málið, hjó síðan skóginn, hlífð- arlaust og eyddi honum svo gjörsamlega, að þar stóðu aðeins örfá tré 1890, sem einmana vottur um fegurð hans (1). Jón á Víðivöllum var af merkum ættum í Fljótsdal, fæddur 1821, sonur Einars Vigfússonar prests Ormssonar og Þorbjargar, dóttur Jóns vef- ara. Hann stóð fyrir búskap á Víðivöllum ytri frá um 1850 til 1880 og var hreppstjóri síðari árin. Sæmundur Eyjólfsson lýsir honum svo: Jón Einarsson er maður mikill vexti og skörulegur sýnum. Þá er ég sá hann, kom mjer til hugar, að enn mætti segja gieð sanni: „Úti stóð á Víðivöllum yfir- burðamann." Jón var í stjórn Búbótafélagsins í Fljótsdal og er líklega einn af stofnendum þess, um eða fyrir 1850. Um 1860 er hann með fjárflest bú í hreppnum (2). Hann lést 1906 og á marga afkom- endur. ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.