Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Síða 29
Bjarkir utarlega á Rananum. Mynd: Sig. Blöndal 29-
07-80.
höggva viö á nokkra hesta, og samþykkti amtið
þennan samning llta Octóber 1856, þó einungis
fyrir þann tíma sem hann þjónaði Valþjófsstaðar
prestakalli." (Tekið eftirbréfi Þorsteins sýslumanns,
dags. 1. mars 1861) (22).
Svar stiftsyfirvalda við hinu fyrrumgetna langa
bréfi séra Péturs er hins vegar á nokkuð annan
veg. Það er dagsett 13. mars 1861 og undirritað af
Þórði Jónassen stiftamtmanni og Helga Thor-
dersen biskupi. Þar er í einu og öllu fallist á rök-
semdir séra Péturs. Telja þcir félagar
auðsætt, að dómur sá sem genginn er út af eignarétti
yfir Ranaskógi, milli Skriðuklausturs og Víðivalla
ytri, komi ekki Valþjófsstaðar kirkju ítaki neitt við,
eða geti á nokkurn hátt hnekkt því... en þarafleiðir
aptur, að það virðist ekki geta verið neitt því til fyrir-
stöðu, að þér yrkið skóginn í sömu tiltölu og for-
menn yðar, með vitund ábúanda Hrafnkelsstaða og
sérílagi hlutaðeigandi klausturhaldara.
Yngri bréf varðandi þetta ítaksmál Valþjófs-
staðar í Ranaskógi hef ég ekki fundið og veit því
ekki hvernig því lyktaði. Þykir mér líklegt, að
Jón á Víðivöllum, sem nú var orðinn eigandi
skógarins, hafi ekki látið hlut sinn í þessu máli,
fremur en hinu fyrra, og því hafi ítak kirkjunnar
fallið niður eftir dóminn 1866.
RANASKÓGUR UM ALDAMÓTIN
ÞÁTTUR JÓNS EINARSSONAR
Sem fyrr getur, hafði Jón Einarsson bóndi á
Víðivöllum ytri fengið sér dæmdan Ranaskóginn
í Hæstarétti 1866, en hafði meðan á málaferl-
unum stóð verið bannað að nýta hann. Má ætla,
aö þá hafi honunt verið orðið mál á að fá eitthvað
út úr þessum skógi, er hann hafði barist svo mikið
fyrir að eignast og kostað hafði hann bæði fé og
fyrirhöfn. Fyrir bragðið hefur Jón á Víðivöllum
hlotið þau fágætu eftirmæli að vera talinn skóg-
níðingur, eins og vel kemur fram í eftirfarandi
klausu í Ættum Austfirðinga eftir séra Einar
Jónsson:
Jón Einarsson bjó á Víðivöllum ytri alla stund og var
gildur bóndi, átti Víðivelli. Hann átti lengi í máli út
af skógarbletti á grundinni fyrir innan Gilsá, við Lag-
arfljótsbotn. Þar var einn hinn fegursti skógur um
þær slóðir. Hinn aðilinn var Skriðuklaustursumboð.
Jón vann að lokum málið, hjó síðan skóginn, hlífð-
arlaust og eyddi honum svo gjörsamlega, að þar
stóðu aðeins örfá tré 1890, sem einmana vottur um
fegurð hans (1).
Jón á Víðivöllum var af merkum ættum í
Fljótsdal, fæddur 1821, sonur Einars Vigfússonar
prests Ormssonar og Þorbjargar, dóttur Jóns vef-
ara. Hann stóð fyrir búskap á Víðivöllum ytri frá
um 1850 til 1880 og var hreppstjóri síðari árin.
Sæmundur Eyjólfsson lýsir honum svo:
Jón Einarsson er maður mikill vexti og skörulegur
sýnum. Þá er ég sá hann, kom mjer til hugar, að enn
mætti segja gieð sanni: „Úti stóð á Víðivöllum yfir-
burðamann."
Jón var í stjórn Búbótafélagsins í Fljótsdal og
er líklega einn af stofnendum þess, um eða fyrir
1850. Um 1860 er hann með fjárflest bú í
hreppnum (2). Hann lést 1906 og á marga afkom-
endur.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
27