Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Síða 30

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Síða 30
Svo vill til að árin 1893-1894 eru tveir fræði- menn á ferð um Austurland, þeir Sæmundur Eyjólfsson búfræðingur, og Þorvaldur Thorodd- sen landfræðingur. Koma þeir báðir í Fljótsdal og hafa spurnir af meðferð skóganna þar, enda var erindi Sæmundar að kynna sér ástand skóga í Múla- og Þingeyjarsýslum. Þorvaldur getur Ranaskógar svo í ferðabók sinni (25, bls. 289-90): Fyrir sunnan Gilsá var áður fagur skógur og hár, er hét Ranaskógur. Þarvoru hábirkitré og reynihríslur fagrar, m.a. mjög hátt reynitré, sem ártöl höfðu verið skorin í. Það var nú nýbúið að höggva það. Nú eru í Ranaskógi aðeins eftir fáeinar hríslur. Stórir kestir af röftum sýndu þó, að nýlega var búið að fella mörg lagleg tré. Jón Einarsson bóndi á Víðivöllum, hefir unnið sér það til frægðar, að uppræta þennan fagra skóg. Sæmundur hefur þetta að segja um skóginn á Hrafnkelsstöðum (21, bls. 23): Mestur er skógurinn á Hrafnkelsstöðum, og honum hefur farið allmikið fram á síðustu árum. Þar verður blómlegur skógur á sumum stöðum eftir nokkurn tíma, ef gætilega og hyggilega er með hann farið. Nokkur hluti af þessum skógi heitir Ranaskógur, og er ítak frá Víðivöllum ytri. Var það ítak dæmt Víði- völlum í Hæstarétti 1866. Ranaskógur var að mestu eyddur fyrir 30-40 árum, en hefur vaxið að mun á síðari árum. Á einum stað hefur þar haldist stórvaxinn skógur frá fyrri tímum, á litlum bletti, en hann hefur mjög verið höggvinn, af því þar hefur þótt til mikils að slægjast. Nú eru þar aðeins fáeinar stórvaxnar hríslur; standa þær mjög strjált og eru ellilegar og dauðalegar sýnum. Það er sem stæðu þar nokkrir niðurlútir og einmana, áttræðir öldungar, dauðadæmdir hver við sinn höggstokk. Þótt ummæli þessara merku fræðimanna séu allrar athygli verð, er nauðsynlegt að skoða þau með gagnrýni. Þorvaldi fer sem Sveini Pálssyni 100 árum áður, að hann fyllist réttlátri reiði yfir meðferð skóganna er hann ríður fram hjá viðar- köstum Jóns bónda á grundinni fyrir innan Gilsá. Þeir verða honum tilefni eftirfarandi hugleið- inga: Því miður eimir eftir, sums staðar, af hinum gamla húsgangshætti, að hugsa eingöngu um stundarhag- inn, nokkra aura í svipinn, en láta sér standa á sama, hvort gerður er stórskaði öldum og óbornum. Af umsögn Þorvaldar mætti ráða að Ranaskóg- ur hefði verið liðinn undir lok árið 1894 og að Jón gamli hefði eytt honum, en frásögn Sæmundar sýnir að þetta er alls ekki raunin, og hlýtur að byggjast á misskilningi af Þorvalds hálfu. Skýringin felst í því, að Þorvaldur leggur gamla skóginn á grundinni (Skógarbala) að jöfnu við Ranaskóg, og sama virðist séra Einar Jónsson ættfræðingur hafa gert. Sæmundi ber hér allvel saman við upplýsingar þær, sem Metúsalem á Hrafnkelsstöðum fékk hjá Sigurði Einarssyni á Hafursá og fyrr var vitnað til, að um 1860 hafi meginhluti Ranaskógar verið í slæmu ástandi, þótt gamall og stórvaxinn skógur héldist þá enn í Stórhöfðakinnum og á Skógar- bala. Svo virðist sem efri hluti skógarins (uppi á Rananum) hafi yfirleitt ekki verið samstiga neðri hlutanum (Skógarbala), hvað snerti vöxt og viðgang, og hefur það orðið tilefni misskilnings og mistúlkunar á heimildum. I stórum dráttum hefur Ranaskógur samt fylgt hinni almennu hrörnun skóganna á Héraði, sem virðist hafa náð hámarki um 1860-70 og þegar hefur verið rætt um. Hins vegar bregður nú svo við, að upp frá þessu fer skógurinn á Rananum að vaxa og taka ótrúlegum framförum, þrátt fyrir að „skógníðingurinn“ Jón á Víðivöllum sé nú orð- inn eigandi að honum. Sæmundur telur skóginn almennt í mikilli framför árið 1893, og það fær enn frekari stað- festu af umsögn Metúsalems Kjerúlf (13), en hann segir: Um aldamótin 1900 er skógurinn orðinn samfelld skógarmörk, 1-3 metra há, og svo þétt, að grunnur- inn er orðinn graslaus, svört, mosa- og laufdyngja, og lággreinar teknar víða að feyskjast. Ekki er farið að grisja skóginn fyrr en um 1910. Um hitt eru allar heimildir sammála, að Jón hafi látið höggva upp gamla skógarlundinn á grundinni ofan við Gilsáreyrar, sem hefur líklega verið þar sem „eikurnar" standa enn á svonefnd- um Skógarbala. Þessi tiltekt Jóns hefur vakið sérstaka athygli 28 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.