Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Qupperneq 32

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Qupperneq 32
orðinn aldar gamall eða meira og mörg trén því hreinlega að falli komin af elli, eins og þau sem enn stóðu, þegar Sæmundur fór þar um. Jón hefur eflaust vitað, að þau myndu bráðum syngja sitt síðasta vers og því m.a. látið til skarar skríða gegn þeim. Hann hefur líklega ekki grunað, að fyrir það tiltæki yrði hann stimplaður skógníðingur, enda virðist það að hluta til vera byggt á misskilningi ferðamanna. RANASKÓGUR Á OKKAR ÖLD Eins og að framan greinir, var Ranaskógur í miklum uppvexti um aldamótin síðustu, þótt nokkuð hafi umfang hans minnkað af tiltekt Jóns, þar sem gamli skógurinn vestan í Rananum og á grundinni þar fyrir neðan var nú að mestu eyddur. Framan af öldinni var skógurinn nýttur frá Víðivöllum ytri á hefðbundna vísu, einkum til eldiviðar. Segir Rögnvaldur Erlingsson, að viðurinn hafi oftast verið felldur á haustin og dreginn á hestum inn í Víðivelli. Einnig var tek- inn raftviður, en ekki í miklum mæli. Leitast var við að hlífa stórum og beinvöxnum trjám, en taka heldur hin smærri og kræklóttari tré eða auka- stofna stórtrjánna. Eitthvað munu Hrafnkelsstaðir hafa fengið að taka úr skóginum líka á þessu tímabili, enda áttu þeir landið sem skógurinn óx á. Metúsalem Jóns- son Kjerúlf hafði fengið ábúð á Hrafnkelsstöðum 1904, og 1927 keypti hann jörðina. Árið 1951 keypti svo Eiríkur sonur hans Ranaskóg af Víði- völlum og lagði til nýbýlisins Vallholts, sem byggt var í ytri hluta Hrafnkelsstaðalands 1947. Pótt Metúsalem á Hrafnkelsstöðum væri mikill fjárræktarmaður og kunnur fyrir sauðfjárbúskap sinn, kunni hann vel að meta skóginn og gerðist á efri árum forgöngumaður um skógrækt í Fljóts- dal. í fyrrnefndri blaðagrein 1953 (13) lýsir hann Ranaskógi svo: Nú er skógurinn 2-7 metra á hæð, og eins blómlegur sem best er í Hallormsstaðaskógi. í yfirlitstöflu um skóglendi á Héraði 1947, telur Guttormur Pálsson (4) að hæstu trén í Ranaskógi séu 8-9 m og meðalhæð skógarins 3-4 m. Hann segir skóginn 175 ha að flatarmáli og hæst í um 320 m y.s. Metúsalem segir Ranaskóg hafa nokkrum sinnum farið illa af skógarmaðki, og geldur hann þess, að hann var of seint grisjaður og hve lág- greinalaus trén eru eða urðu fyrir það... Nú eru elstu blettirnir, sem sennilega eru 120-150 ára gamlir, í hrörnun. Erum við byrjaðir að setja þar upp girðingu og gróðursetja barrtré, lerki og sitka- greni. Skógarbali og Stórhöfðakinn hafa grasgróið á síð- ustu áratugum og hafa verið slægjulönd, eru því ekki skóglendi, að undanteknum trjánum gömlu á Skógarbalanum. í brekkunum fyrir ofan er allt þakið ungviði, og sumsstaðar samfelldur skógur, þar sem var skóglaust með öllu um aldamót. Metúsalem víkur hér að skógræktarreit (um 1 ha) við svonefndan Kiðuhól í Ranaskógi, sem hann lét girða í þeim tilgangi að planta þar barr- trjám til minningar um Pál Kjerúlf, bróður sinn. Stofnskrá fyrir reitinn birti hann í Heima er bezt árið 1966. Eru þar nákvæm fyrirmæli um hvernig standa skuli að ræktun og nýtingu reitsins. Þar er nú hinn tignarlegasti barrskógur, sem hefur náð svipaðri hæð og birkiskógurinn umhverfis. Sigurður Blöndal hefur bent mér á, að skóg- botninn í Ranaskógi sé óvenjulega sléttur. Einnig er jarðvegur þar víða nokkuð sandborinn. Skýr- ingin mun vera sú, að mikið áfok hefur verið á Ranann, frá Jökulsár- og Gilsáreyrum, og úr rofa- börðum neðan við skóginn. Kemur það og fram í grein Metúsalems (13). Eiríkur í Vallholti telur það ótvírætt, að áfokið, sem er mjög blandað jökulleir, hafi haft frjóvgandi áhrif á 'skóginn og aukið vaxtarhraða hans til muna. Ranaskógur var girtur í áföngum á árunum 1970-1980, og tók Skógrækt ríkisins þátt í því, með því að leggja til girðingu meðfram veginum. Myndar Ranagirðingin innsta hluta hinnar miklu girðingar um Hallormsstaðaland. (Síðan hefur verið bætt við girðingu á vegum Fljótsdalsáætlun- ar). Nýgræðingur er heldur lítill í sjálfum skógin- um, líklega vegna beitar og mikils grasgróðurs og mosa, og hafa sumir látið í Ijós áhyggjur af framtíð skógarins þess vegna (sjá t.d. grein Hákon- 30 ÁRSRÍT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.