Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 32
orðinn aldar gamall eða meira og mörg trén því
hreinlega að falli komin af elli, eins og þau sem
enn stóðu, þegar Sæmundur fór þar um. Jón
hefur eflaust vitað, að þau myndu bráðum syngja
sitt síðasta vers og því m.a. látið til skarar skríða
gegn þeim.
Hann hefur líklega ekki grunað, að fyrir það
tiltæki yrði hann stimplaður skógníðingur, enda
virðist það að hluta til vera byggt á misskilningi
ferðamanna.
RANASKÓGUR Á OKKAR ÖLD
Eins og að framan greinir, var Ranaskógur í
miklum uppvexti um aldamótin síðustu, þótt
nokkuð hafi umfang hans minnkað af tiltekt
Jóns, þar sem gamli skógurinn vestan í Rananum
og á grundinni þar fyrir neðan var nú að mestu
eyddur.
Framan af öldinni var skógurinn nýttur frá
Víðivöllum ytri á hefðbundna vísu, einkum til
eldiviðar. Segir Rögnvaldur Erlingsson, að
viðurinn hafi oftast verið felldur á haustin og
dreginn á hestum inn í Víðivelli. Einnig var tek-
inn raftviður, en ekki í miklum mæli. Leitast var
við að hlífa stórum og beinvöxnum trjám, en taka
heldur hin smærri og kræklóttari tré eða auka-
stofna stórtrjánna.
Eitthvað munu Hrafnkelsstaðir hafa fengið að
taka úr skóginum líka á þessu tímabili, enda áttu
þeir landið sem skógurinn óx á. Metúsalem Jóns-
son Kjerúlf hafði fengið ábúð á Hrafnkelsstöðum
1904, og 1927 keypti hann jörðina. Árið 1951
keypti svo Eiríkur sonur hans Ranaskóg af Víði-
völlum og lagði til nýbýlisins Vallholts, sem byggt
var í ytri hluta Hrafnkelsstaðalands 1947.
Pótt Metúsalem á Hrafnkelsstöðum væri mikill
fjárræktarmaður og kunnur fyrir sauðfjárbúskap
sinn, kunni hann vel að meta skóginn og gerðist á
efri árum forgöngumaður um skógrækt í Fljóts-
dal.
í fyrrnefndri blaðagrein 1953 (13) lýsir hann
Ranaskógi svo:
Nú er skógurinn 2-7 metra á hæð, og eins blómlegur
sem best er í Hallormsstaðaskógi.
í yfirlitstöflu um skóglendi á Héraði 1947, telur
Guttormur Pálsson (4) að hæstu trén í Ranaskógi
séu 8-9 m og meðalhæð skógarins 3-4 m. Hann
segir skóginn 175 ha að flatarmáli og hæst í um
320 m y.s.
Metúsalem segir Ranaskóg hafa
nokkrum sinnum farið illa af skógarmaðki, og geldur
hann þess, að hann var of seint grisjaður og hve lág-
greinalaus trén eru eða urðu fyrir það...
Nú eru elstu blettirnir, sem sennilega eru 120-150
ára gamlir, í hrörnun. Erum við byrjaðir að setja þar
upp girðingu og gróðursetja barrtré, lerki og sitka-
greni.
Skógarbali og Stórhöfðakinn hafa grasgróið á síð-
ustu áratugum og hafa verið slægjulönd, eru því ekki
skóglendi, að undanteknum trjánum gömlu á
Skógarbalanum. í brekkunum fyrir ofan er allt þakið
ungviði, og sumsstaðar samfelldur skógur, þar sem
var skóglaust með öllu um aldamót.
Metúsalem víkur hér að skógræktarreit (um 1
ha) við svonefndan Kiðuhól í Ranaskógi, sem
hann lét girða í þeim tilgangi að planta þar barr-
trjám til minningar um Pál Kjerúlf, bróður sinn.
Stofnskrá fyrir reitinn birti hann í Heima er bezt
árið 1966. Eru þar nákvæm fyrirmæli um hvernig
standa skuli að ræktun og nýtingu reitsins. Þar er
nú hinn tignarlegasti barrskógur, sem hefur náð
svipaðri hæð og birkiskógurinn umhverfis.
Sigurður Blöndal hefur bent mér á, að skóg-
botninn í Ranaskógi sé óvenjulega sléttur. Einnig
er jarðvegur þar víða nokkuð sandborinn. Skýr-
ingin mun vera sú, að mikið áfok hefur verið á
Ranann, frá Jökulsár- og Gilsáreyrum, og úr rofa-
börðum neðan við skóginn. Kemur það og fram í
grein Metúsalems (13). Eiríkur í Vallholti telur
það ótvírætt, að áfokið, sem er mjög blandað
jökulleir, hafi haft frjóvgandi áhrif á 'skóginn og
aukið vaxtarhraða hans til muna.
Ranaskógur var girtur í áföngum á árunum
1970-1980, og tók Skógrækt ríkisins þátt í því,
með því að leggja til girðingu meðfram veginum.
Myndar Ranagirðingin innsta hluta hinnar miklu
girðingar um Hallormsstaðaland. (Síðan hefur
verið bætt við girðingu á vegum Fljótsdalsáætlun-
ar).
Nýgræðingur er heldur lítill í sjálfum skógin-
um, líklega vegna beitar og mikils grasgróðurs og
mosa, og hafa sumir látið í Ijós áhyggjur af
framtíð skógarins þess vegna (sjá t.d. grein Hákon-
30
ÁRSRÍT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989