Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Qupperneq 51
byrja víðsvegar að klæða lendur, vil ég að lokum
benda á, að víða erlendis er það löngu viðtekin
regla, að gefa slíkum einstaklingsnýjungum
ákveðin nöfn áður en þeim er sleppt á markað.
Slík heiti þurfa að vera stutt og lipur svo auð-
velt sé að muna þau. Auk þess gjarnan táknræn
fyrir eitthvað hjá einstaklingnum eða í fari hans,
ef mögulegt er að koma því við. Sjaldnast er þetta
þó gerlegt.
Heitið trölli, sem minnst var á að sumir nefndu
brúnan alaskavíði, uppfyllir t.d. umrædd atriði.
Bendir m.a. til að hann verði fyrirferðarmikill og
vaxi hugsanlega hratt. Ókosturinn við þetta nafn
er þó sá, að plantan sem ber það er kvenkyns, og
sama gildir að sjálfsögðu um afkvæmi hennar.
Heitið skessa ætti því betur við hér, en gústa
væri þó réttasta nafngiftin. Eg vænti að lesendur
skilji hvað átt er við, en það er brýn nauðsyn að
taka málið hið fyrsta til meðferðar. Sama gildir
að sjálfsögðu einnig um asparklóna og aðrar hlið-
stæður á vettvangi plantna.
Læt svo að síðustu lýsingar á alaskavíði, jörfa-
víði og sitkavíði fylgja hér með til nánari kynn-
ingar.
TEGUNDALÝSINGAR
Salix alaxensis (Anderss.) Cov.
Alaskavíðir.
Runni eða tré allt að 6-10 m á hæð, stofnar 10-
18 cm í þvermál. Stundum kræklukenndur eða allt
að því jarðlægur á áveðurssvæðum, ekki síst hátt
yfir sjó.
Yngri greinar hnetubrúnar - dökkbrúnar, oft
með meira eða minna varanlegum gráleitum hár-
hýjungi. Þroskaðir ársprotar gildir með þéttum
löngum hárhjúp, einkum er þetta áberandi á efri
hluta þeirra. Oft eru þó hárlausar skellur. Hár
hvítleit í byrjun en dökkna síðar. Brum loðin.
Blöð mjög breytileg að stærð og lögun (sjá mynd
L). Eru allt frá því að vera mjó-oddbaugótt, mjó-
egglaga eða öfuglensulaga yfir í að vera öfugegg-
laga en þá oftast breiðust nokkru ofan miðju.
Þroskuð blöð á bilinu 5-11 cm löng og 1,5-3,5 cm
breið, eða 2-3,5 sinnum lengri en breið. Blaðkan
ydd, grunnur fleyglaga. Blaðkan oftast randheil,
stundum smábylgjótt með kirtilörðum á röðum.
Efra borð blaða fölgrænt, strjálhærteða hárlaust,
of the Pacific Slope).
stundum vottar fyrir brúnleitri áferð er blöð fara
að eldast. Æðastrengir áberandi. Neðra borð
blaða áberandi hvítloðið (flóki). Miðtaug gulleit.
Blaðstilkar 5-20 mm á lengd að mestu hárlausir.
Blaðfótur stundum breiður, útþaninn og lykur
utan um brumið. Þá gætir þess oft að hann sé
rauðleitur. Axlablöð 4-15 mm löng, stundum
lengri, strik-lensulaga og kirtilhærð á röðum,
nokkuð hærð.
Reklar spretta fyrir laufgun eða á sama tíma.
Þeir eru gildir, stilklausir og standa á greinum
fyrra árs. Karlreklar 3-3,5 mm langir við
þroskun. Rekilhlífar stuttar, dökkbrúnar eða
nær svartar, ljóshærðar. Fræhýðin löng, ydd og
hvíthærð.
Afbrigðið S. alaxensis var. longistylis er í meg-
inatriðum frábrugðið að því leyti til, að vera stór-
vaxnari runni eða tré, á bilinu 2-10 m á hæð. Bol-
þvermál allt að 30 cm. Ársgreinar oft áberandi
gildari og hárlausar, þó í stöku tilvikum með
mjög skammæjum strjálum hárum meðan á vexti
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
49