Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Síða 57

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Síða 57
tegundum gæti verið skynsamleg, þar sem stafa- fura og sitkagreni vaxa álíka vel, jafnvel sem eins konar „tryggingarblanda“ til þess að önnur teg- undin bregðist ekki. MÖGULEIKAR Á KYNBÓTUM Eftir 10 daga ferð, þar sem óhjákvæmilega er komið við á nokkrum völdum stöðum, er aðeins hægt að setja fram hugmyndir, sem engan veginn eru endanlegar. Og ég var svo óheppinn að geta ekki rætt þær fyrst við Þórarin Benedikz, sem á þessum tíma dvaldist í Noregi. Hér á eftir ræði ég hugmyndir mínar að því er varðar einstakar ætt- kvíslir trjáa: Larix (lerki). Það var talsvert undrunarefni, hve vel hefir tekist til með síberíulerkiÁ Jafnvel eftir heimsókn mína til íslands 1967 trúði ég því í rauninni ekki, að þessi trjátegund, sem vex í ein- hverju mesta meginlandsloftslagi, sem finnst á jörðinni, gæti raunverulega þrifist á Islandi, þar sem hálfgert úthafsloftslag ríkir (a.m.k. í sumum landshlutum). Þessi skoðun mín hlaut nú að breyt- ast, þegar ég sá órækar sannanir bæði í eldri og yngri lerkiteigum á Hallormsstað og annars stað- ar. Að hluta til hlýtur velgengni þessarar teg- undar að stafa af hæfileika hennar til þess að nýta köfnunarefni í köldum jarðvegi við skilyrði, þar sem aðrar trjátegundir eiga erfitt með það. Kvæmatilraunir með síberíulerkið eru engan veginn sjálfsögð lausn og eru líklega ekki nauð- synlegar. Þar eð hér eru þegar til staðar góðir lerkiteigar til þess að rækta af sérstaka fræöflun- arteiga. Ég segi þetta vegna þess, að síberíu- lerkið nær yfir svo óhemjustórt svæði og örðugt reynist að treysta á að fá fræ frá Sovétríkjunum. Fræöflunarteigana þyrfti að grisja mjög sterkt (skilja eftir formfallegustu trén) til þess að trén geti myndað stóra krónu, sem gefur mikla upp- skeru af könglum á ha lands. Þessa teiga ætti að hirða fyrst og fremst með tilliti til þess að láta þá bera fræ, en ekki að hugsa um timburframleiðslu, enda væru þeir mikil prýði þeinr, sem einungis vilja njóta skógarins í útivist. Ég er sannfærður 11 Höfundur ræðir hér um tegundirnar tvær rússa- og síberíulerki sem eina: síberíulerki, svo sem margir höfundar gera enn. um, að ég er ekki of bjartsýnn á, að þessi trjáteg- und geti borið fræ reglulega. Sönnunina tel ég mig hafa í mörgum lerkiteigum á íslandi og sjálf- sáningu hennar á Hallormsstað. En að sjálfsögðu á að nota sér það að geta fengið kynbætt fræ úr frægörðum á Norðurlöndum. Picea (greni). Mér sýnist það koma betur og betur í ljós, að „hreint“ sitkagreni frá Alaska muni reynast betur en sitkabastarðurinn að því er varðar lífslíkur, vaxtarhraða og viðnám gegn meindýrum. Fyrr á árum voru kvæmatilraunir hrjáðar af frostskemmdum í gróðrarstöðvunum, meðan uppeldið fór fram í beðum. Eins árs gamlar plöntur eru viðkvæmar fyrir frost- skemmdum og frostþolið (eða a.m.k. hæfileiki smáplantnanna til þess að ná sér) eykst með ári hverju nokkur fyrstu ár æviskeiðsins. Ræktun í gróðurhúsum, þar sem plönturnar eru verndaðar yfir veturinn (hitaleiðslur í jörðu o.fl.), mun Roger Lines og Aðalsteinn Sigurgeirsson hjá sjálfsáðu lerkitré við Guttormslund á Hallormsstað. Mynd: Sig. Blöndal. ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.