Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Side 59

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Side 59
kvæmi, sem gróðursett voru 1959-60. Þau voru greinilega cowtoría-afbrigðið, sem er mjög ólíkt meginlandsafbrigðinu. Fyrst var Skagway-kvæmi gróðursett í Skorradal 1954. Fræinu safnaði Einar Sæmundsen. Ég var þá mjög hrifinn af því, hve vel hún hafði vaxið (hæsta tréð var þá 2 m og ársprotar um 35 cm) og haldið vel nálum, sem sýndu engin merki vetrarskemmda. í heimsókninni 1988 sé ég alla þessa teiga af Skagway-kvæmi og marga yngri. Hinn 12. júlí sá ég í Þórðarstaðaskógi 2 Yukon-kvæmi, sem eru af svæði rétt hjá landamærum gegnt Bresku Kólum- bíu (Lake Bennett og Carcross, ca. 600 m y.s.) og tvö kvæmi hátt úr fjöllum í Alberta (Canmore og Upper Lusk Creek, ca. 2.000 m y.s.). Yukon- kvæmin voru mjög lík Yukon-kvæmum, sem ég hefi séð í Svíþjóð, en Alberta-kvæmunum svipar mjög til trjáa frá Crowsnest í Alberta, sem eru í tilraunareitum í Bretlandi. í öllum teigunum fjórum í Þórðarstaðaskógi voru trén mjög bein- vaxin, fáar greinar í greinakransi og fáar greinar af annarri eða þriðju gráðu. Eini „hreinræktaði“ teigurinn af strandkvæmi sem ég sá, var í Hvammi í Skorradal, ættaður frá Sitka. Þetta kvæmi er miklu grófgreinóttara og meó minni hæðarvöxt en Skagway-kvæmin í dalnum. Þetta styrkti þá skoðun mína, að hin dæmigerðu Skagway-kvæmi, sem nú vaxa um allt Island, væru í eðli sínu mjög ólík algengustu strand- kvæmum á Bretlandseyjum, ættuðunr frá norður- strönd Bresku Kólumbíu og Alaska. íslensku Skagway-kvæmin bera að hluta til einkenni stafa- furu innan úr landi. Við sáum nokkur sérkennileg stafafurutré (um 7 talsins) í skógi Bjarna Helga- sonar í Hagavík 9. júlí 1988. Þau líktust mjög trjám frá Lulu-eyju eða a.m.k. terpenasvæðinu2), sem kennt er við Vancouvereyju, ef maður virti fyrir sér heildarsvip þeirra. Einungis prófun á terpenainnihaldi þeirra gæti staðfest þessa kenn- ingu mína, en trén í Hagavík eru nokkurn veginn jafngömul og obbinn af þeirri stafafuru, sem flutt 2) Terpenar nefnast hópur ómettaðra kolvetnissam- banda með hlutfallsformúluna C10 H16 eða afleiðna slíkra efna. Þeir eru áberandi í ýmsum ilmolíum jurta. Af mismunandi hlutfalli þeirra í trjákvæmum er unnt að greina sundur kvæmi innan sömu trjáteg- undar. Þýð. Sjálfsáð stafafura í Vaðlareit við Eyjafjarðarbotn. Mynd: Sig. Blöndal, sept. 1988. hefir verið til Bretlandseyja frá Lulu-eyju. Ef ein- hver hefði gripið knippi af stafafuruplöntum á Bretlandseyjum frá þeim tíma, er trén voru gróðursett í Hagavík, myndi það langsennilegast vera ættað frá Lulu-eyju. í Vaðlaskógi við Eyjafjörð sáum við, að stafa- fura frá Skagway sáir sér auðveldlega út, ef jarð- vegsskilyrði leyfa það (gisinn eða enginn botn- gróður, aths. þýð.). Skagway-kvæmið hefirverið gróðursett í mjög breytilegum jarðvegi og þrífst yfirleitt vel. A stöðum þar sem vindgnauð er mikið, ber nokkuð á skemmdum (t.d. í Varma- hlíð). Eins og von Rudoff og Lapp (Canadian Journal of Forest Research 17, 1987) hafa sýnt fram á og nokkrir aðrir höfundar hafa getið sér til um, liggur Skagway á svæði, þar sem stofnar stafa- furu frá meginlandinu og ströndinni blandast saman. Þannig ákvarðast það af því, hvaða söfnunarstaður verður fyrir valinu hverju sinni á þessu svæði, hvort í fræinu er stærra eða minna ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989 57
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.