Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 59
kvæmi, sem gróðursett voru 1959-60. Þau voru
greinilega cowtoría-afbrigðið, sem er mjög ólíkt
meginlandsafbrigðinu. Fyrst var Skagway-kvæmi
gróðursett í Skorradal 1954. Fræinu safnaði
Einar Sæmundsen. Ég var þá mjög hrifinn af því,
hve vel hún hafði vaxið (hæsta tréð var þá 2 m og
ársprotar um 35 cm) og haldið vel nálum, sem
sýndu engin merki vetrarskemmda.
í heimsókninni 1988 sé ég alla þessa teiga af
Skagway-kvæmi og marga yngri. Hinn 12. júlí sá
ég í Þórðarstaðaskógi 2 Yukon-kvæmi, sem eru af
svæði rétt hjá landamærum gegnt Bresku Kólum-
bíu (Lake Bennett og Carcross, ca. 600 m y.s.) og
tvö kvæmi hátt úr fjöllum í Alberta (Canmore og
Upper Lusk Creek, ca. 2.000 m y.s.). Yukon-
kvæmin voru mjög lík Yukon-kvæmum, sem ég
hefi séð í Svíþjóð, en Alberta-kvæmunum svipar
mjög til trjáa frá Crowsnest í Alberta, sem eru í
tilraunareitum í Bretlandi. í öllum teigunum
fjórum í Þórðarstaðaskógi voru trén mjög bein-
vaxin, fáar greinar í greinakransi og fáar greinar
af annarri eða þriðju gráðu. Eini „hreinræktaði“
teigurinn af strandkvæmi sem ég sá, var í
Hvammi í Skorradal, ættaður frá Sitka. Þetta
kvæmi er miklu grófgreinóttara og meó minni
hæðarvöxt en Skagway-kvæmin í dalnum. Þetta
styrkti þá skoðun mína, að hin dæmigerðu
Skagway-kvæmi, sem nú vaxa um allt Island,
væru í eðli sínu mjög ólík algengustu strand-
kvæmum á Bretlandseyjum, ættuðunr frá norður-
strönd Bresku Kólumbíu og Alaska. íslensku
Skagway-kvæmin bera að hluta til einkenni stafa-
furu innan úr landi. Við sáum nokkur sérkennileg
stafafurutré (um 7 talsins) í skógi Bjarna Helga-
sonar í Hagavík 9. júlí 1988. Þau líktust mjög
trjám frá Lulu-eyju eða a.m.k. terpenasvæðinu2),
sem kennt er við Vancouvereyju, ef maður virti
fyrir sér heildarsvip þeirra. Einungis prófun á
terpenainnihaldi þeirra gæti staðfest þessa kenn-
ingu mína, en trén í Hagavík eru nokkurn veginn
jafngömul og obbinn af þeirri stafafuru, sem flutt
2) Terpenar nefnast hópur ómettaðra kolvetnissam-
banda með hlutfallsformúluna C10 H16 eða afleiðna
slíkra efna. Þeir eru áberandi í ýmsum ilmolíum
jurta. Af mismunandi hlutfalli þeirra í trjákvæmum
er unnt að greina sundur kvæmi innan sömu trjáteg-
undar. Þýð.
Sjálfsáð stafafura í Vaðlareit við Eyjafjarðarbotn.
Mynd: Sig. Blöndal, sept. 1988.
hefir verið til Bretlandseyja frá Lulu-eyju. Ef ein-
hver hefði gripið knippi af stafafuruplöntum á
Bretlandseyjum frá þeim tíma, er trén voru
gróðursett í Hagavík, myndi það langsennilegast
vera ættað frá Lulu-eyju.
í Vaðlaskógi við Eyjafjörð sáum við, að stafa-
fura frá Skagway sáir sér auðveldlega út, ef jarð-
vegsskilyrði leyfa það (gisinn eða enginn botn-
gróður, aths. þýð.). Skagway-kvæmið hefirverið
gróðursett í mjög breytilegum jarðvegi og þrífst
yfirleitt vel. A stöðum þar sem vindgnauð er
mikið, ber nokkuð á skemmdum (t.d. í Varma-
hlíð). Eins og von Rudoff og Lapp (Canadian
Journal of Forest Research 17, 1987) hafa sýnt
fram á og nokkrir aðrir höfundar hafa getið sér til
um, liggur Skagway á svæði, þar sem stofnar stafa-
furu frá meginlandinu og ströndinni blandast
saman. Þannig ákvarðast það af því, hvaða
söfnunarstaður verður fyrir valinu hverju sinni á
þessu svæði, hvort í fræinu er stærra eða minna
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
57