Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 69
Arstaður:
Hluti af fjallahringnum.
nýbúið að grisja báða teigana af þöll og sitkagreni
og sjást hlaðarnir af trjábolum á meðfylgjandi
mynd. Stúdentar í skógræktardeild landbúnaðar-
háskólans á Kóngsbergi voru þar að verki, bæði
piltar og stúlkur. Nú ganga stúlkur í skógarhögg
eins og ekkert sé, sem við hefðum látið segja
okkur tvisvar fyrir 40 árum, þegar við vorum að
rogast með 17 kg þungar vélsagir í djúpum snjó.
Murrayanafura er afbrigði af stafafuru, sem
vex suður í fjöllin í Bandaríkjunum (sjá grein
Aðalsteins Sigurgeirssonar í Ársriti 1988). Hún
var gróðursett dálítið í Noregi upp úr 1920. Ég sá
hana fyrst á Jaðrinum í Rogalandi haustið 1946,
cn ekki aftur fyrr en þarna í Breiðuvík, þar sem
allstór teigur er gegnt fyrrnefndu þallar- og sitka-
greniteigunum. Hún hefir talsvert annað vaxtar-
lag en sú stafafura, sem við þekkjum. Mér þykir
það eiginlega fallegra. Nálarnar eru gildari og
stinnari og krónan virðist gisnari. En hér hafði
elgur skemmt trén mikið með því að naga börk-
inn. Sáust skemmdirnar allar í haushæð elgsins.
Ég hefi kosið að skýra svona ítarlega frá
þessum trjátegundum til þess að lesendur sjái,
hversu vel skógurinn getur vaxið þarna norðan
við heimskautsbaug. f Breiðuvík var auðvitað
langmest gróðursett af rauðgreni, sem vex mjög
vel, af því ekki síst, að jarðvegur er með ein-
dæmum frjósamur. En ég geymi að segja frá
rauðgreni, þar til á öðrum stað.
ARSTAÐARHLÍÐIN
Nú var komið á þann stað, sem ég hafði
hlakkað einna mest til að heimsækja í þessari
ferð. Það er snarbrött fjallshlíð ofan við þorpið
Arstað. í þessari hlíð vex álmur nyrst á jörðinni.
Þaðan barst okkur álmfræ rétt fyrir síðustu
heimsstyrjöld og aftur eftir 1955. Nokkur fögur
álmtré eru til á íslandi vaxin upp af þessu fræi og
skjólbelti og þyrpingar. Má nefna stóra álmtréð í
Múlakoti, þyrpinguna ofan við stóru gróðurhúsin
í gróðrarstöð Skógræktarfélags Reykjavíkur í
Fossvogi, fagurt skjólbelti við Hjalla á Hall-
ormsstað.
Frá þjóðveginum upp að fjallshlíðinni er víð-
áttumikil slétta, sem við göngum yfir. Hlíðin
blasir við. Reglulegir bergstallar ganga skáhallt
niður hlíðina og á þeim tollir stórvaxin blæösp.
Fjallahringurinn kringum Arstaðarsléttuna er
ákaflega tilkomumikill, eins og meðfylgjandi
mynd sýnir.
Uppi í miðri hlíðinni vex álmurinn á um
hálfum ha. Trén eru mörg um og yfir 15 m há, ein-
stofna og glæsileg, en við sáum a.m.k. eitt tré 18-
20 m. Önnur eru margstofna og lægri, hafa vaxið
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
67